Bricusse skrifaði textann við James Bond-lögin Goldfinger og You Only Live Twice og samdi lög í kvikmyndum á borð við Willy Wonka og súkkulaðiverksmiðjunni, Hook, Dolittle lækni og Superman.
Hann var mikils virtur innan heimi kvikmyndanna og fékk meðal annars Óskarsverðlaun fyrir lagið Talk to the Animals í myndinni Dolittle lækni árið 1967 og sömuleiðis tónlistina við Victor/Victoria árið 1982.
Vinkona Bricusse, leikkonan Joan Collins, minnist Bricusse á Instagram og kallar hann einn af „stærstu lagasmiðum okkar tíma“.
Leslie Bricusse varð níutíu ára gamall.