Ástæðurnar fyrir lélegri pressu United-liðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2021 11:31 Leikmenn Manchester United virka ráðalausir þegar þeir pressa. getty/Ash Donelon Ole Gunnar Solskjær leggur litla áhersla á að æfa pressu á æfingum Manchester United. Þetta kemur eflaust engum sem horfir reglulega á liðið á óvart. United steinlá fyrir Liverpool, 0-5, í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Leikmenn Liverpool áttu ekki í neinum vandræðum með að spila sig í gegnum málamyndarpressu United-manna eins og sást í mörkunum fimm. Fleiri lið hafa leyst pressu United án þess að hafa mikið fyrir því á þessu tímabili. Í grein The Athletic um ástandið hjá United segir að leikmenn liðsins hafi fengið þau skilaboð frá Solskjær að þeir ættu að pressa framarlega gegn Liverpool en þeir vissu ekki nákvæmlega hvernig þeir áttu að framkvæma pressuna. Lítil áhersla er lögð á að æfa pressu á æfingum United og aðalskilaboðin eru að maðurinn sem er næst boltanum pressar á meðan hinir bakka og koma sér í stöður. Margoft í leik gerist það að leikmenn United hlaupa í átt að andstæðingi til að pressa en engir samherjar fylgja með og restin af liðinu er illa staðsett. Í leiknum gegn Liverpool pressaði Bruno Fernandes oft upp á eigin spýtur og skildi Scott McTominay og Fred eftir gegn þremur miðjumönnum Liverpool. Þrátt fyrir slæmt gengi að undanförnu og að leikmenn United séu farnir að efast um getu Solskjærs sem stjóra er fastlega búist við því að hann stýri liðinu gegn Tottenham á útivelli á laugardaginn. United hefur aðeins unnið þrjá af síðustu níu leikjum sínum í öllum keppnum, alla á dramatískan hátt á lokamínútunum. Enski boltinn Tengdar fréttir Zidane sagður ekki hafa áhuga á að taka við Manchester United Zinedine Zidane verður ekki næsti knattspyrnustjóri Manchester United fari svo að United ákveði að láta Ole Gunnar Solskjær fara. 26. október 2021 09:51 Mjög líklegt að Solskjær stýri United gegn Tottenham Ole Gunnar Solskjær verður áfram knattspyrnustjóri Manchester United, allavega um sinn, og stýrir liðinu gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Leikmenn United hafa þó margir hverjir misst trúna á honum. 26. október 2021 08:00 Sinnuleysi eiganda Man United ástæða slæms gengis félagsins undanfarin ár Mark Ogden, skríbent á íþróttavef ESPN, telur sinnuleysi Glazer-fjölskyldunnar – eigenda enska knattspyrnuliðsins Manchester United – vera helsta ástæða slæms gengis hjá félaginu. 26. október 2021 07:01 Salah með fleiri mörk á Old Trafford á árinu en allir leikmenn United nema einn Árið 2021 hefur svo sannarlega verið ár egypska kóngsins á Old Trafford í Manchester. 25. október 2021 15:31 Segir að Pogba eigi aldrei aftur að spila fyrir United Paul Scholes segir að Paul Pogba eigi aldrei aftur að spila fyrir Manchester United eftir hræðilega innkomu hans í 0-5 tapinu fyrir Liverpool í gær. 25. október 2021 14:01 Neville heldur að Solskjær verði ekki rekinn Pressan á Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, eftir tapið stóra fyrir Liverpool verður óbærileg segir Gary Neville. Þrátt fyrir það telur hann að Solskjær verði áfram við stjórnvölinn hjá United. 25. október 2021 08:30 „Líður ekki of illa með að segja að United þurfi betri stjóra“ Jamie Carragher segir augljóst að Manchester United þurfi betri knattspyrnustjóra en Ole Gunnar Solskjær. 25. október 2021 07:23 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira
United steinlá fyrir Liverpool, 0-5, í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Leikmenn Liverpool áttu ekki í neinum vandræðum með að spila sig í gegnum málamyndarpressu United-manna eins og sást í mörkunum fimm. Fleiri lið hafa leyst pressu United án þess að hafa mikið fyrir því á þessu tímabili. Í grein The Athletic um ástandið hjá United segir að leikmenn liðsins hafi fengið þau skilaboð frá Solskjær að þeir ættu að pressa framarlega gegn Liverpool en þeir vissu ekki nákvæmlega hvernig þeir áttu að framkvæma pressuna. Lítil áhersla er lögð á að æfa pressu á æfingum United og aðalskilaboðin eru að maðurinn sem er næst boltanum pressar á meðan hinir bakka og koma sér í stöður. Margoft í leik gerist það að leikmenn United hlaupa í átt að andstæðingi til að pressa en engir samherjar fylgja með og restin af liðinu er illa staðsett. Í leiknum gegn Liverpool pressaði Bruno Fernandes oft upp á eigin spýtur og skildi Scott McTominay og Fred eftir gegn þremur miðjumönnum Liverpool. Þrátt fyrir slæmt gengi að undanförnu og að leikmenn United séu farnir að efast um getu Solskjærs sem stjóra er fastlega búist við því að hann stýri liðinu gegn Tottenham á útivelli á laugardaginn. United hefur aðeins unnið þrjá af síðustu níu leikjum sínum í öllum keppnum, alla á dramatískan hátt á lokamínútunum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Zidane sagður ekki hafa áhuga á að taka við Manchester United Zinedine Zidane verður ekki næsti knattspyrnustjóri Manchester United fari svo að United ákveði að láta Ole Gunnar Solskjær fara. 26. október 2021 09:51 Mjög líklegt að Solskjær stýri United gegn Tottenham Ole Gunnar Solskjær verður áfram knattspyrnustjóri Manchester United, allavega um sinn, og stýrir liðinu gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Leikmenn United hafa þó margir hverjir misst trúna á honum. 26. október 2021 08:00 Sinnuleysi eiganda Man United ástæða slæms gengis félagsins undanfarin ár Mark Ogden, skríbent á íþróttavef ESPN, telur sinnuleysi Glazer-fjölskyldunnar – eigenda enska knattspyrnuliðsins Manchester United – vera helsta ástæða slæms gengis hjá félaginu. 26. október 2021 07:01 Salah með fleiri mörk á Old Trafford á árinu en allir leikmenn United nema einn Árið 2021 hefur svo sannarlega verið ár egypska kóngsins á Old Trafford í Manchester. 25. október 2021 15:31 Segir að Pogba eigi aldrei aftur að spila fyrir United Paul Scholes segir að Paul Pogba eigi aldrei aftur að spila fyrir Manchester United eftir hræðilega innkomu hans í 0-5 tapinu fyrir Liverpool í gær. 25. október 2021 14:01 Neville heldur að Solskjær verði ekki rekinn Pressan á Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, eftir tapið stóra fyrir Liverpool verður óbærileg segir Gary Neville. Þrátt fyrir það telur hann að Solskjær verði áfram við stjórnvölinn hjá United. 25. október 2021 08:30 „Líður ekki of illa með að segja að United þurfi betri stjóra“ Jamie Carragher segir augljóst að Manchester United þurfi betri knattspyrnustjóra en Ole Gunnar Solskjær. 25. október 2021 07:23 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira
Zidane sagður ekki hafa áhuga á að taka við Manchester United Zinedine Zidane verður ekki næsti knattspyrnustjóri Manchester United fari svo að United ákveði að láta Ole Gunnar Solskjær fara. 26. október 2021 09:51
Mjög líklegt að Solskjær stýri United gegn Tottenham Ole Gunnar Solskjær verður áfram knattspyrnustjóri Manchester United, allavega um sinn, og stýrir liðinu gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Leikmenn United hafa þó margir hverjir misst trúna á honum. 26. október 2021 08:00
Sinnuleysi eiganda Man United ástæða slæms gengis félagsins undanfarin ár Mark Ogden, skríbent á íþróttavef ESPN, telur sinnuleysi Glazer-fjölskyldunnar – eigenda enska knattspyrnuliðsins Manchester United – vera helsta ástæða slæms gengis hjá félaginu. 26. október 2021 07:01
Salah með fleiri mörk á Old Trafford á árinu en allir leikmenn United nema einn Árið 2021 hefur svo sannarlega verið ár egypska kóngsins á Old Trafford í Manchester. 25. október 2021 15:31
Segir að Pogba eigi aldrei aftur að spila fyrir United Paul Scholes segir að Paul Pogba eigi aldrei aftur að spila fyrir Manchester United eftir hræðilega innkomu hans í 0-5 tapinu fyrir Liverpool í gær. 25. október 2021 14:01
Neville heldur að Solskjær verði ekki rekinn Pressan á Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, eftir tapið stóra fyrir Liverpool verður óbærileg segir Gary Neville. Þrátt fyrir það telur hann að Solskjær verði áfram við stjórnvölinn hjá United. 25. október 2021 08:30
„Líður ekki of illa með að segja að United þurfi betri stjóra“ Jamie Carragher segir augljóst að Manchester United þurfi betri knattspyrnustjóra en Ole Gunnar Solskjær. 25. október 2021 07:23