Hanknattleiksdeild Selfoss sendi frá sér tilkynningu á samfélagsmiðlum í dag þar sem kom fram að öllum æfingum dagsins hafi verið frestað og að félagið bíði eftir frekari upplýsingum frá smitrakningarteymi.
Nokkrum klukkustundum síðar birtist önnur tilkynning þar sem fram kom að leik liðsins gegn Gróttu í Olís-deild karla, sem átti að fara fram á morgun, hafi verið frestað. Leikurinn verður leikinn næstkomandi fimmtudag ef allt gengur eftir.
Smit handknattleiksdeildarinnar eru rekinn til hópsmits sem kom upp í Fjölbrautaskóla Suðurlands, FSu, en ungmennalið Selfoss átti að mæta ungmennaliði Hauka í Grill66 deildinni í gær. Þeim leik var einnig frestað.