Icardi-sápuóperan heldur áfram: Sundur, saman, aftur sundur og nú aftur saman Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2021 11:01 Ekki vantar dramatíkina í líf Icardi-hjónanna. getty/Jean Catuffe Sápuóperan með Icardi-hjónunum í aðalhlutverki heldur áfram. Síðustu daga hafa þau hætt saman og tekið saman á víxl og allt fyrir opnum tjöldum. Miðað við nýjustu fréttir eru þau enn hjón. Í síðustu viku sakaði Wanda Nara eiginmann sinn, Mauro Icardi, um framhjáhald og hélt til Ítalíu. Icardi elti hana þangað og þau tóku aftur saman. Nara kvaðst vera búin að fyrirgefa Icardi og sagðist ætla að verja hann fyrir áhugasömum konum. Nýjar vendingar urðu í málinu um helgina þegar Icardi fór aftur til Parísar og hætti að fylgja Nöru á Instagram. „Ég er ekki svo slæmur sóló,“ skrifaði Icardi við mynd af sér sem hann birti á Instagram.En ekki var allt búið enn og nú hafa Icardi-hjónin tekið enn eina U-beygjuna og eru byrjuð saman á ný, allavega þangað til annað kemur í ljós. Þau greina skilmerkilega frá öllum vendingum í máli sínu á Instagram og í gær skrifaði Nara færslu þar sem fram kom að þau væru áfram saman. Að sögn Nöru var hún mjög sár út í Icardi og bað hann um skilnað á hverjum einasta degi. Og þau fóru til lögfræðings og skrifuðu undir skilnaðarpappíra. En bréf frá Icardi breytti öllu.„Þá áttaði ég mig á því að ég væri ekkert án þess að vera með honum. Ég er viss um að þessir erfiðu tímar munu styrkja samband okkar og fjölskyldu. Það mikilvæga var að við höfðum bæði tækifæri til að enda átta ára samband okkar en þegar sálir okkar voru úrvinda eftir grátinn völdum við hvort annað á ný. Ég elska þig Mauro Icardi,“ skrifaði Nara. View this post on Instagram A post shared by Wanda nara (@wanda_icardi) Icardi hefur verið í fríi frá Paris Saint-Germain á meðan stormurinn í einkalífinu hefur geysað. Auk þess að vera eiginkona Icardis er Nara umboðsmaður hans. Þau eiga tvær dætur saman.Nara var áður gift öðrum argentínskum framherja, Maxi López, og áttu þau þrjá drengi saman. López og Icardi léku saman hjá Sampdoria og á þeim tíma tókust náin kynni með þeim síðarnefnda og Nöru. Hún skildi við López og giftist Icardi 2014. Franski boltinn Ástin og lífið Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Í síðustu viku sakaði Wanda Nara eiginmann sinn, Mauro Icardi, um framhjáhald og hélt til Ítalíu. Icardi elti hana þangað og þau tóku aftur saman. Nara kvaðst vera búin að fyrirgefa Icardi og sagðist ætla að verja hann fyrir áhugasömum konum. Nýjar vendingar urðu í málinu um helgina þegar Icardi fór aftur til Parísar og hætti að fylgja Nöru á Instagram. „Ég er ekki svo slæmur sóló,“ skrifaði Icardi við mynd af sér sem hann birti á Instagram.En ekki var allt búið enn og nú hafa Icardi-hjónin tekið enn eina U-beygjuna og eru byrjuð saman á ný, allavega þangað til annað kemur í ljós. Þau greina skilmerkilega frá öllum vendingum í máli sínu á Instagram og í gær skrifaði Nara færslu þar sem fram kom að þau væru áfram saman. Að sögn Nöru var hún mjög sár út í Icardi og bað hann um skilnað á hverjum einasta degi. Og þau fóru til lögfræðings og skrifuðu undir skilnaðarpappíra. En bréf frá Icardi breytti öllu.„Þá áttaði ég mig á því að ég væri ekkert án þess að vera með honum. Ég er viss um að þessir erfiðu tímar munu styrkja samband okkar og fjölskyldu. Það mikilvæga var að við höfðum bæði tækifæri til að enda átta ára samband okkar en þegar sálir okkar voru úrvinda eftir grátinn völdum við hvort annað á ný. Ég elska þig Mauro Icardi,“ skrifaði Nara. View this post on Instagram A post shared by Wanda nara (@wanda_icardi) Icardi hefur verið í fríi frá Paris Saint-Germain á meðan stormurinn í einkalífinu hefur geysað. Auk þess að vera eiginkona Icardis er Nara umboðsmaður hans. Þau eiga tvær dætur saman.Nara var áður gift öðrum argentínskum framherja, Maxi López, og áttu þau þrjá drengi saman. López og Icardi léku saman hjá Sampdoria og á þeim tíma tókust náin kynni með þeim síðarnefnda og Nöru. Hún skildi við López og giftist Icardi 2014.
Franski boltinn Ástin og lífið Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira