Milljarður á 30 sekúndum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Njörður Sigurðsson og Sigrún Árnadóttir skrifa 16. október 2021 09:31 Undanfarið kjörtímabil hefur samstarf í bæjarstjórn Hveragerðis verið með ágætum. Þó koma reglulega upp mál sem minni- og meirihluta greinir á um, sem telst nú nokkuð eðlilegt í hinu pólitíska umhverfi. Gott samstarf minni- og meirihluta í Hveragerði má einnig rekja lengra aftur í tímann en þess má geta að fjárhagsáætlun bæjarins hefur verið unnin sameiginlega síðasta áratug eða svo. Við þá vinnu hefur skapast tækifæri til að taka tillit til ólíkra sjónarmiða, bæjarfulltrúar hafa sett sig enn betur inn í stöðu mála í bæjarfélaginu sem og að bæjarstjórnin öll axli ábyrgð á fjárhagnum. Sjálfstæðisflokkurinn í Hveragerði tekur upp veskið Nú sem fyrr er vinna hafin að fjárhagsáætlunargerðinni, málefnin eru rædd og bæjarfulltrúar hvattir til að sína ráðdeild í rekstri á sama tíma og að bær í örum vexti þarf að fjárfesta. Á bæjarstjórnarfundi þann 14. október sl. var tekin fyrir fundargerð fræðslunefndar, sem eitt og sér telst ekki fréttnæmt nema fyrir þær sakir að við afgreiðslu hennar lagði meirihlutinn fram tillögu sem kom bæjarfulltrúum minnihlutans töluvert á óvart og hefur í för með sér gríðarlega fjárfestingu á vegum sveitarfélagsins. Meirihluti Sjálfstæðismanna lagði til að nú þegar yrði ráðist í hönnun á viðbyggingu við annan af leikskólum bæjarins sem og hönnun á nýjum leikskóla í Kambalandi. Tillaga var um að ákveðið fyrirtæki myndi sjá um hönnunina á báðum verkum. Tillagan mun þýða kostnað upp á um milljarð fyrir sveitarfélagið þegar yfir lýkur. Skortur á samráði og faglegum vinnubrögðum Hér er því um mjög stóra og kostnaðarsama ákvörðun að ræða og því er nauðsynlegt að vanda til verka við slíka ákvarðanatöku. Að mati bæjarfulltrúa Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn er eðlilegt að öllum bæjarfulltrúum sé gefinn kostur á að skoða slík mál ofan í kjölinn. Því voru undirrituð afar ósátt við framsetningu tillögunnar. Eðlilegt er að málefni sem fela í sér svo stórar fjárhagslegar skuldbindingar fyrir bæjarfélagið fái góða og vandaða umfjöllun í bæjarstjórn og séu því sérstakur dagskrárliður í fundarboði bæjarstjórnar. Bæjarfulltrúar minnihlutans óskuðu því eftir að tillögunni yrði frestað til aukabæjarstjórnarfundar sem haldinn yrði í næstu viku svo að bæjarfulltrúar fengju tækifæri til að kynna sér málið og gætu tekið upplýsta ákvörðun. Þess má geta að fundarboð ásamt fundargögnum berast bæjarfulltrúum tveimur dögum fyrir bæjarstjórnarfund og er það gert til að bæjarfulltrúar geti undirbúið sig fyrir fundi, kynnt sér málin og tekið upplýsta ákvörðun. Sjálfstæðisflokkurinn segir nei við vönduðum vinnubrögðum Sjálfstæðisflokkurinn í Hveragerði felldi tillögu minnihluta Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn um að fresta þessu máli um nokkra daga. Þar með hafnaði Sjálfstæðisflokkurinn að allir bæjarfulltrúar gætu kynnt sér málið vel og tekið upplýsta ákvörðun. Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði því vönduðum vinnubrögðum. Það er með ólíkindum að bæjarfulltrúar minnihlutans hafi ekki fengið tækifæri til að kynna sér málið fyrir fundinn, sér í lagi þegar hátt í milljarða fjárfesting liggur undir en meirihlutinn ákveður að fela tillögu sína eins og áður hefur verið getið. Íbúar Hveragerðis hljóta að spyrja hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hafni því að stunda vönduð vinnubrögð við svo stórar ákvarðanir? Land kosningaskjálftanna Rétt er að taka fram að undirrituð eru mjög meðvituð um nauðsyn þess að byggja upp innviði í ört stækkandi bæjarfélagi og vita að mikilvægt er að bregðast hratt við þegar ekki hefur verið hugað nógu vel að slíkri uppbyggingu eins og í Hveragerði. Á þetta hafa undirrituð oft bent á í umræðum á bæjarstjórnarfundum. Það er því örlítil kosningalykt af þessum gjörningi meirihlutans. Virðist vera sem kominn sé kosningaskjálfti hjá Sjálfstæðisflokknum sem nú tekur upp peningaveskið rétt fyrir kosningar, án þess að vinna málið í samráði og samstarfi og án þess að gefa öllum bæjarfulltrúum tækifæri á að kynna sér málin. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn töldu sig ekki geta tekið upplýsta ákvörðum á 30 sekúndum, eins og við vorum neydd til, um fjárfestingu sem felur í sér afleiddan kostnað upp á tæpan milljarð. Meirihlutinn með formann Sambands íslenskra sveitarfélaga í fararbroddi hafnaði tillögu minnihluta um að fresta málinu til aukabæjarstjórnarfundar að viku liðinni svo að hægt væri að taka upplýsta og yfirvegaða ákvörðun um mikilvæga uppbyggingu í bæjarfélaginu. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir er bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn í Hveragerði Njörður Sigurðsson og Sigrún Árnadóttir eru bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Njörður Sigurðsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið kjörtímabil hefur samstarf í bæjarstjórn Hveragerðis verið með ágætum. Þó koma reglulega upp mál sem minni- og meirihluta greinir á um, sem telst nú nokkuð eðlilegt í hinu pólitíska umhverfi. Gott samstarf minni- og meirihluta í Hveragerði má einnig rekja lengra aftur í tímann en þess má geta að fjárhagsáætlun bæjarins hefur verið unnin sameiginlega síðasta áratug eða svo. Við þá vinnu hefur skapast tækifæri til að taka tillit til ólíkra sjónarmiða, bæjarfulltrúar hafa sett sig enn betur inn í stöðu mála í bæjarfélaginu sem og að bæjarstjórnin öll axli ábyrgð á fjárhagnum. Sjálfstæðisflokkurinn í Hveragerði tekur upp veskið Nú sem fyrr er vinna hafin að fjárhagsáætlunargerðinni, málefnin eru rædd og bæjarfulltrúar hvattir til að sína ráðdeild í rekstri á sama tíma og að bær í örum vexti þarf að fjárfesta. Á bæjarstjórnarfundi þann 14. október sl. var tekin fyrir fundargerð fræðslunefndar, sem eitt og sér telst ekki fréttnæmt nema fyrir þær sakir að við afgreiðslu hennar lagði meirihlutinn fram tillögu sem kom bæjarfulltrúum minnihlutans töluvert á óvart og hefur í för með sér gríðarlega fjárfestingu á vegum sveitarfélagsins. Meirihluti Sjálfstæðismanna lagði til að nú þegar yrði ráðist í hönnun á viðbyggingu við annan af leikskólum bæjarins sem og hönnun á nýjum leikskóla í Kambalandi. Tillaga var um að ákveðið fyrirtæki myndi sjá um hönnunina á báðum verkum. Tillagan mun þýða kostnað upp á um milljarð fyrir sveitarfélagið þegar yfir lýkur. Skortur á samráði og faglegum vinnubrögðum Hér er því um mjög stóra og kostnaðarsama ákvörðun að ræða og því er nauðsynlegt að vanda til verka við slíka ákvarðanatöku. Að mati bæjarfulltrúa Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn er eðlilegt að öllum bæjarfulltrúum sé gefinn kostur á að skoða slík mál ofan í kjölinn. Því voru undirrituð afar ósátt við framsetningu tillögunnar. Eðlilegt er að málefni sem fela í sér svo stórar fjárhagslegar skuldbindingar fyrir bæjarfélagið fái góða og vandaða umfjöllun í bæjarstjórn og séu því sérstakur dagskrárliður í fundarboði bæjarstjórnar. Bæjarfulltrúar minnihlutans óskuðu því eftir að tillögunni yrði frestað til aukabæjarstjórnarfundar sem haldinn yrði í næstu viku svo að bæjarfulltrúar fengju tækifæri til að kynna sér málið og gætu tekið upplýsta ákvörðun. Þess má geta að fundarboð ásamt fundargögnum berast bæjarfulltrúum tveimur dögum fyrir bæjarstjórnarfund og er það gert til að bæjarfulltrúar geti undirbúið sig fyrir fundi, kynnt sér málin og tekið upplýsta ákvörðun. Sjálfstæðisflokkurinn segir nei við vönduðum vinnubrögðum Sjálfstæðisflokkurinn í Hveragerði felldi tillögu minnihluta Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn um að fresta þessu máli um nokkra daga. Þar með hafnaði Sjálfstæðisflokkurinn að allir bæjarfulltrúar gætu kynnt sér málið vel og tekið upplýsta ákvörðun. Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði því vönduðum vinnubrögðum. Það er með ólíkindum að bæjarfulltrúar minnihlutans hafi ekki fengið tækifæri til að kynna sér málið fyrir fundinn, sér í lagi þegar hátt í milljarða fjárfesting liggur undir en meirihlutinn ákveður að fela tillögu sína eins og áður hefur verið getið. Íbúar Hveragerðis hljóta að spyrja hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hafni því að stunda vönduð vinnubrögð við svo stórar ákvarðanir? Land kosningaskjálftanna Rétt er að taka fram að undirrituð eru mjög meðvituð um nauðsyn þess að byggja upp innviði í ört stækkandi bæjarfélagi og vita að mikilvægt er að bregðast hratt við þegar ekki hefur verið hugað nógu vel að slíkri uppbyggingu eins og í Hveragerði. Á þetta hafa undirrituð oft bent á í umræðum á bæjarstjórnarfundum. Það er því örlítil kosningalykt af þessum gjörningi meirihlutans. Virðist vera sem kominn sé kosningaskjálfti hjá Sjálfstæðisflokknum sem nú tekur upp peningaveskið rétt fyrir kosningar, án þess að vinna málið í samráði og samstarfi og án þess að gefa öllum bæjarfulltrúum tækifæri á að kynna sér málin. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn töldu sig ekki geta tekið upplýsta ákvörðum á 30 sekúndum, eins og við vorum neydd til, um fjárfestingu sem felur í sér afleiddan kostnað upp á tæpan milljarð. Meirihlutinn með formann Sambands íslenskra sveitarfélaga í fararbroddi hafnaði tillögu minnihluta um að fresta málinu til aukabæjarstjórnarfundar að viku liðinni svo að hægt væri að taka upplýsta og yfirvegaða ákvörðun um mikilvæga uppbyggingu í bæjarfélaginu. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir er bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn í Hveragerði Njörður Sigurðsson og Sigrún Árnadóttir eru bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun