Ráðherra lagði áherslu á græna orku á ráðherrafundi um loftslagsmál Heimsljós 29. október 2021 14:00 Ráðherra sagði frá áherslum og aðgerðum Íslands varðandi loftslagsmál og staðfesti að Ísland styður metnaðarfullar loftslagsaðgerðir. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tók þátt í ráðherrafundi um loftslagsmál á vegum forseta allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna þann 26. október. Fundinum var ekki síst ætlað að auka á þrýsting um árangur á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna, COP26, sem hefst í Glasgow þann 1. nóvember. Ráðherra sagði frá áherslum og aðgerðum Íslands varðandi loftslagsmál og staðfesti að Ísland styður metnaðarfullar loftslagsaðgerðir. Hann sagði jafnframt að þörfin fyrir aðgerðir hefði aldrei verið brýnni en nú í aðdraganda COP26 og í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem lýst er í nýlegri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). „Umbreytingin yfir í græna orku á heimsvísu er grundvallaratriði í baráttunni við loftslagsbreytingar,“ sagði Guðlaugur Þór meðal annars í ræðu sinni. „Hún getur hjálpað við að ná ýmsum heimsmarkmiðanna, svo sem markmiðum um kynjajafnrétti, matvælakerfi og sjálfbæra neyslu og framleiðslu.“ Hann benti jafnframt á að mikilvægi þess að minnka útblástur í öllum atvinnugreinum og þess að auka stórlega bindingu kolefnis bæði með náttúrulegum aðferðum og með virkri fjarlægingu úr útblæstri. Ísland hafi sett sér loftslagsmarkmið sem ganga lengra en kröfur Parísarsamningsins, þar með talið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, í samstarfi við ESB og Noreg, um 55 prósent fyrir 2030. Stefnan sé einnig að ná kolefnishlutleysi í síðasta lagi 2040 og að hætta allri notkun jarðefnaeldsneytis í síðasta lagi 2050. Ráðherra kom að lokum inn á fjármögnun loftslagsaðgerða á alþjóðavísu. Hluti af endurnýjuðu landsákvörðuðu framlagi Íslands til Parísarsamningsins sé að auka við slíka fjármögnun og að sú aukning haldi áfram á næstu árum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Loftslagsmál Orkumál COP26 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tók þátt í ráðherrafundi um loftslagsmál á vegum forseta allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna þann 26. október. Fundinum var ekki síst ætlað að auka á þrýsting um árangur á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna, COP26, sem hefst í Glasgow þann 1. nóvember. Ráðherra sagði frá áherslum og aðgerðum Íslands varðandi loftslagsmál og staðfesti að Ísland styður metnaðarfullar loftslagsaðgerðir. Hann sagði jafnframt að þörfin fyrir aðgerðir hefði aldrei verið brýnni en nú í aðdraganda COP26 og í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem lýst er í nýlegri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). „Umbreytingin yfir í græna orku á heimsvísu er grundvallaratriði í baráttunni við loftslagsbreytingar,“ sagði Guðlaugur Þór meðal annars í ræðu sinni. „Hún getur hjálpað við að ná ýmsum heimsmarkmiðanna, svo sem markmiðum um kynjajafnrétti, matvælakerfi og sjálfbæra neyslu og framleiðslu.“ Hann benti jafnframt á að mikilvægi þess að minnka útblástur í öllum atvinnugreinum og þess að auka stórlega bindingu kolefnis bæði með náttúrulegum aðferðum og með virkri fjarlægingu úr útblæstri. Ísland hafi sett sér loftslagsmarkmið sem ganga lengra en kröfur Parísarsamningsins, þar með talið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, í samstarfi við ESB og Noreg, um 55 prósent fyrir 2030. Stefnan sé einnig að ná kolefnishlutleysi í síðasta lagi 2040 og að hætta allri notkun jarðefnaeldsneytis í síðasta lagi 2050. Ráðherra kom að lokum inn á fjármögnun loftslagsaðgerða á alþjóðavísu. Hluti af endurnýjuðu landsákvörðuðu framlagi Íslands til Parísarsamningsins sé að auka við slíka fjármögnun og að sú aukning haldi áfram á næstu árum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Loftslagsmál Orkumál COP26 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent