Forfeðurnir hjuggu niður álftir og söltuðu í tunnur Kristján Már Unnarsson skrifar 18. október 2021 22:22 Steingrímur við gamla bæinn á Gunnarsstöðum. Þar hefur hann átt lögheimili alla sína tíð. Einar Árnason Steingrímur J. Sigfússon hyggst meðal annars sinna æðarvarpi og vonast til að þurfa sem sjaldnast að fara í jakkaföt nú þegar hann hefur látið af þingmennsku. Á heimaslóðum sínum í Þistilfirði rifjar hann upp að forfeður hans veiddu álftir sér til matar. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Steingrím í heyskap á Gunnarsstöðum en eftir að hafa stýrt sínum síðasta þingfundi í sumar sem forseti Alþingis hélt hann norður í Þistilfjörð á æskuheimili sitt. Steingrímur á traktornum. Æskuheimilið á Gunnarsstöðum í baksýn.Einar Árnason „Ég bara rýk hér upp á vélar um leið og ég kem, ef þannig stendur á. Það er alveg yndislegt. Og finna töðuilminn. Það er bara hluti af tilverunni,“ segir Steingrímur þegar hann stígur af traktornum. Hér segist hann ætla að vera með annan fótinn nú þegar stjórnmálaferlinum er lokið og sinna gamla íbúðarhúsinu og jörðinni. „Við erum hérna með smáæðarvarp sem við erum að reyna að koma upp. Þannig að ég er með næg verkefni, skal ég segja ykkur. Og verð því óskaplega feginn að þurfa sem sjaldnast að fara í jakkaföt.“ Steingrímur sýnir hvar heiðarbýlið Hávarðsstaðir stóð. Þaðan komu forfeður hans.Einar Árnason Og þegar hann sýnir okkur heiðarbýlið Hávarðsstaði, þar sem langafi hans bjó, segir hann okkur að forfeður hans veiddu álftir og átu. „Álftin var mikilvæg kjötuppspretta á þessum bæjum sem áttu land að heiðinni. Því það var hægt að fara og veiða hana á sumrin. Hún var bara höggvin niður og söltuð í tunnur, rétt eins og lambakjöt,“ segir Steingrímur, sem er viðmælandi þáttarins Um land allt, um mannlíf í Þistilfirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Svalbarðshreppur Landbúnaður Um land allt Fuglar Matur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Steingrímur kominn í töðuilm í bústörfum á Gunnarsstöðum Steingrímur J. Sigfússon stendur á tímamótum að loknum 38 ára viðburðaríkum stjórnmálaferli. Eftir að hafa stýrt sínum síðasta þingfundi í sumar sem forseti Alþingis hélt hann ásamt fjölskyldu sinni í frí norður í Þistilfjörð á æskuheimili sitt á Gunnarsstöðum. 17. október 2021 14:32 Steingrímur hættir í pólitík Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna til margra ára forseti Alþingis, hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi í þingkosningum sem fram fara á næsta ári. 31. október 2020 14:35 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Steingrím í heyskap á Gunnarsstöðum en eftir að hafa stýrt sínum síðasta þingfundi í sumar sem forseti Alþingis hélt hann norður í Þistilfjörð á æskuheimili sitt. Steingrímur á traktornum. Æskuheimilið á Gunnarsstöðum í baksýn.Einar Árnason „Ég bara rýk hér upp á vélar um leið og ég kem, ef þannig stendur á. Það er alveg yndislegt. Og finna töðuilminn. Það er bara hluti af tilverunni,“ segir Steingrímur þegar hann stígur af traktornum. Hér segist hann ætla að vera með annan fótinn nú þegar stjórnmálaferlinum er lokið og sinna gamla íbúðarhúsinu og jörðinni. „Við erum hérna með smáæðarvarp sem við erum að reyna að koma upp. Þannig að ég er með næg verkefni, skal ég segja ykkur. Og verð því óskaplega feginn að þurfa sem sjaldnast að fara í jakkaföt.“ Steingrímur sýnir hvar heiðarbýlið Hávarðsstaðir stóð. Þaðan komu forfeður hans.Einar Árnason Og þegar hann sýnir okkur heiðarbýlið Hávarðsstaði, þar sem langafi hans bjó, segir hann okkur að forfeður hans veiddu álftir og átu. „Álftin var mikilvæg kjötuppspretta á þessum bæjum sem áttu land að heiðinni. Því það var hægt að fara og veiða hana á sumrin. Hún var bara höggvin niður og söltuð í tunnur, rétt eins og lambakjöt,“ segir Steingrímur, sem er viðmælandi þáttarins Um land allt, um mannlíf í Þistilfirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Svalbarðshreppur Landbúnaður Um land allt Fuglar Matur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Steingrímur kominn í töðuilm í bústörfum á Gunnarsstöðum Steingrímur J. Sigfússon stendur á tímamótum að loknum 38 ára viðburðaríkum stjórnmálaferli. Eftir að hafa stýrt sínum síðasta þingfundi í sumar sem forseti Alþingis hélt hann ásamt fjölskyldu sinni í frí norður í Þistilfjörð á æskuheimili sitt á Gunnarsstöðum. 17. október 2021 14:32 Steingrímur hættir í pólitík Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna til margra ára forseti Alþingis, hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi í þingkosningum sem fram fara á næsta ári. 31. október 2020 14:35 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Steingrímur kominn í töðuilm í bústörfum á Gunnarsstöðum Steingrímur J. Sigfússon stendur á tímamótum að loknum 38 ára viðburðaríkum stjórnmálaferli. Eftir að hafa stýrt sínum síðasta þingfundi í sumar sem forseti Alþingis hélt hann ásamt fjölskyldu sinni í frí norður í Þistilfjörð á æskuheimili sitt á Gunnarsstöðum. 17. október 2021 14:32
Steingrímur hættir í pólitík Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna til margra ára forseti Alþingis, hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi í þingkosningum sem fram fara á næsta ári. 31. október 2020 14:35