Um geðveiki og getuna til að tjá sig Steindór Jóhann Erlingsson skrifar 19. október 2021 20:01 Birtingarmyndir geðraskana eru margvíslegar, jafnt á milli einstaklinga sem og á ólíkum tímabilum hjá sömu manneskjunni. Það er því ógerningur að ókönnuðu máli að alhæfa nokkuð um getu þessa fólks til þess að tjá sig opinberlega um mikilvæg mál. Því brá mér nokkuð við að lesa þessi orð Páls Vilhjálmssonar blaðamanns og kennara: „Sá sem er geðveikur er hvorki með [sig] sjálfan né heiminn á hreinu. Annars væri hann ekki geðveikur. Sá sem er læs á sjálfan sig er í standi til að taka ákvarðanir á lífsins vegferð. Til að skilja heiminn í kringum sig þarf maður að botna í sjálfum sér. Skilgreiningin á geðveiki er að tapa áttum, ekki smávegis eða í skamma stund, heldur verulega og til lengri tíma. Sá sem leggst inn á geðdeild er kominn í slíkar ógöngur að aðeins duga stórtæk inngrip læknisvísinda til að færa geðheilsuna í samt lag“. Þessum orðum kennarans er beint að þjóðþekktum einstaklingi sem er einfær um að svara fyrir sig. Orð Páls eru hins vegar þess eðlis að hann virðist dæma alla þá sem þjást af „geðveiki“ til þagnar, sérstaklega þá sem lagst hafa inn á geðdeild. Ég er einn þessara einstaklinga. Frá árinu 2001 hef ég barist með gríðarlega erfiða geðröskun. Á tímabilinu hef ég oft lagst inn á geðdeild, gengist undir svo kallaðar raflækningar og kannast vel við að vera ekki „læs á sjálfan“ mig, en ekkert þessara atriða rændi mig nokkurn tíma getunni til þess að tjá mig opinberlega um flókin og umdeild mál. Á þessu tímabili hef ég meðal annars skrifað hátt í 100 misgóðar blaðagreinar um ýmis álitamál, sem birtust í Fréttablaðinu, Morgunblaðinu og Lesbókinni, fimm vísindagreinar sem birtust í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum og eina doktorsritgerð, sem ég varði árið 2005. Þegar smiðshöggið var rekið á ritgerðina var ég svo illa „læs á sjálfan“ mig að ég þorði varla út fyrir hússins dyr, hvað þá að fara út fyrir landsteinana til þess að verja ritgerðina. Ég neyddist því að kljást við andmælendurna þrjá í gegnum fjarfundabúnað og svaf 17-21 klukkustund á sólarhring næstu tíu mánuði. Þá komum við að bókinni, Genin okkar, sem ég skrifaði sumarið 2002. Allt þetta sumar var ég illa haldinn af gríðarlegum geðsveiflum, sem urðu þess valdandi að ég lagðist endurtekið inn á geðdeild. Ég var eðlilega undir miklu álagi enda vænti útgefandinn þess að fá handrit bókarinnar í haustbyrjun. Geðlæknirinn hvatti mig því til þess að hafa tölvuna og viðeigandi gögn meðferðis í hvert sinn sem innlög var nauðsynleg. Ég skrifaði líklega 20% bókarinnar inn á geðdeild og þar á meðal þá hluta hennar sem mér þykir vænst um. Bókin ber engan veginn með sér að höfundur hennar var bókstaflega staddur í helvíti á meðan ritun hennar stóð. Auðvitað er vel hægt að vera ósammála efnistökum hennar en ef eitthvað er að marka ritdómana fimm, sem birtust í kjölfar útgáfunnar, þótti hún takast vel. Af þessu má berlega sjá að geðröskun og dvöl á geðdeild gerir fólk ekki sjálfkrafa ófært um að tjá sig opinberlega um umdeild mál. Höfundur er vísindasagnfræðingur og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Birtingarmyndir geðraskana eru margvíslegar, jafnt á milli einstaklinga sem og á ólíkum tímabilum hjá sömu manneskjunni. Það er því ógerningur að ókönnuðu máli að alhæfa nokkuð um getu þessa fólks til þess að tjá sig opinberlega um mikilvæg mál. Því brá mér nokkuð við að lesa þessi orð Páls Vilhjálmssonar blaðamanns og kennara: „Sá sem er geðveikur er hvorki með [sig] sjálfan né heiminn á hreinu. Annars væri hann ekki geðveikur. Sá sem er læs á sjálfan sig er í standi til að taka ákvarðanir á lífsins vegferð. Til að skilja heiminn í kringum sig þarf maður að botna í sjálfum sér. Skilgreiningin á geðveiki er að tapa áttum, ekki smávegis eða í skamma stund, heldur verulega og til lengri tíma. Sá sem leggst inn á geðdeild er kominn í slíkar ógöngur að aðeins duga stórtæk inngrip læknisvísinda til að færa geðheilsuna í samt lag“. Þessum orðum kennarans er beint að þjóðþekktum einstaklingi sem er einfær um að svara fyrir sig. Orð Páls eru hins vegar þess eðlis að hann virðist dæma alla þá sem þjást af „geðveiki“ til þagnar, sérstaklega þá sem lagst hafa inn á geðdeild. Ég er einn þessara einstaklinga. Frá árinu 2001 hef ég barist með gríðarlega erfiða geðröskun. Á tímabilinu hef ég oft lagst inn á geðdeild, gengist undir svo kallaðar raflækningar og kannast vel við að vera ekki „læs á sjálfan“ mig, en ekkert þessara atriða rændi mig nokkurn tíma getunni til þess að tjá mig opinberlega um flókin og umdeild mál. Á þessu tímabili hef ég meðal annars skrifað hátt í 100 misgóðar blaðagreinar um ýmis álitamál, sem birtust í Fréttablaðinu, Morgunblaðinu og Lesbókinni, fimm vísindagreinar sem birtust í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum og eina doktorsritgerð, sem ég varði árið 2005. Þegar smiðshöggið var rekið á ritgerðina var ég svo illa „læs á sjálfan“ mig að ég þorði varla út fyrir hússins dyr, hvað þá að fara út fyrir landsteinana til þess að verja ritgerðina. Ég neyddist því að kljást við andmælendurna þrjá í gegnum fjarfundabúnað og svaf 17-21 klukkustund á sólarhring næstu tíu mánuði. Þá komum við að bókinni, Genin okkar, sem ég skrifaði sumarið 2002. Allt þetta sumar var ég illa haldinn af gríðarlegum geðsveiflum, sem urðu þess valdandi að ég lagðist endurtekið inn á geðdeild. Ég var eðlilega undir miklu álagi enda vænti útgefandinn þess að fá handrit bókarinnar í haustbyrjun. Geðlæknirinn hvatti mig því til þess að hafa tölvuna og viðeigandi gögn meðferðis í hvert sinn sem innlög var nauðsynleg. Ég skrifaði líklega 20% bókarinnar inn á geðdeild og þar á meðal þá hluta hennar sem mér þykir vænst um. Bókin ber engan veginn með sér að höfundur hennar var bókstaflega staddur í helvíti á meðan ritun hennar stóð. Auðvitað er vel hægt að vera ósammála efnistökum hennar en ef eitthvað er að marka ritdómana fimm, sem birtust í kjölfar útgáfunnar, þótti hún takast vel. Af þessu má berlega sjá að geðröskun og dvöl á geðdeild gerir fólk ekki sjálfkrafa ófært um að tjá sig opinberlega um umdeild mál. Höfundur er vísindasagnfræðingur og öryrki.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar