Áhorfandi þurfti að gefa Tom Brady aftur bolta sem var meira en 64 milljóna virði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2021 09:31 Áhorfandinn gefur hér boltann aftur til búningstjóra Tampa Bay liðsins en til hægri þakkar Tom Brady áhorfendum eftir leik. Samsett/AP/Jason Behnken Tom Brady varð í gær fyrsti leikstjórnandinn í sögu NFL-deildarinnar til að gefa sex hundruð snertimarkssendingar en því náði kappinn í sannfærandi 38-3 sigri Tampa Bay Buccaneers á Chicago Bears. Brady gaf þessa sögulega sendingu strax í fyrsta leikhlutanum þegar hann fann útherjann Mike Evans. Evans var aftur á móti ekki alveg með söguna á hreinu. Evans hljóp nefnilega með boltann upp í stúku og gaf einum kátum stuðningsmanni Tampa Bay Buccaneers liðsins. Brady vildi auðvitað fá boltann og búningsstjóri Tampa Bay Buccaneers fór því til áhorfandans og fékk hann til að skipta á boltum. Mike Evans accidentally gave a fan Tom Brady's 600th TD ball and the Bucs had to negotiate to get it back (via @NFLonCBS)pic.twitter.com/j0hfiBPQ1t— Bleacher Report (@BleacherReport) October 24, 2021 Sérfræðingar voru hins vegar fljótir að benda á það að áhorfandinn hefði þarna tapað að minnsta kosti fimm hundruð þúsund Bandaríkjadölum eða meira en 64 milljónum króna. Boltinn hefði líklega verið enn meira virði á endursölumarkaðu. Þarna var besti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar að ná tímamótaárangri sem ólíklegt er að nokkur annar leikstjórnandi muni ná. Brady var þegar búinn að eignast metið yfir flestar snertimarkssendingar en Drew Brees var með 571 þegar hann setti skóna upp á hillu eftir síðasta tímabil. Það voru því margir sem vildu að umræddur áhorfandi fengi miklu meira en annan bolta eða áritaða treyju frá Tom Brady. Það má búast við því að einhverjir fjölmiðlar í Tampa Bay munu ræða við hann í vikunni. Fan gets Tom Brady s 600th TD ball after Mike Evans handed it to him not realizing what it was. The Bucs staff came over to ask for it back and fan complied. Just spoke with @KenGoldin of @GoldinAuctions. Said the ball is worth $500,000 at minimum.— Darren Rovell (@darrenrovell) October 24, 2021 NFL Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Sjá meira
Brady gaf þessa sögulega sendingu strax í fyrsta leikhlutanum þegar hann fann útherjann Mike Evans. Evans var aftur á móti ekki alveg með söguna á hreinu. Evans hljóp nefnilega með boltann upp í stúku og gaf einum kátum stuðningsmanni Tampa Bay Buccaneers liðsins. Brady vildi auðvitað fá boltann og búningsstjóri Tampa Bay Buccaneers fór því til áhorfandans og fékk hann til að skipta á boltum. Mike Evans accidentally gave a fan Tom Brady's 600th TD ball and the Bucs had to negotiate to get it back (via @NFLonCBS)pic.twitter.com/j0hfiBPQ1t— Bleacher Report (@BleacherReport) October 24, 2021 Sérfræðingar voru hins vegar fljótir að benda á það að áhorfandinn hefði þarna tapað að minnsta kosti fimm hundruð þúsund Bandaríkjadölum eða meira en 64 milljónum króna. Boltinn hefði líklega verið enn meira virði á endursölumarkaðu. Þarna var besti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar að ná tímamótaárangri sem ólíklegt er að nokkur annar leikstjórnandi muni ná. Brady var þegar búinn að eignast metið yfir flestar snertimarkssendingar en Drew Brees var með 571 þegar hann setti skóna upp á hillu eftir síðasta tímabil. Það voru því margir sem vildu að umræddur áhorfandi fengi miklu meira en annan bolta eða áritaða treyju frá Tom Brady. Það má búast við því að einhverjir fjölmiðlar í Tampa Bay munu ræða við hann í vikunni. Fan gets Tom Brady s 600th TD ball after Mike Evans handed it to him not realizing what it was. The Bucs staff came over to ask for it back and fan complied. Just spoke with @KenGoldin of @GoldinAuctions. Said the ball is worth $500,000 at minimum.— Darren Rovell (@darrenrovell) October 24, 2021
NFL Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Sjá meira