Skoraði úr víti með hægri | Jafnfættar vítaskyttur Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 17. október 2021 11:00 Perisic á punktinum EPA-EFE/CLAUDIO PERI Ivan Perisic, leikmaður Inter Milan, skoraði fyrsta mark liðsins í tapi fyrir Lazio á útivelli í gær. Markið var sérstakt því Perisic skoraði með hægri fæti, en hann skoraði úr víti með vinstri fæti á móti Frosinione í apríl 2019. Perisic er fyrsti leikmaðurinn í Serie A til þess að skora úr vítum með báðum fótum síðan 2004 þegar tölfræði um með hvaða fæti leikmaður skorar var fyrst tekin saman. Hann er þó alls ekki sá eini sem hefur sýnt af sér þessa fjölhæfni. Sá sem var hvað frægastur fyrir slíka jafnfætni var þjóðverjinn og vinstri bakvörðurinn Andreas Brehme. Brehme, sem lék meðal annars með Bayern Munchen og Inter Milan, er þekktur fyrir að hafa einn allra besta vinstri fót sögunnar en hægri fóturinn var ekkert slor heldur. Brehme, sem skoraði úr víti á móti Mexíkó á heimsmeistaramótinu 1986 með vinstri fæti skoraði frægt sigurmark á 85. mínútu í úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu 1990 úr víti. Með hægri fæti. After losing two #WorldCup finals in a row, it was third time's a charm for @DFB_Team_EN as they edged holders Argentina 1-0 in the Italy 1990 final thanks to Andreas Brehme's penalty pic.twitter.com/spe9KDolU9— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) December 18, 2020 Í ensku úrvalsdeildinni hafa tveir leikmenn gert þetta. Bobby Zamora skoraði úr nokkrum vítum í deildinni, flestum með vinstri fæti. Hann tók þó óvænt víti með Fulham gegn Newcastle árið 2012 með hægri og skoraði. Hinn leikmaðuriinn er hinn síungi Obafemi Martins sem skoraði einungis úr tveimur vítum í deildinni. Eitt með hægri á móti Reading árið 2006 og eitt með vinstri á móti Birmingham árið 2007. Santi Cazorla á sennilega skemmtilegustu útgáfuna. Hann skoraði með hægri fæti með svokölluðum Panenka stíl úr víti fyrir Arsenal gegn Newcastle í desember 2014. Hann endurtók svo leikinn fyrr á þessu ári sem leikmaður Al Sadd í Katar á móti erkifjendunum í Al Arabi. Panenka spyrna, en í þetta sinn með vinstri. Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Sjá meira
Perisic er fyrsti leikmaðurinn í Serie A til þess að skora úr vítum með báðum fótum síðan 2004 þegar tölfræði um með hvaða fæti leikmaður skorar var fyrst tekin saman. Hann er þó alls ekki sá eini sem hefur sýnt af sér þessa fjölhæfni. Sá sem var hvað frægastur fyrir slíka jafnfætni var þjóðverjinn og vinstri bakvörðurinn Andreas Brehme. Brehme, sem lék meðal annars með Bayern Munchen og Inter Milan, er þekktur fyrir að hafa einn allra besta vinstri fót sögunnar en hægri fóturinn var ekkert slor heldur. Brehme, sem skoraði úr víti á móti Mexíkó á heimsmeistaramótinu 1986 með vinstri fæti skoraði frægt sigurmark á 85. mínútu í úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu 1990 úr víti. Með hægri fæti. After losing two #WorldCup finals in a row, it was third time's a charm for @DFB_Team_EN as they edged holders Argentina 1-0 in the Italy 1990 final thanks to Andreas Brehme's penalty pic.twitter.com/spe9KDolU9— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) December 18, 2020 Í ensku úrvalsdeildinni hafa tveir leikmenn gert þetta. Bobby Zamora skoraði úr nokkrum vítum í deildinni, flestum með vinstri fæti. Hann tók þó óvænt víti með Fulham gegn Newcastle árið 2012 með hægri og skoraði. Hinn leikmaðuriinn er hinn síungi Obafemi Martins sem skoraði einungis úr tveimur vítum í deildinni. Eitt með hægri á móti Reading árið 2006 og eitt með vinstri á móti Birmingham árið 2007. Santi Cazorla á sennilega skemmtilegustu útgáfuna. Hann skoraði með hægri fæti með svokölluðum Panenka stíl úr víti fyrir Arsenal gegn Newcastle í desember 2014. Hann endurtók svo leikinn fyrr á þessu ári sem leikmaður Al Sadd í Katar á móti erkifjendunum í Al Arabi. Panenka spyrna, en í þetta sinn með vinstri.
Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Sjá meira