Leiðandi hagvísir ekki verið hærri frá 2018 Eiður Þór Árnason skrifar 19. október 2021 11:28 Íslensk skip mega veiða allt að 662.064 tonn á komandi vertíð. Vísir/KMU Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í september og hefur ekki verið hærri síðan sumarið 2018. Hann hefur nú hækkað í eitt ár samfleytt. Að sögn ráðgjafafyrirtækisins er áframhaldandi efnahagsbati í gangi og ber að líta til væntanlegs stóraukins loðnuafla á komandi vertíð. Leiðandi hagvísirinn (e. Composite Leading Indicator) er vísitala sem gefur vísbendingu um efnahagsumsvif á Íslandi að sex mánuðum liðnum. Fimm undirliðir af sex hækka frá því í ágúst en stærsta framlag til hækkunar er vegna fjölgunar ferðamanna og aukins vöruinnflutnings. Þrátt fyrir sterkar jákvæðar vísbendingar er óvissa áfram sögð vera uppi um þróun ferðaþjónustunnar og framgang kórónuveirufaraldursins. Þá er óvissa um framvindu í öðrum þeim atvinnugreinum sem hafa vaxið mest síðastliðinn misseri. Þróun leiðandi hagvísis Analytica (blár ferill) ásamt þróun vergrar landsframleiðslu (brotinn ferill). Reynslan er sú að leiðandi hagvísir er um 6 mánuði á undan þróun landsframleiðslu.Analytica Þróun á vísitölu aflamagns er einn af undirþáttum leiðandi hagvísisins en nýleg úthlutun aflamarks í loðnu gefur væntingar um að komandi vertíð verði sú stærsta í tæp 20 ár. Raungerist væntingar um stóraukinn loðnuafla má búast við að þessi undirliður hagvísisins verði leiðandi í vetur og vegi þannig á móti minni vexti í kortaveltu innanlands. Aflamagn eini undirþátturinn sem lækkar milli ára Leiðandi hagvísir Analytica tekur gildið 103,6 í september og á sú tala á að gefa vísbendingu um framleiðslu sex mánuðum síðar, það er í mars 2022. Hagvísirinn tekur gildið 100 þegar búist er við að landsframleiðsla sé í takt við langtímaleitni. Leiðandi hagvísir Analytica er samansettur úr sex undirþáttum. Um er að ræða aflamagn, debetkortaveltu, ferðamannafjölda, heimsvísitölu hlutabréfa, innflutning og væntingavísitölu Gallup. Í september hækka fimm undirþættir frá fyrra ári og eru það þeir sömu sem hækka frá í ágúst síðastliðnum. Aflamagn er sá eini sem lækkar milli ára og ber vott um að undanfarna mánuði hafi þar verið lítils háttar samdráttur, meðal annars í framhaldi af minna aflamarki annarra tegunda. Efnahagsmál Loðnuveiðar Tengdar fréttir Vísbendingar um hægari efnahagsbata Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í ágúst og hefur ekki verið hærri síðan í ársbyrjun 2019. Er þetta ellefti mánuðurinn í röð sem hagvísirinn hækkar en um er að ræða vísitölu sem á að gefa vísbendingu um vendipunkta í efnahagsumsvifum hérlendis að sex mánuðum liðnum. 17. september 2021 10:29 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Að sögn ráðgjafafyrirtækisins er áframhaldandi efnahagsbati í gangi og ber að líta til væntanlegs stóraukins loðnuafla á komandi vertíð. Leiðandi hagvísirinn (e. Composite Leading Indicator) er vísitala sem gefur vísbendingu um efnahagsumsvif á Íslandi að sex mánuðum liðnum. Fimm undirliðir af sex hækka frá því í ágúst en stærsta framlag til hækkunar er vegna fjölgunar ferðamanna og aukins vöruinnflutnings. Þrátt fyrir sterkar jákvæðar vísbendingar er óvissa áfram sögð vera uppi um þróun ferðaþjónustunnar og framgang kórónuveirufaraldursins. Þá er óvissa um framvindu í öðrum þeim atvinnugreinum sem hafa vaxið mest síðastliðinn misseri. Þróun leiðandi hagvísis Analytica (blár ferill) ásamt þróun vergrar landsframleiðslu (brotinn ferill). Reynslan er sú að leiðandi hagvísir er um 6 mánuði á undan þróun landsframleiðslu.Analytica Þróun á vísitölu aflamagns er einn af undirþáttum leiðandi hagvísisins en nýleg úthlutun aflamarks í loðnu gefur væntingar um að komandi vertíð verði sú stærsta í tæp 20 ár. Raungerist væntingar um stóraukinn loðnuafla má búast við að þessi undirliður hagvísisins verði leiðandi í vetur og vegi þannig á móti minni vexti í kortaveltu innanlands. Aflamagn eini undirþátturinn sem lækkar milli ára Leiðandi hagvísir Analytica tekur gildið 103,6 í september og á sú tala á að gefa vísbendingu um framleiðslu sex mánuðum síðar, það er í mars 2022. Hagvísirinn tekur gildið 100 þegar búist er við að landsframleiðsla sé í takt við langtímaleitni. Leiðandi hagvísir Analytica er samansettur úr sex undirþáttum. Um er að ræða aflamagn, debetkortaveltu, ferðamannafjölda, heimsvísitölu hlutabréfa, innflutning og væntingavísitölu Gallup. Í september hækka fimm undirþættir frá fyrra ári og eru það þeir sömu sem hækka frá í ágúst síðastliðnum. Aflamagn er sá eini sem lækkar milli ára og ber vott um að undanfarna mánuði hafi þar verið lítils háttar samdráttur, meðal annars í framhaldi af minna aflamarki annarra tegunda.
Efnahagsmál Loðnuveiðar Tengdar fréttir Vísbendingar um hægari efnahagsbata Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í ágúst og hefur ekki verið hærri síðan í ársbyrjun 2019. Er þetta ellefti mánuðurinn í röð sem hagvísirinn hækkar en um er að ræða vísitölu sem á að gefa vísbendingu um vendipunkta í efnahagsumsvifum hérlendis að sex mánuðum liðnum. 17. september 2021 10:29 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Vísbendingar um hægari efnahagsbata Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í ágúst og hefur ekki verið hærri síðan í ársbyrjun 2019. Er þetta ellefti mánuðurinn í röð sem hagvísirinn hækkar en um er að ræða vísitölu sem á að gefa vísbendingu um vendipunkta í efnahagsumsvifum hérlendis að sex mánuðum liðnum. 17. september 2021 10:29