Rannsóknarlögreglumaðurinn Harry Ambrose snýr aftur í fjórðu seríu The Sinner en nú er hann sestur í helgan stein. Hann er í ferðalagi með kærustunni sinni Sonya sem hann kynntist í seinustu seríu þegar hann rannsakaði það sem átti að vera seinasta verkefni ferilsins.
Það líður ekki á löngu þar til stúlka, í þorpinu þar sem þau dvelja, hverfur við dularfullar aðstæður sem Harry er eina vitnið að. Lögreglan í þessu friðsæla þorpi er ekki vön að vinna svona mál svo Harry, sem býr yfir mikilli reynslu og þekkingu, sogast inn í málið.
Þættirnir sýna frá nýju máli í hverri seríu sem er að öllu ótengt fyrri seríum. Harry Ambrose hefur fram að þessu verið eini karakterinn sem kemur fram í öllum þáttunum, nema nú snýr hann aftur með Sonya sér við hlið.
Fyrsta þáttaröð The Sinner vakti mikla athygli á sínum tíma en þar fór Jessica Biel með aðalhlutverk. Hún snýr aftur sem einn af framleiðendum þáttanna.
Fyrstu tveir þættirnir eru nú þegar komnir inn á Stöð 2+ og nýr þáttur kemur á hverju sunnudagskvöldi.
Tryggðu þér áskrift hér.