Greint frá nöfnum þeirra sem létust í árásinni í Kongsberg Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 16. október 2021 13:48 Gunnar Erling Suave (t.v.), Hanne Englund (fyrir miðju) og Andréa Meyer (t.v.) Lögreglan í Noregi Lögreglan í Noregi hefur nú greint frá nöfnum fórnarlambanna fimm sem létust í árásinni í Kongsberg á miðvikudag. Fórnarlömbin voru á aldrinum 52-78 ára. Fimm létust og nokkrir særðust í árás bogamanns í norska bænum Kongsberg á miðvikudaginn síðastliðinn. Árásarmaðurinn, hinn 37 ára gamli Espen Andersen Bråthen, var handtekinn á staðnum eftir að hafa skotið fólk með boga og örvum í bænum. Yngsta fórnarlamb árásarmannsins var Andréa Meyer en hún var 52 ára gömul. Andréa bjó á Hyttegata en árásarmaðurinn var handtekinn í þeirri götu. Nágranni hennar segir hana hafa verið hlýlega og kurteisa manneskju. Hanne Eglund var 56 ára gömul og bjó einnig á Hyttegata. Hún stundaði leirkerasmíði, rak gallerí og búð í bænum. Að sögn norska ríkisútvarpsins var hún mjög vel liðin í samfélaginu. Liv Berit Borge var myrt ásamt manni sínum, Gunnar Erling Suave. Þau voru bæði 75 ára gömul. Nágrannar þeirra segja þau hafa verið vingjarnleg og félagslynd en þau sátu reglulega á verönd sinni fyrir framan húsið og spjölluðu við gesti og gangandi. Gun Marith Madsen var elsta fórnarlamb árásarmannsins. Hún var 78 ára gömul. Nágrannar Madsen segja að hún hafi verið opin og umhugað um fólk í kringum sig. Liv Berit Borge (t.v.) og Gun Marith Madsen (t.h.)Lögreglan í Noregi Saksóknari rannsakar heilbrigðisyfirvöld í Kongsberg Saksóknari í Noregi hefur ákveðið að hefja rannsókn á heilbrigðisyfirvöldum í Kongsberg vegna fjöldamorðsins en fram kemur í frétt Verdens Gang að rannsakað verði hvers kyns eftirlit og heilbrigðisþjónustu Bråthen hafi fengið eftir morðin. Beåthen var lagður inn á lokaða geðdeild eftir að hann var handtekinn, hvar heilsu hans hefur hrakað mjög síðustu daga - svo mikið að ekki hefur reynst unnt að yfirheyra hann. Þá telur lögregla að andleg veikindi Bråthens séu ástæða árásarinnar og skilgreinir hana ekki sem hryðjuverk. Samfélagið í Kongsberg, og Noregi öllum, er í sárum eftir ódæðið en lögregla tilkynnti nöfn þeirra látnu á blaðamannafundi fyrr í dag. Fjöldamorð í Kongsberg Noregur Tengdar fréttir Bogaárásin í Kongsbergs talin hafa verið hryðjuverk Öryggisstofnun Noregs segir að svo virðist sem að fjöldamorð sem var framið í bænum Kongsberg í gærkvöldi hafi verið hryðjuverkaárás. Árásarmaðurinn er sagður hafa hlotið nokkra dóma og hótað nýlega að drepa ættingja sinn. 14. október 2021 11:48 Ódæðismaðurinn vistaður á stofnun: Norðmenn eru í sárum Norðmenn eru í sárum eftir ódæðin í fyrradag þegar karlmaður vopnaður boga og örvum myrti fimm manns. Lögregla telur ekki um hryðjuverkaárás að ræða heldur sé árásarmaðurinn andlega veikur. Hann hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun. 15. október 2021 22:36 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Fimm létust og nokkrir særðust í árás bogamanns í norska bænum Kongsberg á miðvikudaginn síðastliðinn. Árásarmaðurinn, hinn 