Sérfræðingarnir svara stóru NBA-spurningunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2021 10:00 Kjartan Atli Kjartansson og Sigurður Orri Kristjánsson fylgjast náið með gangi mála í NBA-deildinni. Sjötugasta og sjötta tímabil NBA-deildarinnar er farið af stað. Af því tilefni fengum við tvo helstu NBA-sérfræðinga landsins til að svara stóru spurningunum um tímabilið. Stöð 2 Sport gerir NBA góð skil í vetur með reglulegum beinum útsendingum frá leikjum í deildinni. Þá er þátturinn NBA 360 ný viðbót í dagskrána. Fyrsti þátturinn er klukkan 23:00 í kvöld. NBA 360 er þriggja klukkutíma þáttur þar sem verður flakkað verður milli leikja, í anda NFL RedZone. Í NBA 360 í kvöld verður fylgst með átta leikjum. Sigurður Orri Kristjánsson stýrir fyrsta NBA 360 þættinum. Tveir leikir verða svo sýndir beint um helgina á Stöð 2 Sport 2. Á laugardaginn klukkan 22:00 eigast Cleveland Cavaliers og Atlanta Hawks við og á sunnudaginn klukkan 20:00 verður leikur Brooklyn Nets og Charlotte Hornets sýndur. Giannis Antetokounmpo leiddi Milwaukee Bucks til fyrsta meistaratitils félagsins í fimmtíu ár á síðasta tímabili.getty/Justin Casterline Milwaukee Bucks urðu meistarar á síðasta tímabili og Giannis Antetokounmpo og félagar eiga því titil að verja. Flestir spá því að stjörnulið Brooklyn veiti þeim mesta samkeppni í Austurdeildinni. Enn á þó eftir að koma í ljós hvaða niðurstaða kemur í mál bólusetningarandstæðingsins Kyries Irving. Önnur sápuópera er á dagskrá í Philadelphiu þar sem Ben Simmons er í fýlu og óvíst er hvort hann spilar aftur fyrir Sixers. Hið háaldraða lið Los Angeles Lakers þykir líklegt til afreka í Vesturdeildinni. Sömu sögu er að segja af silfurliði síðasta tímabils, Phoenix Suns. Þá verða Luka Doncic og félagar í Dallas Mavericks hættulegir og Stephen Curry ætlar sér að koma Golden State Warriors aftur í baráttuna á toppnum. Í tilefni þess að tímabilið er hafið fékk Vísir tvo mikla körfuboltasérfræðinga til að svara stóru NBA-spurningunum, áðurnefndan Sigurð Orra og Kjartan Atla Kjartansson, stjórnanda Subway Körfuboltakvölds. Spurningarnar og svör þeirra Sigurðar Orra og Kjartans Atla má sjá hér fyrir neðan. Hverjir verða meistarar? Kjartan Atli: Titilbaráttan er mjög opin. Raunhæft geta mörg lið talið sér trú um að þau geti farið alla leið á þessu tímabili. Milwaukee Bucks hljóta þó að þykja hvað líklegastir. Lið fá gjarnan sjálfstraust við að vinna titilinn einu sinni. Þá ná þau gjarnan úr sér sviðsskrekknum sem virðist stundum fylgja því að leika á hinu margumtalaða stóra sviði úrslitakeppninnar. Los Angeles Lakers var líklegasta liðið fyrir síðasta tímabil en meiðsli settu heldur betur strik í reikninginn. Ég held að við munum sjá Bucks og Lakers í úrslitum. Sigurður Orri: Milwaukee Bucks verða aftur meistarar. Giannis Antetokounmpo er að öllum líkindum besti leikmaður heimsins í dag og liðið í kringum hann er vel sett saman bæði í vörn og sókn. Khris Middleton lokar svo jöfnum leikjum fyrir þá. Hvaða liði ertu spenntastur að fylgjast með? Kjartan Atli: Ég hef horft á hvern einasta leik með Boston Celtics undanfarin fimm leiktímabil. Alla með tölu. Ég væri að ljúga ef ég myndi ekki segjast vera spenntur að horfa á mitt lið. En ef við tökum Celtics út úr jöfnunni þá er ég mjög spenntur að horfa á Memphis Grizzlies og unga leiðtoga þeirra Ja Morant. Að sama skapi verður fróðlegt að sjá Cade Cunningham og Detroit Pistons og Dallas Mavericks sem leika nú undir stjórn Jason Kidd. Sigurður Orri: Tvö lið sem koma strax upp í hugann. Annars vegar Charlotte Hornets sem búa svo vel að bæði spila á Austurströndinni og líka að vera með skemmtikraft eins og LaMelo Ball innan sinna raða. Það verður líka virkilega áhugavert að fylgjast með breyttu liði Chicago Bulls sem ætlar sér stærri hluti en síðustu ár. Hver verður valinn besti leikmaður tímabilsins (MVP)? Kjartan Atli: Í upphafi leiktíðar finnst mér Luka Doncic líklegastur. Hann er ofboðslega góður í þessari íþrótt og Dallas-liðið er byggt upp í kringum hans styrkleika. Sigurður Orri: Giannis Antetokounmpo verður MVP. Spilar næstum alla leiki og er gríðarlega öflugur bæði í vörn og sókn. Að auki eru Bucks líklegir til þess að vera mjög ofarlega í deildarkeppninni. Sögulega sé skiptir það miklu máli. Hvaða lið veldur mestum vonbrigðum? Kjartan Atli: Úff, erfitt að svara þessari. Nýtt tímabil þýðir nýtt upphaf og öll liðin koma inn í tímabilið með vonir og væntingar. Við gætum þó sagt að mestu staðalfrávikin á skynjuðum væntingum til liða liggi á eftirfarandi stöðum (í engri sérstakri röð): 1. Miami Heat. Maður gæti séð Miami taka deildarkeppninni rólega til að eiga bensín í úrslitakeppnina. En Kyle Lowry og Jimmy Butler eru miklir keppnismenn sem nálgast sín verkefni af mikilli alvöru. 2. Boston Celtics. Kröfurnar eru alltaf miklar í Baunabænum. Nú er nýr þjálfari á hliðarlínunni, sem virkar vel á mann. Brad Stevens fór úr þjálfarasætinu í framkvæmdastjórastöðuna og bretti upp ermar í sumar. Ef allt gengur eftir hjá Celtics gæti liðið keppt við þau bestu. En ef allt fer á versta veg mun liðið aftur falla út í fyrstu umferð í úrslitakeppninni eftir slaka deildarkeppni. 3. Atlanta Hawks. Haukarnir frá Georgíufylki áttu feykilega góða kafla á síðasta tímabili, eftir að jaxlinn Nate McMillan tók við liðinu. McMillan (sem margir muna eftir frá Seattle Supersonics) náði að fá Trae Young til þess að taka nokkur skref áfram. Ef allt gengur eftir hjá Hawks fer liðið aftur í titilbaráttu. En það sem ber að varast í Atlanta er hversu margir leikmenn gera tilkall í mínútur. Góð breidd getur oft reynst gulli betri í NBA, en ef of margir vilja spila gæti einhver pirrast og gæti sá pirringur smitast út í hópinn. Svo getur líka verið erfitt að fylgja eftir svona góðu tímabili, meiri pressa og væntingarnar orðnar meiri. Tímabilið hjá Heat og Hawks fer reyndar vel af stað, þannig að líklega þurfa aðdáendur liðanna ekki að hafa miklar áhyggjur. 4. Los Angeles Lakers. Stjórn Lakers hefur sett öll eggin sín í körfuna sem heitir LeBron James. Boginn er spenntur út frá launaþakinu, eftir að Russell Westbrook var fenginn til liðsins. Þróaða tölfræðin segir okkur að LeBron og Russell Westbrook gætu átt í vandræðum með að þrífast saman inni á vellinum (sérstaklega þegar hægist á leiknum í úrslitakeppninni) en eitthvað segir mér að leiðtoginn LeBron muni ná því besta út úr Wesbrook. LeBron er lausnamiðuð stjarna sem lætur hlutina gerast í kringum sig. Anthony Davis þarf að haldast heill, sem og LeBron sjálfur. Haldist stjörnurnar heilar er Lakers mjög líklegt til að vinna Vesturdeildina. 5. Phoenix Suns. Eins og Hawks, þá sprungu sólskinsstrákarnir frá Arizona út á síðustu leiktíð og fóru í úrslit. Eins og hjá Hawks gæti þeim reynst það erfitt að fylgja eftir góðu gengi. En svo getur svona gott gengi líka valdeflt lið og þjálfara. Robert Sarver, eigandi Suns, hefur oft fundið leiðir til þess að koma leikmannahópnum sínum úr jafnvægi. Fréttir hafa borist af því að Sarver hafi ekki náð að endursemja við einn efnilegasta leikmann deildarinnar í DeAndre Ayton, en miðherjinn vill víst hámarkssamning og Sarver (sem hefur stundum haldið fast í budduna) er ekki tilbúinn að borga slíka upphæð í laun. Vonandi fyrir Suns-aðdáendur um allan heim mun Ayton sanna virði sitt og mæta mótiveraður til leiks. Sigurður Orri: Portland Trail Blazers. Damien Lillard er frábær skorari og sóknarmaður og margt í liðinu er ágætt. Liðið er hins vegar líklegt til þess að vera versta varnarlið deildarinnar. Það verður of þungur baggi og ég gæti trúað því að liðið gerði stórar breytingar á árinu. Hvaða leikmaður hefur mest að sanna? Kjartan Atli: Westbrook skiptir þeim sem fylgjast með NBA nánast í tvær fylkingar; aðdáendur og þá sem finnst Westbrook ekki hjálpa liðum sínum nóg. Þessi árásargjarni leikstíll hans hefur virkað vel til þess að safna þrennum en nú er áskorunin að vinna titil. Westbrook þarf að sanna fyrir sjálfum sér, liðsfélögum sínum og þeim sem fylgjast með deildinni að hann geti spilað vel á hálfum velli í úrslitakeppninni, geti bætt skotvalið sitt og verið einbeittari í vörn. Hafandi fylgst með honum þykir manni líklegt að hann muni mæta með einbeitinguna í botni og verða sannarlega ein af þremur stjörnum Lakers. Menn með svona keppnisskap hljóta að finna leið að blómstra með LeBron James. Sigurður Orri: Westbrook er einn af umdeildustu leikmönnum deildarinnar. Sumir elska hann fyrir ákefðina, aðrir þola hann ekki vegna skorts á skilvirkni. Hann er í nýju liði sem stefnir á titilinn og til þess að það gerist þarf hann að eiga gott tímabil, eða allavega ekki þvælast fyrir. Hvaða nýliða verður mest spennandi að fylgjast með? Kjartan Atli: Ég er spenntur fyrir öllum þremur sem fóru fyrstir í nýliðavalinu. Cade Cunningham (Detroit Pistons) lofaði góðu á undirbúningstímabilinu. Hann virðist tilheyra þessari næstu kynslóð af bakvörðum; er hávaxinn, hittinn og les leikinn vel. Jalen Green (Houston Rockets) er einn mesti íþróttamaður sem maður hefur séð lengi. Þvílík sprengja í honum í bland við lipurð og tækni. Green fór óhefðbundna leið inn í deildina, í stað þess að fara í háskólaboltann fór hann í Þróunardeild NBA (G-League) í eitt tímabil áður en hann var valinn í nýliðavalinu. Hann hefur því spilað gegn fullorðnum í heilt tímabil. Evan Mobley (Cleveland Cavaliers) er feykilega hreyfanlegur stór leikmaður. Spurningin er hvort hann verði miðherji í hinu léttleikandi umhverfi NBA nú á dögum, eða kraftframherji. Hann ætti að fá nóg af mínútum hjá Cavs til að sanna sig og gæti liðið orðið hrikalega skemmtilegt áhorfs því þar eru margir ungir og spennandi leikmenn. Sigurður Orri: Það lá alltaf fyrir hver yrði valinn fyrstur í nýliðavali NBA deildarinnar. Cade Cunningham frá Oklahoma State háskólanum. Stór bakvörður sem getur skapað fyrir aðra og búið sér til tækifæri sjálfur. Nær hann að rífa Detroit Pistons upp úr öskustónni? Hvort ertu minna spenntur að fylgjast með fréttum af Kyrie Irving eða Ben Simmons í vetur? Kjartan Atli: Þetta eru reyndar tvö áhugaverð mál. Irving neitar að fara í bólusetningu og Simmons stendur í stappi við stjórn Sixers því hann vill ekki vera hjá liðinu en mætti samt á æfingar þar til honum var hent út því hann hafði truflandi áhrif. Irving málið er eins konar smækkuð útgáfa af umræðunni í Bandaríkjunum um bólusetningar. Þetta hefur maður aldrei séð áður, þetta er eins og allt í kringum Covid - fordæmalaust. Simmons gerir lítið annað en að lækka verðmiðann á sjálfum sér með hegðun sinni, sem ýtir honum lengra frá takmarki sínu að komast frá Philadelphiu. Þetta er svakaleg pattstaða. Sigurður Orri: Minna spenntur fyrir Kyrie, þetta Simmons drama er miklu skemmtilegra og hefur farið í óvæntar áttir. Kyrie er bara Kyrie að vera Kyrie. Hvað verður LeBron James lengi að gefast upp á Russell Westbrook? Kjartan Atli: Ég held að þetta hjónaband muni virka. Þeir þurfa á hvor öðrum að halda. Westbrook mun hjálpa Lakers í deildarkeppninni og veita LeBron mikilvæga hvíld. LeBron hefur sterka áru í kringum sig og leikmenn af hans kynslóð vilja standa sig fyrir hann. Sigurður Orri: Um jólin. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Stöð 2 Sport gerir NBA góð skil í vetur með reglulegum beinum útsendingum frá leikjum í deildinni. Þá er þátturinn NBA 360 ný viðbót í dagskrána. Fyrsti þátturinn er klukkan 23:00 í kvöld. NBA 360 er þriggja klukkutíma þáttur þar sem verður flakkað verður milli leikja, í anda NFL RedZone. Í NBA 360 í kvöld verður fylgst með átta leikjum. Sigurður Orri Kristjánsson stýrir fyrsta NBA 360 þættinum. Tveir leikir verða svo sýndir beint um helgina á Stöð 2 Sport 2. Á laugardaginn klukkan 22:00 eigast Cleveland Cavaliers og Atlanta Hawks við og á sunnudaginn klukkan 20:00 verður leikur Brooklyn Nets og Charlotte Hornets sýndur. Giannis Antetokounmpo leiddi Milwaukee Bucks til fyrsta meistaratitils félagsins í fimmtíu ár á síðasta tímabili.getty/Justin Casterline Milwaukee Bucks urðu meistarar á síðasta tímabili og Giannis Antetokounmpo og félagar eiga því titil að verja. Flestir spá því að stjörnulið Brooklyn veiti þeim mesta samkeppni í Austurdeildinni. Enn á þó eftir að koma í ljós hvaða niðurstaða kemur í mál bólusetningarandstæðingsins Kyries Irving. Önnur sápuópera er á dagskrá í Philadelphiu þar sem Ben Simmons er í fýlu og óvíst er hvort hann spilar aftur fyrir Sixers. Hið háaldraða lið Los Angeles Lakers þykir líklegt til afreka í Vesturdeildinni. Sömu sögu er að segja af silfurliði síðasta tímabils, Phoenix Suns. Þá verða Luka Doncic og félagar