Abd al-Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, greindi frá þessu í gær. „Egyptaland hefur orðið vin öryggis og stöðugleika í heimshlutanum þökk sé hins stórkostlega fólks og trúrra manna. Ég hef því ákveðið að framlengja ekki því neyðarástandi sem ríkir í landinu,“ sagði al-Sisi á landinu.
Árásirnar á koptísku kirkjurnar voru gerðar í apríl 2017, en alls fórust 45 manns í árásunum. Koptíska kirkjan er stærsta kristna kirkjan þar í landi og voru það hryðjuverkasamtökin Ríki íslams sem lýsti yfir ábyrgð á árásunum.
Neyðarástandið hefur meðal annars falið í sér auknar heimildir til lögreglu og skerðingar á funda- og tjáningarfrelsi Egypta.
Egyptar hafa um árabil átt í stríði við íslamista með tengsl við Ríki íslams, sér í lagi á norðurhluta Sinaiskaga og svo í eyðimörkinni í Líbíu.
Mannréttindasamtök hafa mörg sagt egypsk stjórnvöld hafa nýtt sér neyðarástandið í landinu til að þagga niður í stjórnarandstæðingum.