Lífið

Stórskrýtið „flashmob“ atriði Steinda og Sögu í Kringlunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sérstakt flash mob-atriði í Kringlunni sem vakti þónokkra lukku í þættinum á föstudaginn. 
Sérstakt flash mob-atriði í Kringlunni sem vakti þónokkra lukku í þættinum á föstudaginn.  Stöð 2

Skemmtiþættirnir Stóra sviðið hófu göngu sína á Stöð 2 í gær. Í þáttunum eiga þeir Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar Steinþórsson, iðulega þekktir sem Auddi og Steindi, að leysa ýmsar þrautir í samvinnu við gesti þáttanna.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er stjórnandi þáttanna, sem eru teknir upp fyrir framan áhorfendur í sal.

Meðal verkefna sem lögð voru fyrir í fyrsta þætti var að liðin áttu að gera listaverk.

Steindi var í liði með Sögu Garðarsdóttur í fyrsta þættinum og settu þau á svið svokallað flash mob í Kringlunni.

Atriðið var vægast sagt einkennilegt og heppnaðist sennilega ekki alveg eins og planið var upphaflega. Dansað var undir laginu We Will Rock You með Queen og má sjá afraksturinn hér að neðan.

Klippa: Flash-mob atriði Steinda og Sögu Garðars

Tengdar fréttir

Stóra sviðið: Sjáðu stutt­myndir Audda og Steinda

Skemmtiþættirnir Stóra sviðið hófu göngu sína á Stöð 2 í gær. Í þáttunum eiga þeir Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar Steinþórsson, iðulega þekktir sem Auddi og Steindi, að leysa ýmsar þrautir í samvinnu við gesti þáttanna.

Þáttur fyrir alla fjölskylduna: „Þetta er vönduð vitleysa“

Þátturinn Stóra sviðið fer af stað á Stöð 2 í kvöld. Hér er á ferðinni nýr fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki. Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×