Liverpool gæti verið án Salah og Mane í átta leikjum í byrjun næsta árs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2021 12:32 Mohamed Salah og Sadio Mane ræða málin í miðjum leik Liverpool og Chelsea á þessu tímabili. Getty/Simon Stacpoole Mohamed Salah og Sadio Mane hafa verið í stuði að undanförnu og algjörir lykilmenn í sóknarleik liðsins. Það eru því margir stuðningsmenn sem kvíða fyrir næsta janúar þegar þeir verða líka uppteknir annars staðar. Afríkukeppnin í fótbolta var færð aftur inn á tímabilið og það þýðir að afrísku landsliðin geta kallað til síns leikmenn frá evrópsku félögunum. Mohamed Salah spilar með Egyptum og Sadio Mane með Senegal. Liverpool to hold talks in attempt to reduce Africa Cup of Nations disruptionhttps://t.co/D90gBtZG7Y pic.twitter.com/24njbJtgyh— Mirror Football (@MirrorFootball) October 21, 2021 Þetta eru slæmar fréttir fyrir mörg félög en þetta verður varla verra en fyrir Liverpool ekki síst þar sem Naby Keita gæti líka verið á leiðinni á mótið sem fer fram í Kamerún. Liverpool er að reyna að vinna í því að halda þessum leikmönnum sínum eins lengi og mögulegt er en til þess þarf velvilja frá knattspyrnusamböndunum. Samkvæmt reglun FIFA þá hafa afrísku landsliðið rétt á því að fá leikmenn 27. desember og Afríkukeppnin klárast síðan ekki fyrr en í byrjun febrúarmánaðar. Verði leikmennirnir frá í allan þennan tíma þá gætu þeir misst af átta leikjum hjá Liverpool sem er svakalegur fjöldi. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp er sagður ætla að reyna að komast að samkomulagi við knattspyrnusambönd Salah, Mane og Keita í næsta landsliðsglugga með það markmið að fá að halda leikmönnum sínum fram yfir leik á móti Chelsea 2. janúar. Úrslitaleikur Afríkukeppninnar á að fara fram 6. febrúar en það er ekkert víst að landslið Liverpool leikmannanna fari alla leið. Það er samt lykilatriði fyrir Klopp að halda sínum mönnum fram yfir mikilvæga leiki á móti Leicester og Chelsea. Klopp hefur sagt að hann sé hrifinn af Afríkukeppninni en það hafi verið stórslys fyrir Liverpool þegar keppnin var færð til baka inn á tímabilið. Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sjá meira
Afríkukeppnin í fótbolta var færð aftur inn á tímabilið og það þýðir að afrísku landsliðin geta kallað til síns leikmenn frá evrópsku félögunum. Mohamed Salah spilar með Egyptum og Sadio Mane með Senegal. Liverpool to hold talks in attempt to reduce Africa Cup of Nations disruptionhttps://t.co/D90gBtZG7Y pic.twitter.com/24njbJtgyh— Mirror Football (@MirrorFootball) October 21, 2021 Þetta eru slæmar fréttir fyrir mörg félög en þetta verður varla verra en fyrir Liverpool ekki síst þar sem Naby Keita gæti líka verið á leiðinni á mótið sem fer fram í Kamerún. Liverpool er að reyna að vinna í því að halda þessum leikmönnum sínum eins lengi og mögulegt er en til þess þarf velvilja frá knattspyrnusamböndunum. Samkvæmt reglun FIFA þá hafa afrísku landsliðið rétt á því að fá leikmenn 27. desember og Afríkukeppnin klárast síðan ekki fyrr en í byrjun febrúarmánaðar. Verði leikmennirnir frá í allan þennan tíma þá gætu þeir misst af átta leikjum hjá Liverpool sem er svakalegur fjöldi. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp er sagður ætla að reyna að komast að samkomulagi við knattspyrnusambönd Salah, Mane og Keita í næsta landsliðsglugga með það markmið að fá að halda leikmönnum sínum fram yfir leik á móti Chelsea 2. janúar. Úrslitaleikur Afríkukeppninnar á að fara fram 6. febrúar en það er ekkert víst að landslið Liverpool leikmannanna fari alla leið. Það er samt lykilatriði fyrir Klopp að halda sínum mönnum fram yfir mikilvæga leiki á móti Leicester og Chelsea. Klopp hefur sagt að hann sé hrifinn af Afríkukeppninni en það hafi verið stórslys fyrir Liverpool þegar keppnin var færð til baka inn á tímabilið.
Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sjá meira