37 ára gamli Espen Andersen Bråthen, var handtekinn á staðnum eftir að hafa skotið fólk með boga og örvum í bænum. Yngsta fórnarlamb árásarmannsins var Andréa Meyer en hún var 52 ára gömul. Andréa bjó á Hyttegata en árásarmaðurinn var handtekinn í þeirri götu. Nágranni hennar segir hana hafa verið hlýlega og kurteisa manneskju. Hanne Eglund var 56 ára gömul og bjó einnig á Hyttegata. Hún stundaði leirkerasmíði, rak gallerí og búð í bænum. Að sögn norska ríkisútvarpsins var hún mjög vel liðin í samfélaginu. Liv Berit Borge var myrt ásamt manni sínum, Gunnar Erling Suave. Þau voru bæði 75 ára gömul. Nágrannar þeirra segja þau hafa verið vingjarnleg og félagslynd en þau sátu reglulega á verönd sinni fyrir framan húsið og spjölluðu við gesti og gangandi. Gun Marith Madsen var elsta fórnarlamb árásarmannsins. Hún var 78 ára gömul. Nágrannar Madsen segja að hún hafi verið opin og umhugað um fólk í kringum sig. Liv Berit Borge (t.v.) og Gun Marith Madsen (t.h.)Lögreglan í Noregi Saksóknari rannsakar heilbrigðisyfirvöld í Kongsberg Saksóknari í Noregi hefur ákveðið að hefja rannsókn á heilbrigðisyfirvöldum í Kongsberg vegna fjöldamorðsins en fram kemur í frétt Verdens Gang að rannsakað verði hvers kyns eftirlit og heilbrigðisþjónustu Bråthen hafi fengið eftir morðin. Beåthen var lagður inn á lokaða geðdeild eftir að hann var handtekinn, hvar heilsu hans hefur hrakað mjög síðustu daga - svo mikið að ekki hefur reynst unnt að yfirheyra hann. Þá telur lögregla að andleg veikindi Bråthens séu ástæða árásarinnar og skilgreinir hana ekki sem hryðjuverk. Samfélagið í Kongsberg, og Noregi öllum, er í sárum eftir ódæðið en lögregla tilkynnti nöfn þeirra látnu á blaðamannafundi fyrr í dag.
Fjöldamorð í Kongsberg Noregur Tengdar fréttir Bogaárásin í Kongsbergs talin hafa verið hryðjuverk Öryggisstofnun Noregs segir að svo virðist sem að fjöldamorð sem var framið í bænum Kongsberg í gærkvöldi hafi verið hryðjuverkaárás. Árásarmaðurinn er sagður hafa hlotið nokkra dóma og hótað nýlega að drepa ættingja sinn. 14. október 2021 11:48 Ódæðismaðurinn vistaður á stofnun: Norðmenn eru í sárum Norðmenn eru í sárum eftir ódæðin í fyrradag þegar karlmaður vopnaður boga og örvum myrti fimm manns. Lögregla telur ekki um hryðjuverkaárás að ræða heldur sé árásarmaðurinn andlega veikur. Hann hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun. 15. október 2021 22:36 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Bogaárásin í Kongsbergs talin hafa verið hryðjuverk Öryggisstofnun Noregs segir að svo virðist sem að fjöldamorð sem var framið í bænum Kongsberg í gærkvöldi hafi verið hryðjuverkaárás. Árásarmaðurinn er sagður hafa hlotið nokkra dóma og hótað nýlega að drepa ættingja sinn. 14. október 2021 11:48
Ódæðismaðurinn vistaður á stofnun: Norðmenn eru í sárum Norðmenn eru í sárum eftir ódæðin í fyrradag þegar karlmaður vopnaður boga og örvum myrti fimm manns. Lögregla telur ekki um hryðjuverkaárás að ræða heldur sé árásarmaðurinn andlega veikur. Hann hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun. 15. október 2021 22:36