Víðir óttast bakslag: „Vonandi hef ég rangt fyrir mér“ Vésteinn Örn Pétursson og Snorri Másson skrifa 25. október 2021 18:53 Víðir Reynisson sést hér á einum af fjölmörgum upplýsingafundum Landlæknis og almannavarna vegna faraldursins. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að einangrun barna og þeirra sem fengið hafa bólusetningu við kórónuveirunni verði stytt. Þó liggur ekki fyrir um hversu langan tíma einangrun verður stytt. Yfirlögregluþjónn óttast að bakslag í baráttunni við veiruna sé hafið. Sem stendur gilda sömu einangrunarreglur fyrir alla. Einangrun einstaklings sem greinst hefur með Covid-19 má aflétta þegar fjórtán dagar eru liðnir frá greiningu og sjúklingur hefur verið einkennalaus í sjö daga. Í sérstökum tilvikum má læknir þó aflétta einangrun fyrir hraustan einstakling sem hefur verið með engin eða væg einkenni frá upphafi einangrunar, ef 10 dagar eru liðnir frá jákvæðu prófi og viðkomandi hefur verið einkennalaus í a.m.k. 3 daga,“ eins og segir á vef Landlæknis og almannavarna. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum sagði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að verið væri að vinna að lokatillögum um styttingu einangrunar hjá bólusettum einstaklingum. „Svo er líka stórt mál í þessu að við erum búin að vera að skoða sóttkvína og möguleikann á að stytta hana úr sjö dögum og jafnvel niður í fimm daga í ákveðnum tilfellum,“ sagði Víðir. Aðspurður sagði hann að mögulegt væri að einangrun yrði stytt úr tíu dögum niður í sjö. Nú væri það sérfræðinganna að fara yfir það. Landspítalinn býr sig undir bylgjuna Síðastliðna þrjá daga hafa samtals 214 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi. Víðir telur augljóst að blikur séu á lofti í þróun faraldursins. „Ef við skoðum bara 14 daga nýgengi, sem margir horfa til, þá erum við komin í 220 per 100 þúsund, sem er ansi hátt og erum enn á uppleið. Það eru ákveðnar blikur á loftir þarna og það hefur í sjálfu sér í tölfræðinni ekkert breyst um það að um tvö prósent þeirra sem sýkjast sem þurfa á spítalainnlögn að halda. Þannig að Landspítalinn er að undirbúa sig undir það að fá einhvern hluta af þessari bylgju til sín,“ sagði Víðir. Hann telur mikilvægt að fólk hafi persónubundnar sóttvarnir hugfastar og fari í sýnatöku ef minnstu einkenna verður vart. Hann bendir á að í löndum þar sem ástandið sé betra en hér sé grímuskylda víða, sem ekki er við lýði hér. Hann hvetur fólk til að fara áfram varlega. Óttastu bakslag? „Já, ég er hræddur um það að við séum að horfa á byrjun á slíku. Vonandi hef ég rangt fyrir mér.“ Stjórnvöld hvetja áfram til bólusetningar Stjórnvöld hafa gefið það út að yfir 34 þúsund einstaklingar yfir 12 ára aldri hafi ekki þegið bólusetningu við kórónuveirunni. „Til að verja samfélagið gegn útbreiddu smiti og auknu álagi á heilbrigðiskerfið er mikilvægt að þeir sem ekki hafa þegar verið bólusettir þiggi slíkt boð. Þá skiptir einnig miklu máli að fólk þiggi örvunarbólusetningu sem stendur hún til boða samkvæmt ráðleggingum sóttvarnalæknis,“ segir í tilkynningu sem heilbrigðisráðuneytið gaf út í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. 25. október 2021 16:17 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Sem stendur gilda sömu einangrunarreglur fyrir alla. Einangrun einstaklings sem greinst hefur með Covid-19 má aflétta þegar fjórtán dagar eru liðnir frá greiningu og sjúklingur hefur verið einkennalaus í sjö daga. Í sérstökum tilvikum má læknir þó aflétta einangrun fyrir hraustan einstakling sem hefur verið með engin eða væg einkenni frá upphafi einangrunar, ef 10 dagar eru liðnir frá jákvæðu prófi og viðkomandi hefur verið einkennalaus í a.m.k. 3 daga,“ eins og segir á vef Landlæknis og almannavarna. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum sagði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að verið væri að vinna að lokatillögum um styttingu einangrunar hjá bólusettum einstaklingum. „Svo er líka stórt mál í þessu að við erum búin að vera að skoða sóttkvína og möguleikann á að stytta hana úr sjö dögum og jafnvel niður í fimm daga í ákveðnum tilfellum,“ sagði Víðir. Aðspurður sagði hann að mögulegt væri að einangrun yrði stytt úr tíu dögum niður í sjö. Nú væri það sérfræðinganna að fara yfir það. Landspítalinn býr sig undir bylgjuna Síðastliðna þrjá daga hafa samtals 214 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi. Víðir telur augljóst að blikur séu á lofti í þróun faraldursins. „Ef við skoðum bara 14 daga nýgengi, sem margir horfa til, þá erum við komin í 220 per 100 þúsund, sem er ansi hátt og erum enn á uppleið. Það eru ákveðnar blikur á loftir þarna og það hefur í sjálfu sér í tölfræðinni ekkert breyst um það að um tvö prósent þeirra sem sýkjast sem þurfa á spítalainnlögn að halda. Þannig að Landspítalinn er að undirbúa sig undir það að fá einhvern hluta af þessari bylgju til sín,“ sagði Víðir. Hann telur mikilvægt að fólk hafi persónubundnar sóttvarnir hugfastar og fari í sýnatöku ef minnstu einkenna verður vart. Hann bendir á að í löndum þar sem ástandið sé betra en hér sé grímuskylda víða, sem ekki er við lýði hér. Hann hvetur fólk til að fara áfram varlega. Óttastu bakslag? „Já, ég er hræddur um það að við séum að horfa á byrjun á slíku. Vonandi hef ég rangt fyrir mér.“ Stjórnvöld hvetja áfram til bólusetningar Stjórnvöld hafa gefið það út að yfir 34 þúsund einstaklingar yfir 12 ára aldri hafi ekki þegið bólusetningu við kórónuveirunni. „Til að verja samfélagið gegn útbreiddu smiti og auknu álagi á heilbrigðiskerfið er mikilvægt að þeir sem ekki hafa þegar verið bólusettir þiggi slíkt boð. Þá skiptir einnig miklu máli að fólk þiggi örvunarbólusetningu sem stendur hún til boða samkvæmt ráðleggingum sóttvarnalæknis,“ segir í tilkynningu sem heilbrigðisráðuneytið gaf út í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. 25. október 2021 16:17 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. 25. október 2021 16:17