í Dallas Mavericks hættulegir og Stephen Curry ætlar sér að koma Golden State Warriors aftur í baráttuna á toppnum. Í tilefni þess að tímabilið er hafið fékk Vísir tvo mikla körfuboltasérfræðinga til að svara stóru NBA-spurningunum, áðurnefndan Sigurð Orra og Kjartan Atla Kjartansson, stjórnanda Subway Körfuboltakvölds. Spurningarnar og svör þeirra Sigurðar Orra og Kjartans Atla má sjá hér fyrir neðan. Hverjir verða meistarar? Kjartan Atli: Titilbaráttan er mjög opin. Raunhæft geta mörg lið talið sér trú um að þau geti farið alla leið á þessu tímabili. Milwaukee Bucks hljóta þó að þykja hvað líklegastir. Lið fá gjarnan sjálfstraust við að vinna titilinn einu sinni. Þá ná þau gjarnan úr sér sviðsskrekknum sem virðist stundum fylgja því að leika á hinu margumtalaða stóra sviði úrslitakeppninnar. Los Angeles Lakers var líklegasta liðið fyrir síðasta tímabil en meiðsli settu heldur betur strik í reikninginn. Ég held að við munum sjá Bucks og Lakers í úrslitum. Sigurður Orri: Milwaukee Bucks verða aftur meistarar. Giannis Antetokounmpo er að öllum líkindum besti leikmaður heimsins í dag og liðið í kringum hann er vel sett saman bæði í vörn og sókn. Khris Middleton lokar svo jöfnum leikjum fyrir þá. Hvaða liði ertu spenntastur að fylgjast með? Kjartan Atli: Ég hef horft á hvern einasta leik með Boston Celtics undanfarin fimm leiktímabil. Alla með tölu. Ég væri að ljúga ef ég myndi ekki segjast vera spenntur að horfa á mitt lið. En ef við tökum Celtics út úr jöfnunni þá er ég mjög spenntur að horfa á Memphis Grizzlies og unga leiðtoga þeirra Ja Morant. Að sama skapi verður fróðlegt að sjá Cade Cunningham og Detroit Pistons og Dallas Mavericks sem leika nú undir stjórn Jason Kidd. Sigurður Orri: Tvö lið sem koma strax upp í hugann. Annars vegar Charlotte Hornets sem búa svo vel að bæði spila á Austurströndinni og líka að vera með skemmtikraft eins og LaMelo Ball innan sinna raða. Það verður líka virkilega áhugavert að fylgjast með breyttu liði Chicago Bulls sem ætlar sér stærri hluti en síðustu ár. Hver verður valinn besti leikmaður tímabilsins (MVP)? Kjartan Atli: Í upphafi leiktíðar finnst mér Luka Doncic líklegastur. Hann er ofboðslega góður í þessari íþrótt og Dallas-liðið er byggt upp í kringum hans styrkleika. Sigurður Orri: Giannis Antetokounmpo verður MVP. Spilar næstum alla leiki og er gríðarlega öflugur bæði í vörn og sókn. Að auki eru Bucks líklegir til þess að vera mjög ofarlega í deildarkeppninni. Sögulega sé skiptir það miklu máli. Hvaða lið veldur mestum vonbrigðum? Kjartan Atli: Úff, erfitt að svara þessari. Nýtt tímabil þýðir nýtt upphaf og öll liðin koma inn í tímabilið með vonir og væntingar. Við gætum þó sagt að mestu staðalfrávikin á skynjuðum væntingum til liða liggi á eftirfarandi stöðum (í engri sérstakri röð): 1. Miami Heat. Maður gæti séð Miami taka deildarkeppninni rólega til að eiga bensín í úrslitakeppnina. En Kyle Lowry og Jimmy Butler eru miklir keppnismenn sem nálgast sín verkefni af mikilli alvöru. 2. Boston Celtics. Kröfurnar eru alltaf miklar í Baunabænum. Nú er nýr þjálfari á hliðarlínunni, sem virkar vel á mann. Brad Stevens fór úr þjálfarasætinu í framkvæmdastjórastöðuna og bretti upp ermar í sumar. Ef allt gengur eftir hjá Celtics gæti liðið keppt við þau bestu. En ef allt fer á versta veg mun liðið aftur falla út í fyrstu umferð í úrslitakeppninni eftir slaka deildarkeppni. 3. Atlanta Hawks. Haukarnir frá Georgíufylki áttu feykilega góða kafla á síðasta tímabili, eftir að jaxlinn Nate McMillan tók við liðinu. McMillan (sem margir muna eftir frá Seattle Supersonics) náði að fá Trae Young til þess að taka nokkur skref áfram. Ef allt gengur eftir hjá Hawks fer liðið aftur í titilbaráttu. En það sem ber að varast í Atlanta er hversu margir leikmenn gera tilkall í mínútur. Góð breidd getur oft reynst gulli betri í NBA, en ef of margir vilja spila gæti einhver pirrast og gæti sá pirringur smitast út í hópinn. Svo getur líka verið erfitt að fylgja eftir svona góðu tímabili, meiri pressa og væntingarnar orðnar meiri. Tímabilið hjá Heat og Hawks fer reyndar vel af stað, þannig að líklega þurfa aðdáendur liðanna ekki að hafa miklar áhyggjur. 4. Los Angeles Lakers. Stjórn Lakers hefur sett öll eggin sín í körfuna sem heitir LeBron James. Boginn er spenntur út frá launaþakinu, eftir að Russell Westbrook var fenginn til liðsins. Þróaða tölfræðin segir okkur að LeBron og Russell Westbrook gætu átt í vandræðum með að þrífast saman inni á vellinum (sérstaklega þegar hægist á leiknum í úrslitakeppninni) en eitthvað segir mér að leiðtoginn LeBron muni ná því besta út úr Wesbrook. LeBron er lausnamiðuð stjarna sem lætur hlutina gerast í kringum sig. Anthony Davis þarf að haldast heill, sem og LeBron sjálfur. Haldist stjörnurnar heilar er Lakers mjög líklegt til að vinna Vesturdeildina. 5. Phoenix Suns. Eins og Hawks, þá sprungu sólskinsstrákarnir frá Arizona út á síðustu leiktíð og fóru í úrslit. Eins og hjá Hawks gæti þeim reynst það erfitt að fylgja eftir góðu gengi. En svo getur svona gott gengi líka valdeflt lið og þjálfara. Robert Sarver, eigandi Suns, hefur oft fundið leiðir til þess að koma leikmannahópnum sínum úr jafnvægi. Fréttir hafa borist af því að Sarver hafi ekki náð að endursemja við einn efnilegasta leikmann deildarinnar í DeAndre Ayton, en miðherjinn vill víst hámarkssamning og Sarver (sem hefur stundum haldið fast í budduna) er ekki tilbúinn að borga slíka upphæð í laun. Vonandi fyrir Suns-aðdáendur um allan heim mun Ayton sanna virði sitt og mæta mótiveraður til leiks. Sigurður Orri: Portland Trail Blazers. Damien Lillard er frábær skorari og sóknarmaður og margt í liðinu er ágætt. Liðið er hins vegar líklegt til þess að vera versta varnarlið deildarinnar. Það verður of þungur baggi og ég gæti trúað því að liðið gerði stórar breytingar á árinu. Hvaða leikmaður hefur mest að sanna? Kjartan Atli: Westbrook skiptir þeim sem fylgjast með NBA nánast í tvær fylkingar; aðdáendur og þá sem finnst Westbrook ekki hjálpa liðum sínum nóg. Þessi árásargjarni leikstíll hans hefur virkað vel til þess að safna þrennum en nú er áskorunin að vinna titil. Westbrook þarf að sanna fyrir sjálfum sér, liðsfélögum sínum og þeim sem fylgjast með deildinni að hann geti spilað vel á hálfum velli