Auðvelt hjá Phoenix í Englaborginni Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 23. október 2021 09:30 Chris Paul átti frábæran leik í nótt EPA-EFE/CAROLINE BREHMAN Phoenix Suns vann nokkuð auðveldan sigur 115-105 gegn Los Angeles Lakers á heimavelli þeirra síðarnefndu í nótt. Chris Paul, leikmaður Phoenix, varð sá fyrsti í sögunni til þess að skora 20000 stig og gefa 10000 stoðsendingar. Tíu leikir voru leiknir í NBA deildinni í nótt. Chris Paul skoraði 23 stig og gaf 14 stoðsendingar í leiknum sem var jafn í fyrsta leikhluta en svo tóku Phoenix við sér og völtuðu yfir Lakers. Náðu mest 33 stiga forskoti en lokatölur í leiknum voru 115-105, piltunum frá Arizona í vil. Lebron James skoraði 25 stig fyrir Lakers . Liðsenn Lakers létu mótlætið fara í taugarnar á sér og það sauð uppúr á kafla í leiknum þegar að Anthony Davis og Dwight Howard lentu í útistöðum á bekknum. Ekki mikill kærleikur þarna en stríðsöxin var þó grafin síðar í leiknum. Dwight Howard and AD beefing on the Lakers bench pic.twitter.com/u85lIRpxqP— Complex Sports (@ComplexSports) October 23, 2021 Í baunaborginni Boston tóku heimamenn á móti mikið breyttu liði Toronto Raptors. Það er skemmst frá því að segja að Kanadamennirnir voru mun sterkari aðilinn í leiknum og lönduðu að lokum sanngjörnum sigri á lánlausum Boston, sem byrja tímabilið á tveimur tapleikjum. Það er huggun harmi gegn að það eru enn 80 leikir eftir til þess að rétta úr kútnum. Nýliðinn Scottie Barnes, sem margir höfðu sett spurningamerki við, fór á kostum í leiknum og skoraði 25 stig og tók 13 fráköst. Hjá heimamönnum var Jayson Tatum atkvæðamestur með 18 stig. Cherry on top 25p - 13r - @ScottBarnes561 pic.twitter.com/utMGZAIzff— Toronto Raptors (@Raptors) October 23, 2021 Önnur úrslit næturinn voru eftirfarandi: Charlotte Hornest vann Cleveland 123-112, New York Knicks vann auðveldan 121-96 sigur á Orlando Magic, Washington Wizards hafði betur gegn Indiana Pacers, 135-134 eftir framlengingu, Brooklyn Nets bar sigurorð af Philadelphia 76ers 114-109, Chicago Bulls valtaði yfir Zion-lausa New Orleans Pelicans 128-112, Houston Rockets unnu Oklahoma City Thunder 124-91, Denver Nuggets unnu nauman 102-96 sigur á San Antonio Spurs og Utah Jazz kláraði Sacramento Kings á lokametrunum, lokatölur þar 110-101. NBA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Sjá meira
Chris Paul skoraði 23 stig og gaf 14 stoðsendingar í leiknum sem var jafn í fyrsta leikhluta en svo tóku Phoenix við sér og völtuðu yfir Lakers. Náðu mest 33 stiga forskoti en lokatölur í leiknum voru 115-105, piltunum frá Arizona í vil. Lebron James skoraði 25 stig fyrir Lakers . Liðsenn Lakers létu mótlætið fara í taugarnar á sér og það sauð uppúr á kafla í leiknum þegar að Anthony Davis og Dwight Howard lentu í útistöðum á bekknum. Ekki mikill kærleikur þarna en stríðsöxin var þó grafin síðar í leiknum. Dwight Howard and AD beefing on the Lakers bench pic.twitter.com/u85lIRpxqP— Complex Sports (@ComplexSports) October 23, 2021 Í baunaborginni Boston tóku heimamenn á móti mikið breyttu liði Toronto Raptors. Það er skemmst frá því að segja að Kanadamennirnir voru mun sterkari aðilinn í leiknum og lönduðu að lokum sanngjörnum sigri á lánlausum Boston, sem byrja tímabilið á tveimur tapleikjum. Það er huggun harmi gegn að það eru enn 80 leikir eftir til þess að rétta úr kútnum. Nýliðinn Scottie Barnes, sem margir höfðu sett spurningamerki við, fór á kostum í leiknum og skoraði 25 stig og tók 13 fráköst. Hjá heimamönnum var Jayson Tatum atkvæðamestur með 18 stig. Cherry on top 25p - 13r - @ScottBarnes561 pic.twitter.com/utMGZAIzff— Toronto Raptors (@Raptors) October 23, 2021 Önnur úrslit næturinn voru eftirfarandi: Charlotte Hornest vann Cleveland 123-112, New York Knicks vann auðveldan 121-96 sigur á Orlando Magic, Washington Wizards hafði betur gegn Indiana Pacers, 135-134 eftir framlengingu, Brooklyn Nets bar sigurorð af Philadelphia 76ers 114-109, Chicago Bulls valtaði yfir Zion-lausa New Orleans Pelicans 128-112, Houston Rockets unnu Oklahoma City Thunder 124-91, Denver Nuggets unnu nauman 102-96 sigur á San Antonio Spurs og Utah Jazz kláraði Sacramento Kings á lokametrunum, lokatölur þar 110-101.
NBA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Sjá meira