Graðhestaskyr á Brúnastöðum: Skyrland opnað á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. október 2021 22:01 Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra Framsóknarflokksins og Guðni Ágústsson, fyrrverndi ráðherra flokksins láta vel af nýja Skyrlandinu og sögðu það verða mikla lyftistöng fyrir Selfoss. Þeir mættu báðir við opnunina í kvöld. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við krakkarnir fengum alltaf graðhestaskyr á Brúnastöðum“, sagði Guðni Ágústsson, fyrrverandi mjólkureftirlitsmaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna og fyrrverandi ráðherra þegar nýjasta upplifundarsýning, Skyrland, var opnuð á Selfossi í kvöld í Mjólkurbúinu í miðbæ Selfoss. Á sýningunni reynir á öll skilningarvit gesta , sjón, heyrn, snertingu, ilm og bragð, með frumlegri hönnun fjölbreyttra atriða, sem meðal annars fjalla um upphafskúna Auðhumlu, íslenska sumarið, mjólkurvinnslu kvenna, kynslóð eftir kynslóð, í torfbæi liðinna alda, mjólkurbúin og margt fleira. Skyrið, þessi afurð íslenskrar menningar og náttúru, hefur nú slegið í gegn víða um heim og í Skyrlandi er saga þess rakin. Sýningin hefur verið í undirbúningi í þrjú ár en aðalhönnuður hennar er Snorri Freyr Hilmarsson, leikmynda- og sýningahönnuður. Skyrland er í eigu Skyrheima, félags sem Mjólkursamsalan og Sigtún Þróunarfélag stofnuðu utan um verkefnið. Fjöldi gesta mætti á opnunarhátíðina í kvöld, m.a. Ari Edwald frá MS og Magnús Sigurðsson, bóndi í Birtingaholti í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Stefna MS er sú að koma því enn betur á framfæri að Ísland er upprunaland skyrsins og þegar þessi hugmynd kom upp, að skapa skyrinu heimili í endurbyggðu fyrsta Mjólkurbúinu á Selfossi, þá vildum við taka þátt í því,“ segir Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri MS. Saga Selfoss er nátengd skyrgerð og mjólkuriðnaði á Íslandi. Fljótlega eftir stofnun Mjólkurbús Flóamanna og byggingu gamla mjólkurbúsins 1929 hófst fyrir alvöru iðnaðarframleiðsla ýmissa mjólkurafurða hér á landi og þar á meðal skyrsins. Staðsetning mjólkurbúsins skammt frá Ölfusárbrú dró til sín fjölda starfsmanna sem voru meðal frumbyggja hins nýja bæjar sem stækkaði hratt í kjölfarið. Elísabet Ósk Guðlaugsdóttir er rekstrarstjóri Skyrlands í nýja miðbænum á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Með þessari metnaðarfullu og skemmtilegu sýningu hér í hjarta Selfoss verður til nýr áfangastaður fyrir alla þá fjölmörgu ferðamenn, íslenska og erlenda, sem eiga leið um bæinn,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar. „Skyrland er ákveðin undirstaða í þessu fallega matarmenningarhúsi sem Mjólkurbúið er orðið og með því er að rætast gamall draumur heimamanna um sýningu sem heiðrar sögu og hlutverk staðarins.“ Nýja Skyrlandið er með fjölda veitinga til sölu, sem allar tengjast íslenska skyrinu. Árborg Landbúnaður Menning Söfn Tengdar fréttir „Það verður engin kyngeta nema með að borða skyr“ Mikið var um að vera í nýja miðbænum á Selfossi í dag en þar var fyrsta skyrsafn landsins opnað síðdegis. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, segir að Selfoss sé orðinn miðdepill Íslands á nýjan leik. 21. október 2021 20:41 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Á sýningunni reynir á öll skilningarvit gesta , sjón, heyrn, snertingu, ilm og bragð, með frumlegri hönnun fjölbreyttra atriða, sem meðal annars fjalla um upphafskúna Auðhumlu, íslenska sumarið, mjólkurvinnslu kvenna, kynslóð eftir kynslóð, í torfbæi liðinna alda, mjólkurbúin og margt fleira. Skyrið, þessi afurð íslenskrar menningar og náttúru, hefur nú slegið í gegn víða um heim og í Skyrlandi er saga þess rakin. Sýningin hefur verið í undirbúningi í þrjú ár en aðalhönnuður hennar er Snorri Freyr Hilmarsson, leikmynda- og sýningahönnuður. Skyrland er í eigu Skyrheima, félags sem Mjólkursamsalan og Sigtún Þróunarfélag stofnuðu utan um verkefnið. Fjöldi gesta mætti á opnunarhátíðina í kvöld, m.a. Ari Edwald frá MS og Magnús Sigurðsson, bóndi í Birtingaholti í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Stefna MS er sú að koma því enn betur á framfæri að Ísland er upprunaland skyrsins og þegar þessi hugmynd kom upp, að skapa skyrinu heimili í endurbyggðu fyrsta Mjólkurbúinu á Selfossi, þá vildum við taka þátt í því,“ segir Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri MS. Saga Selfoss er nátengd skyrgerð og mjólkuriðnaði á Íslandi. Fljótlega eftir stofnun Mjólkurbús Flóamanna og byggingu gamla mjólkurbúsins 1929 hófst fyrir alvöru iðnaðarframleiðsla ýmissa mjólkurafurða hér á landi og þar á meðal skyrsins. Staðsetning mjólkurbúsins skammt frá Ölfusárbrú dró til sín fjölda starfsmanna sem voru meðal frumbyggja hins nýja bæjar sem stækkaði hratt í kjölfarið. Elísabet Ósk Guðlaugsdóttir er rekstrarstjóri Skyrlands í nýja miðbænum á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Með þessari metnaðarfullu og skemmtilegu sýningu hér í hjarta Selfoss verður til nýr áfangastaður fyrir alla þá fjölmörgu ferðamenn, íslenska og erlenda, sem eiga leið um bæinn,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar. „Skyrland er ákveðin undirstaða í þessu fallega matarmenningarhúsi sem Mjólkurbúið er orðið og með því er að rætast gamall draumur heimamanna um sýningu sem heiðrar sögu og hlutverk staðarins.“ Nýja Skyrlandið er með fjölda veitinga til sölu, sem allar tengjast íslenska skyrinu.
Árborg Landbúnaður Menning Söfn Tengdar fréttir „Það verður engin kyngeta nema með að borða skyr“ Mikið var um að vera í nýja miðbænum á Selfossi í dag en þar var fyrsta skyrsafn landsins opnað síðdegis. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, segir að Selfoss sé orðinn miðdepill Íslands á nýjan leik. 21. október 2021 20:41 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
„Það verður engin kyngeta nema með að borða skyr“ Mikið var um að vera í nýja miðbænum á Selfossi í dag en þar var fyrsta skyrsafn landsins opnað síðdegis. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, segir að Selfoss sé orðinn miðdepill Íslands á nýjan leik. 21. október 2021 20:41