í úrslitakeppninni, geti bætt skotvalið sitt og verið einbeittari í vörn. Hafandi fylgst með honum þykir manni líklegt að hann muni mæta með einbeitinguna í botni og verða sannarlega ein af þremur stjörnum Lakers. Menn með svona keppnisskap hljóta að finna leið að blómstra með LeBron James. Sigurður Orri: Westbrook er einn af umdeildustu leikmönnum deildarinnar. Sumir elska hann fyrir ákefðina, aðrir þola hann ekki vegna skorts á skilvirkni. Hann er í nýju liði sem stefnir á titilinn og til þess að það gerist þarf hann að eiga gott tímabil, eða allavega ekki þvælast fyrir. Hvaða nýliða verður mest spennandi að fylgjast með? Kjartan Atli: Ég er spenntur fyrir öllum þremur sem fóru fyrstir í nýliðavalinu. Cade Cunningham (Detroit Pistons) lofaði góðu á undirbúningstímabilinu. Hann virðist tilheyra þessari næstu kynslóð af bakvörðum; er hávaxinn, hittinn og les leikinn vel. Jalen Green (Houston Rockets) er einn mesti íþróttamaður sem maður hefur séð lengi. Þvílík sprengja í honum í bland við lipurð og tækni. Green fór óhefðbundna leið inn í deildina, í stað þess að fara í háskólaboltann fór hann í Þróunardeild NBA (G-League) í eitt tímabil áður en hann var valinn í nýliðavalinu. Hann hefur því spilað gegn fullorðnum í heilt tímabil. Evan Mobley (Cleveland Cavaliers) er feykilega hreyfanlegur stór leikmaður. Spurningin er hvort hann verði miðherji í hinu léttleikandi umhverfi NBA nú á dögum, eða kraftframherji. Hann ætti að fá nóg af mínútum hjá Cavs til að sanna sig og gæti liðið orðið hrikalega skemmtilegt áhorfs því þar eru margir ungir og spennandi leikmenn. Sigurður Orri: Það lá alltaf fyrir hver yrði valinn fyrstur í nýliðavali NBA deildarinnar. Cade Cunningham frá Oklahoma State háskólanum. Stór bakvörður sem getur skapað fyrir aðra og búið sér til tækifæri sjálfur. Nær hann að rífa Detroit Pistons upp úr öskustónni? Hvort ertu minna spenntur að fylgjast með fréttum af Kyrie Irving eða Ben Simmons í vetur? Kjartan Atli: Þetta eru reyndar tvö áhugaverð mál. Irving neitar að fara í bólusetningu og Simmons stendur í stappi við stjórn Sixers því hann vill ekki vera hjá liðinu en mætti samt á æfingar þar til honum var hent út því hann hafði truflandi áhrif. Irving málið er eins konar smækkuð útgáfa af umræðunni í Bandaríkjunum um bólusetningar. Þetta hefur maður aldrei séð áður, þetta er eins og allt í kringum Covid - fordæmalaust. Simmons gerir lítið annað en að lækka verðmiðann á sjálfum sér með hegðun sinni, sem ýtir honum lengra frá takmarki sínu að komast frá Philadelphiu. Þetta er svakaleg pattstaða. Sigurður Orri: Minna spenntur fyrir Kyrie, þetta Simmons drama er miklu skemmtilegra og hefur farið í óvæntar áttir. Kyrie er bara Kyrie að vera Kyrie. Hvað verður LeBron James lengi að gefast upp á Russell Westbrook? Kjartan Atli: Ég held að þetta hjónaband muni virka. Þeir þurfa á hvor öðrum að halda. Westbrook mun hjálpa Lakers í deildarkeppninni og veita LeBron mikilvæga hvíld. LeBron hefur sterka áru í kringum sig og leikmenn af hans kynslóð vilja standa sig fyrir hann. Sigurður Orri: Um jólin. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum