Fundu líkamsleifar og bakpoka Laundrie á sama stað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2021 20:02 Líkamsleifar fundust í morgun nálægt bakpoka í eigu Laundrie. Hans hefur verið leitað í rúman mánuð af lögreglu. Octavio Jones/Getty Líkamsleifar hafa fundist á sama stað og bakpoki Brians Laundrie, unnusta Gabrielle Petito, sem hefur verið leitað í meira en mánuð. Lögreglan hefur leitað Laundrie svo vikum skipti í tengslum við morðið á Petito. Þetta tilkynntu lögregluyfirvöld í Flórída í Bandaríkjunum í dag. Svo virðist sem hluti af líki hafi fundist á Carlton náttúruverndarsvæðinu á svæði sem áður var þakið vatni, en svæðið er fenjasvæði. Enn hefur ekki verið borið kennsl á líkamsleifarnar. Leifarnar fundust nærri bakpoka, sem samkvæmt heimildarmanni NBC News, er talinn tilheyra Laundrie. Foreldrar Laundries beindu Alríkislögreglunni FBI að svæðinu, en þau höfðu verið á ferð um svæðið og gengið fram á bakpokann að sögn Stevens Bertolino, lögmanns Laundrie. „Chris og Roberta Laundrie fóru að Myakkahatchee Creek garðinum í morgun til að leita að Brian,“ sagði Bertolino í yfirlýsingu. „Alríkislögreglan var látin vita af áætlunum foreldra Brians í gærkvöldi og fór svo og hitti Chris og Robertu í morgun. Eftir stutta leit við göngustíg sem Brian gekk oft um fundust hlutir í eigu Brians. Eins og staðan er núna stendur ítarlegri rannsókn lögreglu yfir á svæðinu.“ Myakkahatchee Creek garðurinn er um átta kílómetra norður af heimili Laundrie fjölskyldunnar. Lögreglan hefur undanfarinn rúman mánuð leitað Laundries en lögregla hefur viljað ná tali af Laundrie í tengslum við morðið á kærustu hans, Gabby Petito. Hann ber ekki stöðu grunaðs í málinu en er svokölluð „person of interest“ sem þýðir í raun bara það að lögregla hafi áhuga á tengslum hans við málið. Lík Petito fannst í þjóðgarði í Wyoming 19. september síðastliðinn og úrskurðaði réttarmeinafræðingur að hún hafi verið kyrkt til dauða. Petito og Laundrie voru á ferðalagi um Bandaríkin þegar hún hvarf og sýndu ítarlega frá ferðalagi sínu á samfélagsmiðlum. Laundrie sneri aftur heim til foreldra sinna í Flórída 1. september án Petito. Foreldrar hans hafa lítið viljað tala við lögregluna en greindu þó frá því að sonur þeirra hafi farið í göngu um Carlton náttúruverndarsvæðið 14. september. Síðan þá hefur hans verið leitað af lögreglu. Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Tengdar fréttir Staðfesta dánarorsök Petito Dánarstjóri í Wyoming-ríki Bandaríkjanna hefur úrskurðað að dánarorsök Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt í ríkinu, lést af völdum kyrkingar. 12. október 2021 21:42 Unnusti Petito ákærður fyrir greiðslukortasvindl Yfirvöld í Wyoming í Bandaríkjunum hafa gefið út ákæru á hendur unnusta Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt þar eftir að hún hvarf á ferðalagi með honum, fyrir að svíkja út fé með greiðslukorti. 24. september 2021 10:52 Alríkislögreglan leitar að unnusta Petito Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur óskað eftir aðstoð almennings til að finna unnusta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito, sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming á dögunum. Dánardómstjóri skar um það í gær að Petito hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 23:00 Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Fleiri fréttir Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Sjá meira
Þetta tilkynntu lögregluyfirvöld í Flórída í Bandaríkjunum í dag. Svo virðist sem hluti af líki hafi fundist á Carlton náttúruverndarsvæðinu á svæði sem áður var þakið vatni, en svæðið er fenjasvæði. Enn hefur ekki verið borið kennsl á líkamsleifarnar. Leifarnar fundust nærri bakpoka, sem samkvæmt heimildarmanni NBC News, er talinn tilheyra Laundrie. Foreldrar Laundries beindu Alríkislögreglunni FBI að svæðinu, en þau höfðu verið á ferð um svæðið og gengið fram á bakpokann að sögn Stevens Bertolino, lögmanns Laundrie. „Chris og Roberta Laundrie fóru að Myakkahatchee Creek garðinum í morgun til að leita að Brian,“ sagði Bertolino í yfirlýsingu. „Alríkislögreglan var látin vita af áætlunum foreldra Brians í gærkvöldi og fór svo og hitti Chris og Robertu í morgun. Eftir stutta leit við göngustíg sem Brian gekk oft um fundust hlutir í eigu Brians. Eins og staðan er núna stendur ítarlegri rannsókn lögreglu yfir á svæðinu.“ Myakkahatchee Creek garðurinn er um átta kílómetra norður af heimili Laundrie fjölskyldunnar. Lögreglan hefur undanfarinn rúman mánuð leitað Laundries en lögregla hefur viljað ná tali af Laundrie í tengslum við morðið á kærustu hans, Gabby Petito. Hann ber ekki stöðu grunaðs í málinu en er svokölluð „person of interest“ sem þýðir í raun bara það að lögregla hafi áhuga á tengslum hans við málið. Lík Petito fannst í þjóðgarði í Wyoming 19. september síðastliðinn og úrskurðaði réttarmeinafræðingur að hún hafi verið kyrkt til dauða. Petito og Laundrie voru á ferðalagi um Bandaríkin þegar hún hvarf og sýndu ítarlega frá ferðalagi sínu á samfélagsmiðlum. Laundrie sneri aftur heim til foreldra sinna í Flórída 1. september án Petito. Foreldrar hans hafa lítið viljað tala við lögregluna en greindu þó frá því að sonur þeirra hafi farið í göngu um Carlton náttúruverndarsvæðið 14. september. Síðan þá hefur hans verið leitað af lögreglu.
Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Tengdar fréttir Staðfesta dánarorsök Petito Dánarstjóri í Wyoming-ríki Bandaríkjanna hefur úrskurðað að dánarorsök Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt í ríkinu, lést af völdum kyrkingar. 12. október 2021 21:42 Unnusti Petito ákærður fyrir greiðslukortasvindl Yfirvöld í Wyoming í Bandaríkjunum hafa gefið út ákæru á hendur unnusta Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt þar eftir að hún hvarf á ferðalagi með honum, fyrir að svíkja út fé með greiðslukorti. 24. september 2021 10:52 Alríkislögreglan leitar að unnusta Petito Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur óskað eftir aðstoð almennings til að finna unnusta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito, sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming á dögunum. Dánardómstjóri skar um það í gær að Petito hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 23:00 Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Fleiri fréttir Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Sjá meira
Staðfesta dánarorsök Petito Dánarstjóri í Wyoming-ríki Bandaríkjanna hefur úrskurðað að dánarorsök Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt í ríkinu, lést af völdum kyrkingar. 12. október 2021 21:42
Unnusti Petito ákærður fyrir greiðslukortasvindl Yfirvöld í Wyoming í Bandaríkjunum hafa gefið út ákæru á hendur unnusta Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt þar eftir að hún hvarf á ferðalagi með honum, fyrir að svíkja út fé með greiðslukorti. 24. september 2021 10:52
Alríkislögreglan leitar að unnusta Petito Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur óskað eftir aðstoð almennings til að finna unnusta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito, sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming á dögunum. Dánardómstjóri skar um það í gær að Petito hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 23:00