Græningjar samþykkja að ráðast í formlegar stjórnarmyndunarviðræður Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2021 08:23 Annalena Baerbock er annar leiðtoga Græningja og var kanslaraefni flokksins í nýafstöðnum kosningum. Við hlið hennar er Olaf Scholz, kanslaraefni Jafnaðarmanna. Allt bendir til að Scholz muni taka við kanslaraembættinu af Angelu Merkel á næstu vikum. EPA Mikill meirihluti þýskra Græningja samþykkti í gær að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Jafnaðarmenn (SPD) og Frjálslynda demókrata (FDP). Græningjar þurftu, flokkslögum samkvæmt, að boða til aukaflokksþings til að greiða atkvæði um hvort að flokkurinn ætti að ráðast í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Græningjar urðu þriðji stærsti flokkurinn á þýska þinginu eftir kosningarnar í landinu þann 26. september síðastliðinn. Jafnaðarmenn, með Olaf Scholz sem kanslaraefni, varð stærsti flokkurinn, en Kristilegir demókratar (CDU/CSU), flokkur Angelu Merkel, fráfarandi kanslara, urðu næststærstir og misstu mikinn fjölda þingsæta. Jafnaðarmenn, Græningjar og Frjálslyndir demókratar áttu í könnunarviðræðum síðustu vikuna til að kanna hvort að grundvöllur væri fyrir því að ráðast í formlegar viðræður um myndun nýrrar stjórnar. DW segir frá því að flokkarnir ætli sér að grípa til umfangsmikilla aðgerða til að tryggja að Þýskaland geti staðið við þær skuldbindingar sem kveðið sé á um í Parísarsáttmálanum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Þá ætli flokkarnir að flýta því til ársins 2030, í stað 2038, að í áföngum hætta í notkun kola. Jafnaðarmenn samþykktu formlega fyrir sitt leyti síðasta föstudag að ráðast í formlegar stjórnarmyndunarviðræður á meðan reiknað sé með að fulltrúar FDP geri slíkt hið sama síðar í dag. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Taka næsta skref til stjórnarmyndunar í Þýskalandi Sósíaldemókratar (SDP), Græningjar og Frjálslyndir Demókratar (FDP) tilkynntu fyrir stundu að samkomulag hafi tekist um málefnasamning fyrir formlegar viðræður um ríkisstjórnarsamstarf. 15. október 2021 11:44 Skattamál og loftslagsmál helsti ásteytingarsteinninn Líkur eru á að þýski Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD), Græningjar og Frjálslyndir demókratar (FDP) muni ljúka könnunarviðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrir lok þessarar viku. Helst er deilt um skattamál og loftslagsmál í viðræðunum. 13. október 2021 10:29 Hver er þessi Olaf Scholz? Þjóðverjar munu brátt sjá nýjan mann í embætti kanslara í stað Angelu Merkel sem stýrt hefur landinu frá árinu 2005. Eftir kosningar á sunnudag má telja líklegast að það verði Olaf Scholz fjármálaráðherra sem var kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í nýafstöðnum kosningum. 28. september 2021 07:01 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Græningjar þurftu, flokkslögum samkvæmt, að boða til aukaflokksþings til að greiða atkvæði um hvort að flokkurinn ætti að ráðast í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Græningjar urðu þriðji stærsti flokkurinn á þýska þinginu eftir kosningarnar í landinu þann 26. september síðastliðinn. Jafnaðarmenn, með Olaf Scholz sem kanslaraefni, varð stærsti flokkurinn, en Kristilegir demókratar (CDU/CSU), flokkur Angelu Merkel, fráfarandi kanslara, urðu næststærstir og misstu mikinn fjölda þingsæta. Jafnaðarmenn, Græningjar og Frjálslyndir demókratar áttu í könnunarviðræðum síðustu vikuna til að kanna hvort að grundvöllur væri fyrir því að ráðast í formlegar viðræður um myndun nýrrar stjórnar. DW segir frá því að flokkarnir ætli sér að grípa til umfangsmikilla aðgerða til að tryggja að Þýskaland geti staðið við þær skuldbindingar sem kveðið sé á um í Parísarsáttmálanum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Þá ætli flokkarnir að flýta því til ársins 2030, í stað 2038, að í áföngum hætta í notkun kola. Jafnaðarmenn samþykktu formlega fyrir sitt leyti síðasta föstudag að ráðast í formlegar stjórnarmyndunarviðræður á meðan reiknað sé með að fulltrúar FDP geri slíkt hið sama síðar í dag.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Taka næsta skref til stjórnarmyndunar í Þýskalandi Sósíaldemókratar (SDP), Græningjar og Frjálslyndir Demókratar (FDP) tilkynntu fyrir stundu að samkomulag hafi tekist um málefnasamning fyrir formlegar viðræður um ríkisstjórnarsamstarf. 15. október 2021 11:44 Skattamál og loftslagsmál helsti ásteytingarsteinninn Líkur eru á að þýski Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD), Græningjar og Frjálslyndir demókratar (FDP) muni ljúka könnunarviðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrir lok þessarar viku. Helst er deilt um skattamál og loftslagsmál í viðræðunum. 13. október 2021 10:29 Hver er þessi Olaf Scholz? Þjóðverjar munu brátt sjá nýjan mann í embætti kanslara í stað Angelu Merkel sem stýrt hefur landinu frá árinu 2005. Eftir kosningar á sunnudag má telja líklegast að það verði Olaf Scholz fjármálaráðherra sem var kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í nýafstöðnum kosningum. 28. september 2021 07:01 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Taka næsta skref til stjórnarmyndunar í Þýskalandi Sósíaldemókratar (SDP), Græningjar og Frjálslyndir Demókratar (FDP) tilkynntu fyrir stundu að samkomulag hafi tekist um málefnasamning fyrir formlegar viðræður um ríkisstjórnarsamstarf. 15. október 2021 11:44
Skattamál og loftslagsmál helsti ásteytingarsteinninn Líkur eru á að þýski Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD), Græningjar og Frjálslyndir demókratar (FDP) muni ljúka könnunarviðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrir lok þessarar viku. Helst er deilt um skattamál og loftslagsmál í viðræðunum. 13. október 2021 10:29
Hver er þessi Olaf Scholz? Þjóðverjar munu brátt sjá nýjan mann í embætti kanslara í stað Angelu Merkel sem stýrt hefur landinu frá árinu 2005. Eftir kosningar á sunnudag má telja líklegast að það verði Olaf Scholz fjármálaráðherra sem var kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í nýafstöðnum kosningum. 28. september 2021 07:01