Ísland með besta lífeyriskerfið í alþjóðlegum samanburði Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 19. október 2021 06:57 Ísland er í fjórða sæti þegar kemur að kynjamun í lífeyriskerfinu. Vísir/Vilhelm Íslenska lífeyriskerfið er í efsta sæti í alþjóðlegri lífeyrisvísitölu sem ráðgjafarfyrirtækið Mercer og samtökin CFA Institute standa að og birt var í morgun. Í tilkynningu frá Landssamtökum lífeyrissjóða segir að Ísland sé í fyrsta sinn með í vísitölunni, en hún ber saman lífeyriskerfi í 43 ríkjum. Í næstu sætum fyrir neðan Ísland koma Holland og Danmörk en ríkin þrjú eru þau einu sem ná efsta flokki vísitölunnar þegar lögð eru saman stig fyrir hvern einstakan þátt. Í tilkynningunni er bent á að Ísland fái góða útkomu í mörgum þáttum en ekki mjög slaka útkomu í neinum þætti, sem skilar landinu í efsta sætið. Dr. David Knox, sérfræðingur hjá Mercer, segir ástæður þess að Ísland sé í efsta sæti meðal annars tiltölulega ríflegur lífeyrir frá ríkinu, samtryggingarlífeyrissjóði alls launafólks með hárri iðgjaldaprósentu og góða stjórnarhætti og regluverk lífeyrissjóða í kerfi með góða eiginleika. Hins vegar mætti gera enn betur með því að minnka skuldir heimilana, hækka lífeyristökualdur og minnka skuldir ríkisins. Þegar kemur að kynjamun í lífeyriskerfum er Ísland í fjórða sæti en samkvæmt útreikningum OECD er meðallífeyrir kvenna lægri en meðallífeyrir karla í öllum þeim kerfum sem voru til skoðunar. Munurinn á Íslandi er 13,2 prósent en hæstur í Japan þar sem hann er nærri 50 prósent. Samanburðurinn byggir annars vegar á talnaefni frá Efnahags- og framfarastofnuninni – OECD og öðrum fjölþjóðastofnunum og gagnabönkum og hins vegar á upplýsingum sem sérfræðingar hjá Mercer og fleiri hafa aflað í viðkomandi ríkjum. Nánari upplýsingar má finna á lifeyrismal.is. Lífeyrissjóðir Vinnumarkaður Eldri borgarar Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Í tilkynningu frá Landssamtökum lífeyrissjóða segir að Ísland sé í fyrsta sinn með í vísitölunni, en hún ber saman lífeyriskerfi í 43 ríkjum. Í næstu sætum fyrir neðan Ísland koma Holland og Danmörk en ríkin þrjú eru þau einu sem ná efsta flokki vísitölunnar þegar lögð eru saman stig fyrir hvern einstakan þátt. Í tilkynningunni er bent á að Ísland fái góða útkomu í mörgum þáttum en ekki mjög slaka útkomu í neinum þætti, sem skilar landinu í efsta sætið. Dr. David Knox, sérfræðingur hjá Mercer, segir ástæður þess að Ísland sé í efsta sæti meðal annars tiltölulega ríflegur lífeyrir frá ríkinu, samtryggingarlífeyrissjóði alls launafólks með hárri iðgjaldaprósentu og góða stjórnarhætti og regluverk lífeyrissjóða í kerfi með góða eiginleika. Hins vegar mætti gera enn betur með því að minnka skuldir heimilana, hækka lífeyristökualdur og minnka skuldir ríkisins. Þegar kemur að kynjamun í lífeyriskerfum er Ísland í fjórða sæti en samkvæmt útreikningum OECD er meðallífeyrir kvenna lægri en meðallífeyrir karla í öllum þeim kerfum sem voru til skoðunar. Munurinn á Íslandi er 13,2 prósent en hæstur í Japan þar sem hann er nærri 50 prósent. Samanburðurinn byggir annars vegar á talnaefni frá Efnahags- og framfarastofnuninni – OECD og öðrum fjölþjóðastofnunum og gagnabönkum og hins vegar á upplýsingum sem sérfræðingar hjá Mercer og fleiri hafa aflað í viðkomandi ríkjum. Nánari upplýsingar má finna á lifeyrismal.is.
Lífeyrissjóðir Vinnumarkaður Eldri borgarar Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira