Anníe Mist eyddi hálftíma á dag í hitaþjálfun í gufubaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2021 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir er að fara að keppa á sínu fyrsta CrossFit móti síðan að hún náði þriðja sætinu á heimsleikunum í ágúst. Instagram/@anniethorisdottir Þegar þú býrð í kuldanum á Íslandi en ert á leið út til Texas til að keppa í miklum hita og miklum raka þá er um að gera að finna leið til þess að undirbúa sig. Anníe Mist Þórisdóttir er komin til Texas í Bandaríkjunum þar sem hún hefur keppni á Rogue Invitational CrossFit mótinu í dag en áður en hún lagði af stað yfir Atlantshafið þá tók hún upp myndband sem sýnir hvað hún borðar á einum degi. Anníe er þarna að fara yfir mataræði sitt stuttu fyrir stórmót en Rogue Invitational er eitt stærsta CrossFit mót ársins og fyrsta mótið sem Anníe tekur þátt í síðan hún vann brons á heimsleikunum í Madison í ágústbyrjun. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe fer yfir allan daginn allt frá því hvað hún fær sér í morgunverð, hvernig hún æfir, borðar á milli æfinga og fer yfir allan daginn hjá sér þar til að hún endar daginn í faðmi fjölskyldunnar um kvöldið. Anníe ræðir líka þarna hvaða vítamín og fæðubótarefni hún tekur inn með matnum. Myndbandið var tekið upp tveimur dögum áður en hún flaug út. Freyja Mist er að sjálfsögðu í stóru hlutverki við matarborðið og er dugleg að borða hafragrautinn á morgnanna eins og mamma sín. Anníe segir líka frá því að Freyja sé nýbyrjuð hjá dagmömmu en það hefur líka haft það í för með sér að hún hefur verið mikið veik síðustu daga. Þetta er líka smá sýnishorn inn í lífið hjá Anníe og hvað hún þarf mikið að hugsa um hvað fer ofan í hana þegar hún er í stífum undirbúningi fyrir mót. Það er hugsað fyrir öllu og Anníe, sem þessi miklu reynslubolti sem hún er orðin, hefur lært mikið á sig sjálfa öll þessi ár í CrossFit íþróttinni. Í myndbandinu má einnig sjá Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem æfði með Anníe síðustu vikurnar og er líka komin til Bandaríkjanna til að taka þátt í Rogue Invitational mótinu. Anníe segir líka hvernig hún undirbjó sig fyrir hitann í Texas með því að eyða hálftíma í gufubaði eftir æfingu til að venja líkamann við að vera í miklum hita og raka. Þetta var níundi dagurinn hennar í hitaæfingunni eins og hún kallaði það á ensku. Hér fyrir neðan má sjá þetta innlit í einn dag hjá Anníe Mist. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=dmHHdV-ETVQ">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir er komin til Texas í Bandaríkjunum þar sem hún hefur keppni á Rogue Invitational CrossFit mótinu í dag en áður en hún lagði af stað yfir Atlantshafið þá tók hún upp myndband sem sýnir hvað hún borðar á einum degi. Anníe er þarna að fara yfir mataræði sitt stuttu fyrir stórmót en Rogue Invitational er eitt stærsta CrossFit mót ársins og fyrsta mótið sem Anníe tekur þátt í síðan hún vann brons á heimsleikunum í Madison í ágústbyrjun. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe fer yfir allan daginn allt frá því hvað hún fær sér í morgunverð, hvernig hún æfir, borðar á milli æfinga og fer yfir allan daginn hjá sér þar til að hún endar daginn í faðmi fjölskyldunnar um kvöldið. Anníe ræðir líka þarna hvaða vítamín og fæðubótarefni hún tekur inn með matnum. Myndbandið var tekið upp tveimur dögum áður en hún flaug út. Freyja Mist er að sjálfsögðu í stóru hlutverki við matarborðið og er dugleg að borða hafragrautinn á morgnanna eins og mamma sín. Anníe segir líka frá því að Freyja sé nýbyrjuð hjá dagmömmu en það hefur líka haft það í för með sér að hún hefur verið mikið veik síðustu daga. Þetta er líka smá sýnishorn inn í lífið hjá Anníe og hvað hún þarf mikið að hugsa um hvað fer ofan í hana þegar hún er í stífum undirbúningi fyrir mót. Það er hugsað fyrir öllu og Anníe, sem þessi miklu reynslubolti sem hún er orðin, hefur lært mikið á sig sjálfa öll þessi ár í CrossFit íþróttinni. Í myndbandinu má einnig sjá Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem æfði með Anníe síðustu vikurnar og er líka komin til Bandaríkjanna til að taka þátt í Rogue Invitational mótinu. Anníe segir líka hvernig hún undirbjó sig fyrir hitann í Texas með því að eyða hálftíma í gufubaði eftir æfingu til að venja líkamann við að vera í miklum hita og raka. Þetta var níundi dagurinn hennar í hitaæfingunni eins og hún kallaði það á ensku. Hér fyrir neðan má sjá þetta innlit í einn dag hjá Anníe Mist. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=dmHHdV-ETVQ">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sjá meira