Alþjóðabankinn stöðvar fjárhagsaðstoð til Súdan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. október 2021 16:39 David Malpass, forseti Alþjóðabankans, sagði í yfirlýsingu í dag að hann hefði miklar áhyggjur af ástandinu í Súdan og áhrifunum sem það hefði á efnahagsþróun landsins. Getty/Samuel Corum Alþjóðabankinn og hefur nú stöðvað fjárhagsaðstoð til Súdan eftir að herinn framdi þar valdarán á mánudag og handtók nokkra ráðherra landsins. Einingarsamtök Afríku hafa sömuleiðis ákveðið að stöðva fjárhagsaðstoð til landsins og þrýsta þar með á herinn að skila völdunum aftur til borgara. Miklar óeirðir hafa verið á götum súdanskra borga undanfarna daga og hafa að minnsta kosti tíu manns fallið í átökum við öryggissveitir hersins samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Yfirherforinginn Abdel Fattah al-Burhan leysti upp ríkisráð hers og almennings, sem sett var á laggirnar til að tryggja að lýðræðislegar kosningar færu fram í landinu eftir að einræðisherranum Omar al-Bashir var steypt af stóli í apríl 2019. Burhan vill meina að herinn hafi neyðst til að taka völd til að koma í veg fyrir borgarstyrjöld en samkvæmt frétt Reuters gæti ákvörðun Alþjóðabankans um að stöðva fjárhagsaðstoðina til landsins orðið gífurlegt högg fyrir áætlanir Burhans en Súdan er eitt fátækasta land Afríku. Eftir að hafa verið alveg lokað af fyrir fjárhagsstuðningi alþjóðasamfélagsins á þriggja áratuga valdatíð Bashirs fékk Súdan loks fulla fjárstyrki frá Alþjóðabankanum frá og með marsmánuði síðastliðnum. Síðan þá hefur ríkið fengið meira en tvo milljarða bandaríkjadala í fjárstuðning frá stofnuninni. „Ég hef miklar áhyggjur af atburðunum í Súdan og ég hræðist að þeir muni hafa gríðarleg neikvæð áhrif á félagslegan og efnahagslegan bata og þróun landsins,“ sagði David Malpass forseti Alþjóðabankans í yfirlýsingu í dag. „Við vonum að friður náist að nýju og að lýðræði komist á í landinu til þess að efnahagsþróun Súdans komist aftur á skrið og landið geti tekið sitt réttmæta sæti í alþjóðlega efnahagssamfélaginu.“ Abdalla Hamdok, forsætisráðherra landsins, stærði sig mikið af því í vor að náðst hafi samkomulag við Alþjóðabankann og gerði það dagljóst að landið stólaði á styrki frá bankanum til að fjármagna metnaðarfulla innviðauppbyggingu. Þá hafði ríkisstjórnin gripið til drastískra efnahagsaðgerða, sem gerðu það að verkum að ríkið gat afmáð að hluta til skuldir almennings og samningur um fjárhagsstuðning frá Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var endurnýjaður. Súdan Alþjóðabankinn Tengdar fréttir Loka fyrir flugumferð og forsætisráðherrann sagður heill á húfi Flugmálastofnun Súdan hefur lokað fyrir alla umferð um alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Khartoum þar til á laugardag vegna ástandsins sem ríkir í landinu. Súdönsk lofthelgi er þó enn opin hjáumferð. 26. október 2021 16:36 Bandaríkin fordæma valdaránið og krefjast þess að ráðherrum sé sleppt Bandaríkjamenn hafa fordæmt valdaránið í Súdan en í gær tóku yfirmenn hersins völdin í landinu af bráðabirgðastjórn sem komið var á eftir fall einræðisherrans Omars al-Bashir árið 2019. 26. október 2021 07:07 Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. 25. október 2021 16:16 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Einingarsamtök Afríku hafa sömuleiðis ákveðið að stöðva fjárhagsaðstoð til landsins og þrýsta þar með á herinn að skila völdunum aftur til borgara. Miklar óeirðir hafa verið á götum súdanskra borga undanfarna daga og hafa að minnsta kosti tíu manns fallið í átökum við öryggissveitir hersins samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Yfirherforinginn Abdel Fattah al-Burhan leysti upp ríkisráð hers og almennings, sem sett var á laggirnar til að tryggja að lýðræðislegar kosningar færu fram í landinu eftir að einræðisherranum Omar al-Bashir var steypt af stóli í apríl 2019. Burhan vill meina að herinn hafi neyðst til að taka völd til að koma í veg fyrir borgarstyrjöld en samkvæmt frétt Reuters gæti ákvörðun Alþjóðabankans um að stöðva fjárhagsaðstoðina til landsins orðið gífurlegt högg fyrir áætlanir Burhans en Súdan er eitt fátækasta land Afríku. Eftir að hafa verið alveg lokað af fyrir fjárhagsstuðningi alþjóðasamfélagsins á þriggja áratuga valdatíð Bashirs fékk Súdan loks fulla fjárstyrki frá Alþjóðabankanum frá og með marsmánuði síðastliðnum. Síðan þá hefur ríkið fengið meira en tvo milljarða bandaríkjadala í fjárstuðning frá stofnuninni. „Ég hef miklar áhyggjur af atburðunum í Súdan og ég hræðist að þeir muni hafa gríðarleg neikvæð áhrif á félagslegan og efnahagslegan bata og þróun landsins,“ sagði David Malpass forseti Alþjóðabankans í yfirlýsingu í dag. „Við vonum að friður náist að nýju og að lýðræði komist á í landinu til þess að efnahagsþróun Súdans komist aftur á skrið og landið geti tekið sitt réttmæta sæti í alþjóðlega efnahagssamfélaginu.“ Abdalla Hamdok, forsætisráðherra landsins, stærði sig mikið af því í vor að náðst hafi samkomulag við Alþjóðabankann og gerði það dagljóst að landið stólaði á styrki frá bankanum til að fjármagna metnaðarfulla innviðauppbyggingu. Þá hafði ríkisstjórnin gripið til drastískra efnahagsaðgerða, sem gerðu það að verkum að ríkið gat afmáð að hluta til skuldir almennings og samningur um fjárhagsstuðning frá Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var endurnýjaður.
Súdan Alþjóðabankinn Tengdar fréttir Loka fyrir flugumferð og forsætisráðherrann sagður heill á húfi Flugmálastofnun Súdan hefur lokað fyrir alla umferð um alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Khartoum þar til á laugardag vegna ástandsins sem ríkir í landinu. Súdönsk lofthelgi er þó enn opin hjáumferð. 26. október 2021 16:36 Bandaríkin fordæma valdaránið og krefjast þess að ráðherrum sé sleppt Bandaríkjamenn hafa fordæmt valdaránið í Súdan en í gær tóku yfirmenn hersins völdin í landinu af bráðabirgðastjórn sem komið var á eftir fall einræðisherrans Omars al-Bashir árið 2019. 26. október 2021 07:07 Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. 25. október 2021 16:16 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Loka fyrir flugumferð og forsætisráðherrann sagður heill á húfi Flugmálastofnun Súdan hefur lokað fyrir alla umferð um alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Khartoum þar til á laugardag vegna ástandsins sem ríkir í landinu. Súdönsk lofthelgi er þó enn opin hjáumferð. 26. október 2021 16:36
Bandaríkin fordæma valdaránið og krefjast þess að ráðherrum sé sleppt Bandaríkjamenn hafa fordæmt valdaránið í Súdan en í gær tóku yfirmenn hersins völdin í landinu af bráðabirgðastjórn sem komið var á eftir fall einræðisherrans Omars al-Bashir árið 2019. 26. október 2021 07:07
Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. 25. október 2021 16:16
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“