Pique kom Börsungum til bjargar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. október 2021 18:45 Pique fagnar marki sínu. Alex Caparros/Getty Images Þegar neyðin er stærst er Gerard Pique næst. Spænski miðvörðurinn kom Barcelona til bjargar er liðið vann nauman 1-0 sigur á Dynamo Kiev er liðin mættust á Nývangi í Meistaradeild Evrópu. Fyrir leik var ljóst að Börsungur yrðu að vinna ef þeir ætluðu sér að eiga möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Gengi liðsins hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir undanfarið og leikur kvöldsins bar þess merki. Aðeins eitt mark var skorað og það gerðu heimamenn í Barcelona. Gerard Pique skoraði eftir fyrirgjöf Jordi Alba frá vinstri á 36. mínútu leiksins. Reyndist það eina mark leiksins og Börsungar geta andað léttar, um stund. Pique is HYPED to score Barcelona s first Champions League goal of the season pic.twitter.com/hnemw3yDWo— B/R Football (@brfootball) October 20, 2021 Barcelona er með þrjú stig að loknum þremur umferðum í E-riðli. Bayern München eru á toppnum með sex stig á meðan Benfica er í öðru sæti með fjögur stig. Alls eru tveir leikir búnir í Meistaradeildinni í dag en Salzburg vann 3-1 sigur á Wolfsburg í hinum leiknum sem lokið er. Meistaradeild Evrópu Fótbolti
Þegar neyðin er stærst er Gerard Pique næst. Spænski miðvörðurinn kom Barcelona til bjargar er liðið vann nauman 1-0 sigur á Dynamo Kiev er liðin mættust á Nývangi í Meistaradeild Evrópu. Fyrir leik var ljóst að Börsungur yrðu að vinna ef þeir ætluðu sér að eiga möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Gengi liðsins hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir undanfarið og leikur kvöldsins bar þess merki. Aðeins eitt mark var skorað og það gerðu heimamenn í Barcelona. Gerard Pique skoraði eftir fyrirgjöf Jordi Alba frá vinstri á 36. mínútu leiksins. Reyndist það eina mark leiksins og Börsungar geta andað léttar, um stund. Pique is HYPED to score Barcelona s first Champions League goal of the season pic.twitter.com/hnemw3yDWo— B/R Football (@brfootball) October 20, 2021 Barcelona er með þrjú stig að loknum þremur umferðum í E-riðli. Bayern München eru á toppnum með sex stig á meðan Benfica er í öðru sæti með fjögur stig. Alls eru tveir leikir búnir í Meistaradeildinni í dag en Salzburg vann 3-1 sigur á Wolfsburg í hinum leiknum sem lokið er.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti