Erlent

Hand­sömuðu einn al­ræmdasta glæpa­foringja Kólumbíu

Þorgils Jónsson skrifar
Lögregla og her í Kólumbíu handsamaði í dag glæpaforingjann Dairo Antonio Usuga, sem er einnig þekktur sem Otoniel.
Lögregla og her í Kólumbíu handsamaði í dag glæpaforingjann Dairo Antonio Usuga, sem er einnig þekktur sem Otoniel.

Lögregla og her í Kólumbíu handsamaði í dag einn alræmdasta glæpaforingja landsins, Dairo Antonio Usuga, sem er einnig þekktur sem Otoniel, eftir fimm ára þrotlausa leit.

Í fréttum Reuters og El Colombiano kemur fram að Otoniel þessi stýrði Clan de Golfo eiturlyfjahringnum, sem starfar í tíu af 32 héruðum landsins og taldi um 1.200 menn sem flestir komu úr skæruliðahópi öfga-hægrimanna.

Mikið var lagt uppúr að klófesta Otoniel, þar sem kólumbísk yfirvöld hétu 3 milljörðum pesosa, rúmar 100 milljónir íslenskra króna, og Bandaríkjamenn buðu enn betur með verðlaun upp á 5 milljónir dala sem jafngildir um 655 milljónum króna.

Hann náðist loks í strjálbýlu svæði við Karíbahafsströnd landsins.

Clan del Golfo hefur staðið fyrir margs konar glæpastarfsemi þar sem helst má nefna kókaínframleiðslu, peningaþvætti og ólöglegan námagröft auk þess sem samtökin hafa staðið fyrir morðum og hótunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×