Fara í hvert einasta atvinnuhúsnæði og kortleggja búsetu fólks Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. október 2021 11:59 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Fulltrúar slökkviliðs munu á næstu mánuðum fara í hvert einasta atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og kortleggja búsetu fólks. Ráðist er í verkefnið í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg og slökkviliðsstjóri segir markmiðið að tryggja öryggi þeirra sem búa í slíku húsnæði. Fulltrúar slökkviliðs verða þó ekki einir á ferðinni þar sem um er að ræða víðtækt samstarfsverkefni sem Alþýðusamband Íslands og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun koma meðal annars að. Hópur eftirlitsfulltrúa mun fara í atvinnuhúsnæði og ræða við fólk sem þar er búsett um ástand brunavarna og félagslegar aðstæður þess. Þannig verður hægt að kortleggja hvar, hversu margir og við hvaða aðstæður fólkið býr. Þetta er liður í úrbótatillögum stjórnvalda sem settar voru fram kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg í fyrra þar sem þrjú létust. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir verkefnið afar mikilvægt. „Maður skynjar að það sé vilji hjá stjórnvöldum að huga að breytingum á lögum og reglugerðum þannig að við getum beitt okkur betur í að tryggja öryggi þeirra sem búa hér á landi. Það hafa verið ákveðnir öruðgleikar í því að geta gengið fram með nægilega beinskeittum hætti,“ segir Jón Viðar. Þrjú létust í brunanum sem kom upp í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um brunann kom fram að brunavarnir hafi ekki verið í samræmi við lög.vísir/Vilhelm Með þessu eigi að fást yfirsýn áður en næstu skref verða stigin. Búseta fólks í atvinnuhúsnæði hefur áður verið kortlögð en Jón Viðar segir það ekki hafa verið gert með svo markvissum hætti. Árið 2017 reyndust um þrjú til fjögur hundruð búa í atvinnuhúsnæði og Jón Viðar telur að mögulega hafi fjölgað í hópnum. „Í mínum huga er ekkert hægt að banna fólki að búa í atvinnuhúsnæði, hverfin eru bara að þróast. En löggjöfin okkar og kerfin okkar eru ekki að tala í takt við raunveruleikann. Þess vegna þurfum við að breyta löggjöfinni og reglugerðum þannig það tali við það sem er að gerast í samfélaginu. Og þá höfum við meiri og betri úrræði til að tryggja að þeir sem búa í atvinnuhúsnæði búi við sama öryggi og þeir sem búa í íbúð,“ segir Jón Viðar. Gert er ráð fyrir að kortlagningin taki um þrjá mánuði og gæti niðurstöðu verið að vænta eftir um fjóra mánuði. Vefsíðan Home Safety hefur verið sett í loftið sem hluti af kynningarefni verkefnisins og er þar hægt að nálgast upplýsingar um það á sex tungumálum. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Húsnæðismál Slysavarnir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira
Fulltrúar slökkviliðs verða þó ekki einir á ferðinni þar sem um er að ræða víðtækt samstarfsverkefni sem Alþýðusamband Íslands og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun koma meðal annars að. Hópur eftirlitsfulltrúa mun fara í atvinnuhúsnæði og ræða við fólk sem þar er búsett um ástand brunavarna og félagslegar aðstæður þess. Þannig verður hægt að kortleggja hvar, hversu margir og við hvaða aðstæður fólkið býr. Þetta er liður í úrbótatillögum stjórnvalda sem settar voru fram kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg í fyrra þar sem þrjú létust. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir verkefnið afar mikilvægt. „Maður skynjar að það sé vilji hjá stjórnvöldum að huga að breytingum á lögum og reglugerðum þannig að við getum beitt okkur betur í að tryggja öryggi þeirra sem búa hér á landi. Það hafa verið ákveðnir öruðgleikar í því að geta gengið fram með nægilega beinskeittum hætti,“ segir Jón Viðar. Þrjú létust í brunanum sem kom upp í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um brunann kom fram að brunavarnir hafi ekki verið í samræmi við lög.vísir/Vilhelm Með þessu eigi að fást yfirsýn áður en næstu skref verða stigin. Búseta fólks í atvinnuhúsnæði hefur áður verið kortlögð en Jón Viðar segir það ekki hafa verið gert með svo markvissum hætti. Árið 2017 reyndust um þrjú til fjögur hundruð búa í atvinnuhúsnæði og Jón Viðar telur að mögulega hafi fjölgað í hópnum. „Í mínum huga er ekkert hægt að banna fólki að búa í atvinnuhúsnæði, hverfin eru bara að þróast. En löggjöfin okkar og kerfin okkar eru ekki að tala í takt við raunveruleikann. Þess vegna þurfum við að breyta löggjöfinni og reglugerðum þannig það tali við það sem er að gerast í samfélaginu. Og þá höfum við meiri og betri úrræði til að tryggja að þeir sem búa í atvinnuhúsnæði búi við sama öryggi og þeir sem búa í íbúð,“ segir Jón Viðar. Gert er ráð fyrir að kortlagningin taki um þrjá mánuði og gæti niðurstöðu verið að vænta eftir um fjóra mánuði. Vefsíðan Home Safety hefur verið sett í loftið sem hluti af kynningarefni verkefnisins og er þar hægt að nálgast upplýsingar um það á sex tungumálum.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Húsnæðismál Slysavarnir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira