Rooney sakar leikmenn United um leti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. október 2021 08:01 Wayne Rooney fannst erfitt að horfa á leik Manchester United og Liverpool. getty/Nick Taylor Wayne Rooney, markahæsti leikmaður í sögu Manchester United, sakar leikmenn liðsins um að leggja sig ekki nógu mikið fram. Illa hefur gengið hjá United að undanförnu og á sunnudaginn tapaði liðið 0-5 fyrir Liverpool á Old Trafford. Knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær hefur fengið mikla gagnrýni en Rooney segir að leikmenn United beri líka mikla ábyrgð á genginu. Hann var ekki hrifinn af frammistöðu þeirra gegn Liverpool. „Leikmennirnir verða að líta í eigin barm. Það er of auðvelt að klína öllu á stjórann þegar þessir leikmenn fá mjög vel borgað til að vinna vinnuna sína en gera það ekki nógu vel,“ sagði Rooney sem er knattspyrnustjóri Derby County, botnliðs ensku B-deildarinnar. „Það er mikil ábyrgð á herðum þessara leikmanna. Þetta eru landsliðsmenn, leikmenn í heimsklassa og félag eins og Manchester United þarf meira. Þessum leikmönnum á að sárna þegar liðið tapar.“ Rooney segir að leikmenn United verði að sýna meiri vilja og dugnað í leikjum en þeir hafa gert að undanförnu. „Það eru miklar kröfur hjá þessu félagi og mikil pressa. Ég sé of marga leikmenn sem eru ekki tilbúnir að hlaupa til baka, verjast og leggja allt í þetta og það er ekki boðlegt. Er það sök stjórans eða leikmannanna? Ég veit það ekki,“ sagði Rooney. Hann segir að munurinn á United og Liverpool liggi ekki síst í vinnuframlagi leikmanna liðanna. „Það var ekki auðvelt að horfa á leikinn gegn Liverpool. Þeir eru með stórkostlegt lið, svipað og United þegar kemur að heimsklassa leikmönnum og eru sennilega með besta leikmann heims um þessar mundir, Mohamed Salah. Eini munurinn er að þeir leggja mikið á sig þegar þeir eru ekki með boltann,“ sagði Rooney. Næsti leikur United er gegn Tottenham á morgun. United er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira
Illa hefur gengið hjá United að undanförnu og á sunnudaginn tapaði liðið 0-5 fyrir Liverpool á Old Trafford. Knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær hefur fengið mikla gagnrýni en Rooney segir að leikmenn United beri líka mikla ábyrgð á genginu. Hann var ekki hrifinn af frammistöðu þeirra gegn Liverpool. „Leikmennirnir verða að líta í eigin barm. Það er of auðvelt að klína öllu á stjórann þegar þessir leikmenn fá mjög vel borgað til að vinna vinnuna sína en gera það ekki nógu vel,“ sagði Rooney sem er knattspyrnustjóri Derby County, botnliðs ensku B-deildarinnar. „Það er mikil ábyrgð á herðum þessara leikmanna. Þetta eru landsliðsmenn, leikmenn í heimsklassa og félag eins og Manchester United þarf meira. Þessum leikmönnum á að sárna þegar liðið tapar.“ Rooney segir að leikmenn United verði að sýna meiri vilja og dugnað í leikjum en þeir hafa gert að undanförnu. „Það eru miklar kröfur hjá þessu félagi og mikil pressa. Ég sé of marga leikmenn sem eru ekki tilbúnir að hlaupa til baka, verjast og leggja allt í þetta og það er ekki boðlegt. Er það sök stjórans eða leikmannanna? Ég veit það ekki,“ sagði Rooney. Hann segir að munurinn á United og Liverpool liggi ekki síst í vinnuframlagi leikmanna liðanna. „Það var ekki auðvelt að horfa á leikinn gegn Liverpool. Þeir eru með stórkostlegt lið, svipað og United þegar kemur að heimsklassa leikmönnum og eru sennilega með besta leikmann heims um þessar mundir, Mohamed Salah. Eini munurinn er að þeir leggja mikið á sig þegar þeir eru ekki með boltann,“ sagði Rooney. Næsti leikur United er gegn Tottenham á morgun. United er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira