Stuðningsmaðurinn sem hneig niður sagður stöðugur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. október 2021 22:01 Andre Marriner, dómari leiksins, ræðir við lögregluþjón í stúkunni. Stu Forster/Getty Images Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Newcastle og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar að stuðningsmaður Newcastle hneig niður. Stöðva þurfti leikinn um stund á meðan maðurinn fékk aðhlynningu, en nýjustu fréttir herma að líðan hans sé stöðug. Eftir rétt rúmlega 40 mínútna leik bjuggu leikmenn Tottenham sig undir að taka hornspyrnu. Á sama tíma tók Sergio Reguilon, bakvörður Tottenham, eftir því að ekki var allt með felldu uppi í stúku. Hann lét Andre Marriner, dómara leiksins, vita og hann stöðvaði leikinn. Andartökum seinna sást Eric Dier, varnarmaður Tottenham, taka sprettinn að sjúkrateymum liðanna, og í kjölfarið hlupu meðlimir þeirra með hjartastuðtæki í átt að stúkunni. Andre Marriner skipaði leikmönnum að fara inn í klefa á meðan stuðningsmaðurinn fékk aðhlynningu, en hann var svo fluttur á næsta sjúkrahús. Að lokum hélt leikurinn áfram, og gestirnir í Tottenham unnu 3-2 sigur. Nú fyrir skemmstu barst tilkynning frá Newcastle þar sem kemur fram að líðan mannsinns sé stöðug, og að hann sýni viðbrögð. „Félagið vill þakka stuðningsmönnunum fyrir skjót viðbrögð og að hafa vakið athygli á aðstæðum, og hrósa þeim sem framkvæmdu hjartahnoð. Ásamt því viljum við þakka læknateyminu á svæðinu sem brást hratt við og beitti nálægu hjartastuðtæki,“ segir meðal annars í tilkynningunni. #NUFC can confirm that a supporter who required emergency medical treatment during today's game at St. James’ Park is stable and responsive in hospital. 🙏— Newcastle United FC (@NUFC) October 17, 2021 „Ég sá að eitthvað slæmt hafði komið fyrir“ „Ég sá stuðningsmennina veifa og svo sá ég liggjandi mann,“ sagði Sergio Reguilon í samtali við BBC. „Ég sá að eitthvað slæmt hafði komið fyrir. Ég horfði á dómarann og hann stoppaði leikinn. Ég held að allt sé í lagi núna.“ „Þetta var mjög skrýtið, því við fórum inn í klefa og ég var að horfa á mann liggjandi í jörðinni. Ég var stressaður af því að mér líður ekki vel að sjá svona.“ Football is not the most important. Get well soon 💪🙏 pic.twitter.com/Ltwvxy7wrU— Sergio Reguilón (@sergio_regui) October 17, 2021 Enski boltinn Bretland England Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sjá meira
Eftir rétt rúmlega 40 mínútna leik bjuggu leikmenn Tottenham sig undir að taka hornspyrnu. Á sama tíma tók Sergio Reguilon, bakvörður Tottenham, eftir því að ekki var allt með felldu uppi í stúku. Hann lét Andre Marriner, dómara leiksins, vita og hann stöðvaði leikinn. Andartökum seinna sást Eric Dier, varnarmaður Tottenham, taka sprettinn að sjúkrateymum liðanna, og í kjölfarið hlupu meðlimir þeirra með hjartastuðtæki í átt að stúkunni. Andre Marriner skipaði leikmönnum að fara inn í klefa á meðan stuðningsmaðurinn fékk aðhlynningu, en hann var svo fluttur á næsta sjúkrahús. Að lokum hélt leikurinn áfram, og gestirnir í Tottenham unnu 3-2 sigur. Nú fyrir skemmstu barst tilkynning frá Newcastle þar sem kemur fram að líðan mannsinns sé stöðug, og að hann sýni viðbrögð. „Félagið vill þakka stuðningsmönnunum fyrir skjót viðbrögð og að hafa vakið athygli á aðstæðum, og hrósa þeim sem framkvæmdu hjartahnoð. Ásamt því viljum við þakka læknateyminu á svæðinu sem brást hratt við og beitti nálægu hjartastuðtæki,“ segir meðal annars í tilkynningunni. #NUFC can confirm that a supporter who required emergency medical treatment during today's game at St. James’ Park is stable and responsive in hospital. 🙏— Newcastle United FC (@NUFC) October 17, 2021 „Ég sá að eitthvað slæmt hafði komið fyrir“ „Ég sá stuðningsmennina veifa og svo sá ég liggjandi mann,“ sagði Sergio Reguilon í samtali við BBC. „Ég sá að eitthvað slæmt hafði komið fyrir. Ég horfði á dómarann og hann stoppaði leikinn. Ég held að allt sé í lagi núna.“ „Þetta var mjög skrýtið, því við fórum inn í klefa og ég var að horfa á mann liggjandi í jörðinni. Ég var stressaður af því að mér líður ekki vel að sjá svona.“ Football is not the most important. Get well soon 💪🙏 pic.twitter.com/Ltwvxy7wrU— Sergio Reguilón (@sergio_regui) October 17, 2021
Enski boltinn Bretland England Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sjá meira