Eurovision-myndin um Hatara aftur í bíósal Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. október 2021 09:32 Hatarar á sviði. vísir/getty A Song Called Hate eða Lagið um hatrið, heimildarmyndin sem fylgir meðlimum Hatara á Eurovision-ferð til Ísrael og Palestínu, verður sýnd á hátíðlegri styrktarsýningu í Bíó Paradís um helgina. Sýningin fer fram sunnudaginn 7. nóvember klukkan 20. Allur ágóði af sýningu Lagsins um hatrið rennur óskiptur til Sabreen, menningar samtaka sem reka hljóðver í Sheikh Jarrah-hverfinu í Austur-Jerúsalem. „Markmið Sabreen er að stuðla að óheftri tónlistarsköpun og tónlistaruppeldi Palestínumanna. Fjárhagsstaða þeirra hefur verið tvísýn í veirufaraldri svo ekki séu nefndar takmarkanir sem hamla samstarf milli Palestínumanna í Jerúsalem, Vesturbakkanum og Gaza. Í fjörutíu ára sögu samtakanna hefur þörfin sjaldan verið eins brýn,“ segir í tilkynningu um sýninguna. „Við kynntumst mikið af listafólki í gegnum Sabreen-stúdíóið sem við heimsóttum við gerð myndarinnar. Þarna er unnið magnað starf sem veitir ungum listamönnum tækifæri til að stíga sín fyrstu skref. Það er pabbi Bashar, Said Murad, sem leiðir þetta starf. Stuðningur hans við frumlegar og róttækar hugmyndir er ómetanlegur,” segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir leikstjóri myndarinnar. Anna Hildur Hildibrandsdóttir á frumsýningu myndarinnar á Íslandi.HAFSTEINN SNÆR ÞORSTEINSSON Þarna skildu þeir tilganginn Lagið um hatrið hefur farið sigurför síðan hún var frumsýnd árið 2020. Myndin hefur verið sýnd á yfir tuttugu alþjóðlegum hátíðum og var nú síðast nefnd heimildarmynd ársins á Eddunni. Við sjáum margt sem gerðist á bak við tjöldin og ekki síst listrænt samstarf Hatara við Bashar Murad og forsvarsmenn Trashy Clothing í Palestínu sem unnu með þeim. Í myndinni kemur fram hversu flókið slíkt samstarf getur verið í þeim aðstæðum sem Palestínumenn búa við. „Fréttir frá Sheikh Jarrah hafa verið átakanlegar og Bashar hefur verið í miðri hringiðunni allan tímann. Við fögnum því að heimildarmyndin leggi Sabreen-samtökunum lið með svona bíósýningu“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari Hatara. „Sabreen kemur óbeint við sögu í myndinni. Þótt það sé ekki aðalatriðið eiga þessi samtök stóran hluta í okkar huga og þarna skildum við betur tilganginn með vegferð okkar,“ segir Klemens Hannigan Nikulásson. Styrktarsýningin er skipulögð af framleiðslufyrirtæki myndarinnar Tattarrattat í samstarfi við Hatara, Sabreen-samtökin og Bíó Paradís. Kvikmyndagerð á Íslandi Eurovision Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Edduverðlaunin 2021 afhent: Gullregn sigurvegari kvöldsins Edduverðlaunin 2021, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins sem ÍKSA stendur fyrir voru veitt í kvöld. Annað árið í röð var ákveðið að fresta hátíðarhöldum og voru verðlaunin veitt í sérstökum þætti á RÚV. 3. október 2021 21:57 Hatrið sigraði á norskri kvikmyndahátíð Heimildarmyndin A Song called Hate bar sigur úr býtum á norsku kvikmyndahátíðinni Oslo Grand Pix sem fór fram um helgina. Myndin sigraði í flokknum besta norræna heimildarmyndin. 10. júní 2021 10:23 „Ég hafði einhverja tilfinningu allan tímann“ Anna Hildur Hildibrandsdóttir er ekki þjóðþekkt andlit en áhrif vinnu hennar á íslenskt menningarlíf eru gífurleg. 6. júní 2021 09:01 Sagði Hataramyndina A Song Called Hate þá bestu á hátíðinni „Þessi íslenska mynd sem fjallar um ákvörðun íslensku hljómsveitarinnar í Eurovision 2019 að veifa palestínska fánanum talaði sterkast til mín,“ sagði Lisa Enroth aðspurð um bestu myndir kvikmyndahátíðarinnar Í Gautaborg. 10. mars 2021 20:06 Stjörnurnar mættu á Hatrið Heimildamyndin A Song Called Hate, Hatrið á íslensku, var forsýnd með pompi og prakt í Háskólabíói í gærkvöld og mættu þónokkuð margir á sýninguna. Myndin segir frá Eurovisiongjörningi Hatara árið 2019 og því sem gerðist á bak við tjöldin í Ísrael og Palestínu. 26. febrúar 2021 12:31 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Sýningin fer fram sunnudaginn 7. nóvember klukkan 20. Allur ágóði af sýningu Lagsins um hatrið rennur óskiptur til Sabreen, menningar samtaka sem reka hljóðver í Sheikh Jarrah-hverfinu í Austur-Jerúsalem. „Markmið Sabreen er að stuðla að óheftri tónlistarsköpun og tónlistaruppeldi Palestínumanna. Fjárhagsstaða þeirra hefur verið tvísýn í veirufaraldri svo ekki séu nefndar takmarkanir sem hamla samstarf milli Palestínumanna í Jerúsalem, Vesturbakkanum og Gaza. Í fjörutíu ára sögu samtakanna hefur þörfin sjaldan verið eins brýn,“ segir í tilkynningu um sýninguna. „Við kynntumst mikið af listafólki í gegnum Sabreen-stúdíóið sem við heimsóttum við gerð myndarinnar. Þarna er unnið magnað starf sem veitir ungum listamönnum tækifæri til að stíga sín fyrstu skref. Það er pabbi Bashar, Said Murad, sem leiðir þetta starf. Stuðningur hans við frumlegar og róttækar hugmyndir er ómetanlegur,” segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir leikstjóri myndarinnar. Anna Hildur Hildibrandsdóttir á frumsýningu myndarinnar á Íslandi.HAFSTEINN SNÆR ÞORSTEINSSON Þarna skildu þeir tilganginn Lagið um hatrið hefur farið sigurför síðan hún var frumsýnd árið 2020. Myndin hefur verið sýnd á yfir tuttugu alþjóðlegum hátíðum og var nú síðast nefnd heimildarmynd ársins á Eddunni. Við sjáum margt sem gerðist á bak við tjöldin og ekki síst listrænt samstarf Hatara við Bashar Murad og forsvarsmenn Trashy Clothing í Palestínu sem unnu með þeim. Í myndinni kemur fram hversu flókið slíkt samstarf getur verið í þeim aðstæðum sem Palestínumenn búa við. „Fréttir frá Sheikh Jarrah hafa verið átakanlegar og Bashar hefur verið í miðri hringiðunni allan tímann. Við fögnum því að heimildarmyndin leggi Sabreen-samtökunum lið með svona bíósýningu“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari Hatara. „Sabreen kemur óbeint við sögu í myndinni. Þótt það sé ekki aðalatriðið eiga þessi samtök stóran hluta í okkar huga og þarna skildum við betur tilganginn með vegferð okkar,“ segir Klemens Hannigan Nikulásson. Styrktarsýningin er skipulögð af framleiðslufyrirtæki myndarinnar Tattarrattat í samstarfi við Hatara, Sabreen-samtökin og Bíó Paradís.
Kvikmyndagerð á Íslandi Eurovision Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Edduverðlaunin 2021 afhent: Gullregn sigurvegari kvöldsins Edduverðlaunin 2021, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins sem ÍKSA stendur fyrir voru veitt í kvöld. Annað árið í röð var ákveðið að fresta hátíðarhöldum og voru verðlaunin veitt í sérstökum þætti á RÚV. 3. október 2021 21:57 Hatrið sigraði á norskri kvikmyndahátíð Heimildarmyndin A Song called Hate bar sigur úr býtum á norsku kvikmyndahátíðinni Oslo Grand Pix sem fór fram um helgina. Myndin sigraði í flokknum besta norræna heimildarmyndin. 10. júní 2021 10:23 „Ég hafði einhverja tilfinningu allan tímann“ Anna Hildur Hildibrandsdóttir er ekki þjóðþekkt andlit en áhrif vinnu hennar á íslenskt menningarlíf eru gífurleg. 6. júní 2021 09:01 Sagði Hataramyndina A Song Called Hate þá bestu á hátíðinni „Þessi íslenska mynd sem fjallar um ákvörðun íslensku hljómsveitarinnar í Eurovision 2019 að veifa palestínska fánanum talaði sterkast til mín,“ sagði Lisa Enroth aðspurð um bestu myndir kvikmyndahátíðarinnar Í Gautaborg. 10. mars 2021 20:06 Stjörnurnar mættu á Hatrið Heimildamyndin A Song Called Hate, Hatrið á íslensku, var forsýnd með pompi og prakt í Háskólabíói í gærkvöld og mættu þónokkuð margir á sýninguna. Myndin segir frá Eurovisiongjörningi Hatara árið 2019 og því sem gerðist á bak við tjöldin í Ísrael og Palestínu. 26. febrúar 2021 12:31 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Edduverðlaunin 2021 afhent: Gullregn sigurvegari kvöldsins Edduverðlaunin 2021, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins sem ÍKSA stendur fyrir voru veitt í kvöld. Annað árið í röð var ákveðið að fresta hátíðarhöldum og voru verðlaunin veitt í sérstökum þætti á RÚV. 3. október 2021 21:57
Hatrið sigraði á norskri kvikmyndahátíð Heimildarmyndin A Song called Hate bar sigur úr býtum á norsku kvikmyndahátíðinni Oslo Grand Pix sem fór fram um helgina. Myndin sigraði í flokknum besta norræna heimildarmyndin. 10. júní 2021 10:23
„Ég hafði einhverja tilfinningu allan tímann“ Anna Hildur Hildibrandsdóttir er ekki þjóðþekkt andlit en áhrif vinnu hennar á íslenskt menningarlíf eru gífurleg. 6. júní 2021 09:01
Sagði Hataramyndina A Song Called Hate þá bestu á hátíðinni „Þessi íslenska mynd sem fjallar um ákvörðun íslensku hljómsveitarinnar í Eurovision 2019 að veifa palestínska fánanum talaði sterkast til mín,“ sagði Lisa Enroth aðspurð um bestu myndir kvikmyndahátíðarinnar Í Gautaborg. 10. mars 2021 20:06
Stjörnurnar mættu á Hatrið Heimildamyndin A Song Called Hate, Hatrið á íslensku, var forsýnd með pompi og prakt í Háskólabíói í gærkvöld og mættu þónokkuð margir á sýninguna. Myndin segir frá Eurovisiongjörningi Hatara árið 2019 og því sem gerðist á bak við tjöldin í Ísrael og Palestínu. 26. febrúar 2021 12:31