„Kemur ekki inn í svona leik með svona frammistöðu og ætlast til að góðir hlutir gerist“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2021 21:57 Bjarni Magnússon hefði viljað sjá Haukana sína spila miklu betur í fyrri hálfleik gegn Brno. vísir/vilhelm Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar ósáttur með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik gegn Brno í Evrópubikarnum í kvöld. Haukar voru 19-45 undir í hálfleik en náðu sér betur á strik í seinni hálfleiknum sem þeir unnu, 42-35. Á endanum vann Brno nítján stiga sigur, 61-80. „Þetta var sitt hvor leikurinn. Ég var mjög óánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik. Ég var langt frá því að vera sáttur. Við vorum hægar, hálf hræddar og eins og við hefðum enga trú á verkefninu,“ sagði Bjarni við Vísi í leikslok. „Seinni hálfleikurinn var mun betri, áræðnin var meiri og þegar þeir fengum hreyfingu í sóknina gekk þetta ágætlega. En svo datt þetta niður inn á milli og var alltof hægt. Á móti þessum liðum þurfum við að halda uppi meiri hraða og færa boltann milli kanta.“ Bjarni var sérstaklega svekktur með frammistöðuna í fyrri hálfleik miðað við hvernig Haukar spiluðu í þeim seinni. Hann hefði viljað sjá lykilmenn liðsins gera meira. „Þetta var alls ekki það sem við ætluðum að koma með í dag. Ég skil ekki hvar við vorum andlega. Og þessir lykilmenn hjá okkur sem ætla og vilja gera stóra hluta og spila um titla, þú kemur ekki inn í svona leik með svona frammistöðu og ætlast til að góðir hlutir gerist,“ sagði Bjarni. En hvað breyttist til batnaðar hjá Haukum í seinni hálfleik? „Við vorum áræðnari og grimmari í vörninni. Við héldum mönnum fyrir framan okkur sem gekk ekki í fyrri hálfleik. Þær löbbuðu allar framhjá okkur í einn á einn vörninni en hún varð aðeins betri,“ sagði Bjarni. „Svo komu kaflar í sókninni þar sem við færðum boltann betur og þá fengum við betri skot. Heilt yfir hittum við ekki vel en það er eins og það er. En frammistaðan í seinni hálfleik var góð og þess vegna er ennþá meira svekkjandi hvað fyrri hálfleikurinn var dapur.“ Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Brno 61-80 | Skaðinn skeður í hálfleik Haukar töpuðu fyrir Brno frá Tékklandi, 61-80, í þriðja leik sínum í L-riðli Evrópubikars kvenna í körfubolta í kvöld. Haukar hafa tapað öllum leikjum sínum í riðlinum. 28. október 2021 21:45 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira
Haukar voru 19-45 undir í hálfleik en náðu sér betur á strik í seinni hálfleiknum sem þeir unnu, 42-35. Á endanum vann Brno nítján stiga sigur, 61-80. „Þetta var sitt hvor leikurinn. Ég var mjög óánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik. Ég var langt frá því að vera sáttur. Við vorum hægar, hálf hræddar og eins og við hefðum enga trú á verkefninu,“ sagði Bjarni við Vísi í leikslok. „Seinni hálfleikurinn var mun betri, áræðnin var meiri og þegar þeir fengum hreyfingu í sóknina gekk þetta ágætlega. En svo datt þetta niður inn á milli og var alltof hægt. Á móti þessum liðum þurfum við að halda uppi meiri hraða og færa boltann milli kanta.“ Bjarni var sérstaklega svekktur með frammistöðuna í fyrri hálfleik miðað við hvernig Haukar spiluðu í þeim seinni. Hann hefði viljað sjá lykilmenn liðsins gera meira. „Þetta var alls ekki það sem við ætluðum að koma með í dag. Ég skil ekki hvar við vorum andlega. Og þessir lykilmenn hjá okkur sem ætla og vilja gera stóra hluta og spila um titla, þú kemur ekki inn í svona leik með svona frammistöðu og ætlast til að góðir hlutir gerist,“ sagði Bjarni. En hvað breyttist til batnaðar hjá Haukum í seinni hálfleik? „Við vorum áræðnari og grimmari í vörninni. Við héldum mönnum fyrir framan okkur sem gekk ekki í fyrri hálfleik. Þær löbbuðu allar framhjá okkur í einn á einn vörninni en hún varð aðeins betri,“ sagði Bjarni. „Svo komu kaflar í sókninni þar sem við færðum boltann betur og þá fengum við betri skot. Heilt yfir hittum við ekki vel en það er eins og það er. En frammistaðan í seinni hálfleik var góð og þess vegna er ennþá meira svekkjandi hvað fyrri hálfleikurinn var dapur.“
Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Brno 61-80 | Skaðinn skeður í hálfleik Haukar töpuðu fyrir Brno frá Tékklandi, 61-80, í þriðja leik sínum í L-riðli Evrópubikars kvenna í körfubolta í kvöld. Haukar hafa tapað öllum leikjum sínum í riðlinum. 28. október 2021 21:45 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira
Umfjöllun: Haukar - Brno 61-80 | Skaðinn skeður í hálfleik Haukar töpuðu fyrir Brno frá Tékklandi, 61-80, í þriðja leik sínum í L-riðli Evrópubikars kvenna í körfubolta í kvöld. Haukar hafa tapað öllum leikjum sínum í riðlinum. 28. október 2021 21:45