Amnesty yfirgefur Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2021 13:13 Amnesty International mun loka skrifstofum sínum í Hong Kong fyrir árslok. EPA-EFE/JEROME FAVRE Mannréttindasamtökin Amnesty International tilkynntu það í dag að þau muni loka skrifstofum sínum í Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga, sem yfirvöld í Kína komu á í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin hafa gert mannréttindasamtökum erfitt fyrir að starfa á eigin forsendum, án þess að sæta viðurlögum yfirvalda. Anjhula Mya Singh Bais, formaður alþjóðastjórnar Amnesty, sagði í yfirlýsingu í morgun að skrifstofurnar tvær muni loka fyrir árslok. Vísaði hún til þess að lögreglan í Hong Kong hafi í auknum mæli snúið spjótum sínum að mannréttindasamtökum og frjálsum fjölmiðlum sem hafi orðið til þess að meira en 35 samtök og hópar hafi leyst upp vegna laganna á þessu ári. Fréttastofa Reuters greinir frá. „Þessi erfiða ákvörðun var tekin vegna öryggislaga Hong Kong en þau hafa gert það nær ómögulegt fyrir mannréttindasamtök að starfa frjálst í Hong Kong án hættu á refsiaðgerðum,“ sagði Singh Bais í yfirlýsingunni. Hong Kong hefur í gegn um tíðina verið miðstöð mannréttinda- og góðgerðasamtaka í Asíu, hafandi verið frjálst og öruggt svæði undanfarna áratugi. Eftir að öryggislögin umdeildu voru tekin í gildi í héraðinu í fyrra hefur staðan breyst nokkuð mikið. Á þessu ári hafa til að mynda nokkur stéttafélög, fjölmiðlar og góðgerðasamtök þurft að loka dyrum sínum en önnur samtök fært starfsemi sína yfir til Taívan. Lögin breyttu héraðinu Lögin tóku gildi í Hong Kong í fyrra að frumkvæði stjórnvalda í Peking. Hong Kong hefur hingað til verið sjálfsstjórnarhérað en með þessu segja gagnrýnendur að héraðið sé nær alveg undir stjórn kínverskra stjórnvalda. Lögin voru sett í skjóli óeirða sem skuku héraðið árið 2019. Fjöldamótmæli höfðu staðið yfir í Hong Kong í marga mánuði þegar lögin voru sett og var ástæðan, að sögn stjórnvalda, þau að koma þyrfti á lögum og reglum að nýju í kjölfar óeirðanna. Lögin eru hins vegar sögð skerða réttindi borgara verulega, og mega þeir til að mynda ekki tala gegn kínverskum stjórnvöldum. Mótmælendur hafa undanfarin ár kallað eftir því að kínversk stjórnvöld standi við loforð sín um að borgin njóti frelsis, sjálfsstjórnar og sjálfstæðis í framtíðinni undir svokallaðri „eitt land, tvö kerfi,“ tilhögun. Síðan lögin tóku gildi hafa yfirvöld hins vegar sett á strangar reglur og brotið frjálsa orðræðu og réttinn til mótmæla á bak aftur. Margir aðgerðasinnar fyrir sjálfstæði hafa verið fangelsaðir eða sendir í útlegð. Hong Kong Mannréttindi Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Sjá meira
Anjhula Mya Singh Bais, formaður alþjóðastjórnar Amnesty, sagði í yfirlýsingu í morgun að skrifstofurnar tvær muni loka fyrir árslok. Vísaði hún til þess að lögreglan í Hong Kong hafi í auknum mæli snúið spjótum sínum að mannréttindasamtökum og frjálsum fjölmiðlum sem hafi orðið til þess að meira en 35 samtök og hópar hafi leyst upp vegna laganna á þessu ári. Fréttastofa Reuters greinir frá. „Þessi erfiða ákvörðun var tekin vegna öryggislaga Hong Kong en þau hafa gert það nær ómögulegt fyrir mannréttindasamtök að starfa frjálst í Hong Kong án hættu á refsiaðgerðum,“ sagði Singh Bais í yfirlýsingunni. Hong Kong hefur í gegn um tíðina verið miðstöð mannréttinda- og góðgerðasamtaka í Asíu, hafandi verið frjálst og öruggt svæði undanfarna áratugi. Eftir að öryggislögin umdeildu voru tekin í gildi í héraðinu í fyrra hefur staðan breyst nokkuð mikið. Á þessu ári hafa til að mynda nokkur stéttafélög, fjölmiðlar og góðgerðasamtök þurft að loka dyrum sínum en önnur samtök fært starfsemi sína yfir til Taívan. Lögin breyttu héraðinu Lögin tóku gildi í Hong Kong í fyrra að frumkvæði stjórnvalda í Peking. Hong Kong hefur hingað til verið sjálfsstjórnarhérað en með þessu segja gagnrýnendur að héraðið sé nær alveg undir stjórn kínverskra stjórnvalda. Lögin voru sett í skjóli óeirða sem skuku héraðið árið 2019. Fjöldamótmæli höfðu staðið yfir í Hong Kong í marga mánuði þegar lögin voru sett og var ástæðan, að sögn stjórnvalda, þau að koma þyrfti á lögum og reglum að nýju í kjölfar óeirðanna. Lögin eru hins vegar sögð skerða réttindi borgara verulega, og mega þeir til að mynda ekki tala gegn kínverskum stjórnvöldum. Mótmælendur hafa undanfarin ár kallað eftir því að kínversk stjórnvöld standi við loforð sín um að borgin njóti frelsis, sjálfsstjórnar og sjálfstæðis í framtíðinni undir svokallaðri „eitt land, tvö kerfi,“ tilhögun. Síðan lögin tóku gildi hafa yfirvöld hins vegar sett á strangar reglur og brotið frjálsa orðræðu og réttinn til mótmæla á bak aftur. Margir aðgerðasinnar fyrir sjálfstæði hafa verið fangelsaðir eða sendir í útlegð.
Hong Kong Mannréttindi Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Sjá meira