Nokkuð jafnræði var framan af í fyrri hálfleik og liðin héldust í hendur fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Gestirnir í Magdburg reyndust þó sterkari á lokakafla hálfleiksins og voru með tveggja marka forskot þegar gengið var til búningsherbergja, 14-12.
Magdeburg jók forskot sitt jafnt og þétt í seinni hálfleik, og þegar tæpur tíu mínútur voru til leiksloka var munurinn orðinn átta mörk, 27-19.
Gestirnir héldu forkoti sínu út leikinn og unnu að lokum sannfærandi sjö marka sigur, 30-23, og eru nú komnir í 16-liða úrslit.