Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍR 107-92 | Fyrsti sigur Blika í efstu deild í þrjú ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2021 20:50 Sveinbjörn Jóhannesson og félagar í Breiðabliki unnu loks leik í efstu deild eftir þriggja ára bið. vísir/daníel Breiðablik vann ÍR, 107-92, í Smáranum í fyrri leik dagsins í Subway-deild karla í körfubolta. Sigurinn var langþráður fyrir Blika en fyrir leikinn höfðu þeir tapað átján leikjum í röð í efstu deild. Þetta var fyrsti sigur Breiðabliks í efstu deild í þrjú ár, eða síðan liðið vann Skallagrím 31. október 2018. Leikurinn var gríðarlega jafn og liðin skiptust ótt og títt á forystunni. En Blikar náðu loks yfirhöndinni í 4. leikhluta sem þeir unnu, 35-22. Hilmar Pétursson skoraði 23 stig fyrir Breiðablik og Sinisa Bilic nítján auk þess sem hann tók tíu fráköst. Everage Richardson skoraði átján stig, tók átta fráköst og gaf tíu stoðsendingar og Samuel Prescott var með sautján stig. Collin Pryor skoraði 24 stig fyrir ÍR og Sigvaldi Eggertsson 22 stig. Breiðhyltingar hafa tapað báðum leikjum sínum á tímabilinu. Fyrstu þrír leikhlutarnir voru mjög jafnir, munurinn varð aldrei meiri en átta stig og hvorugt liðið náði almennilegum tökum á leiknum. ÍR var þremur stigum yfir, 21-24, eftir 1. leikhluta en Breiðablik var fimm stigum yfir í hálfleik, 47-42. Blikavörnin var fín í 2. leikhluta þar sem ÍR-ingar skoruðu aðeins átján stig. Blikar voru óhræddir að keyra upp hraðann og skoruðu átján stig eftir hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. ÍR-ingar hittu illa í fyrri hálfleik (41 prósent) og voru undir í frákastabaráttunni, 27-16. Gestirnir úr Breiðholtinu byrjuðu seinni hálfleikinn betur og tókst að jafna. Liðin skiptust áfram á að eiga spretti. Heimamenn áttu einn þannig undir lok 3. leikhluta þar sem Bilic skoraði átta stig í röð. Þeir komust mest sjö stigum yfir, 72-65, en ÍR skoraði síðustu sex stig 3. leikhluta og staðan að honum loknum því, 72-71. Sigvaldi jafnaði metin í 79-79 en þá skoruðu Blikar níu stig í röð og náðu yfirhöndinni. Og eftir þennan góða kafla litu heimamenn aldrei um öxl. Vörn gestanna míglak og þeir náðu sér heldur ekki á strik í sókninni. Blikar voru yfirvegaðir á lokakaflanum og unnu á endanum fimmtán stiga sigur, 107-92. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik var miklu sterkari undir körfunni. Blikar skoruðu 68 stig gegn 48 inni í teig og tóku 48 fráköst gegn fjörutíu ÍR-inga. Heimamenn áttu fleiri og betri kafla í vörninni og voru svo eldsnöggir fram og skoruðu 38 stig eftir hraðaupphlaup. Blikum tókst að stjórna hraðanum í leiknum og áttu meira eftir á tankinum undir lokin. Hverjir stóðu upp úr? Liðsheildin var mjög sterk hjá Blikum og stigaskorið dreifðist vel. Bilic átti frábæran kafla í 3. leikhluta og endaði með nítján stig. Hilmar átti skínandi góðan leik og fylgdi eftir frammistöðunni gegn KR í 1. umferðinni. Hann skoraði 23 stig og hitti úr níu af ellefu skotum sínum utan af velli. Richardson gerði sitt lítið af hverju og þá átti Árni Elmar Hrafnsson góða innkomu og skilaði tíu stigum af bekknum. Sigvaldi og Collin voru bestu menn ÍR í kvöld og þeir einu sem gátu gengið sáttir frá borði hjá Breiðholtsliðinu. Hvað gekk illa? Eftir jafna fyrstu þrjá leikhluta hrundi leikur ÍR í 4. leikhluta, bæði í vörn og sókn. Og eftir að Breiðablik náði um tíu stiga forskoti var ÍR aldrei líklegt til að koma til baka. Shakir Smith er mjög beittur sóknarmaður en fann engan takt í leiknum í kvöld. Hann klúðraði nítján af 25 skotum sínum og var aðeins með 24 prósent skotnýtingu. Hvað gerist næst? ÍR mætir Sindra á Höfn í Hornafirði í 32-liða úrslitum VÍS-bikarsins á mánudaginn. Bæði lið eiga svo afar erfiða leiki í Subway-deildinni næsta fimmtudag. Breiðablik fer norður á land og mætir Tindastóli á Sauðárkróki. Á meðan fær ÍR Keflavík í heimsókn. Pétur: Þegar maður vinnur man maður ekkert eftir þessu slæma og heldur að allt sé gott Pétur Ingvarsson stýrði Breiðabliki til langþráðs sigur í efstu deild í kvöld.vísir/daníel Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, gat leyft sér að brosa eftir sigurinn á ÍR í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Blika í efstu deild í þrjú ár. Leikurinn var í járnum fyrstu þrjá leikhlutana en í 4. leikhluta seig Breiðablik fram úr og landaði sigrinum. „Okkar plan er að keyra upp hraðann. Þeir eru með frekar stórt lið og við vissum að með smá þolinmæði gætum við hlaupið á þá í fjörutíu mínútur og þeir yrðu mjög þreyttir síðustu fimm,“ sagði Pétur . Blikar voru sterkari aðilinn á lokakaflanum og sigldu sigrinum örugglega í höfn. Þjálfarinn var þó aldrei í rónni. „Það er svo stutt á milli í þessu. Ef þeir hefðu sett niður þrjú til fjögur þriggja stiga skot hefði þetta orðið leikur aftur. Maður er aldrei rólegur fyrr en þetta er búið,“ sagði Pétur sem var ánægður með frammistöðu Blika í kvöld. „Þegar maður vinnur man maður ekkert eftir þessu slæma og heldur að allt sé gott. Svo getur maður tapað næsta leik og þá er allt í ólagi. Það er langt síðan við unnum í efstu deild og þetta var kærkomið,“ sagði Pétur sem vonast til að sigurinn gefi sínum mönnum byr undir báða vængi fyrir framhaldið. „Vonandi verða sigrarnir fleiri en síðast. Annars eru við búnir með sigurleikinn og þetta fer bara niður á við eftir þetta,“ sagði Pétur léttur en síðast þegar Breiðablik var í efstu deild vann liðið aðeins einn leik. Borche: Liðið er eins og það er Borche Ilievski sagði að leikmenn ÍR hefðu ekki fylgt því sem lagt var upp með fyrir leik.vísir/vilhelm Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var ósáttur með hvernig hans menn fóru út af sporinu í 4. leikhluta gegn Breiðabliki. „Ég er að sjálfsögðu svekktur með tapið. Við fengum smá meðbyr í fyrri hálfleik og 3. leikhluta en náðum ekki stjórn á leiknum. Við héldum okkur ekki við leikáætlunina, gerðum mörg mistök í vörninni og vorum villtir í sókninni. Við fundum ekki leið til að skipuleggja okkur og fá bestu skotin,“ sagði Borche. „Þegar þeir komust sex til sjö stigum yfir tókum við nokkur skot en því miður rötuðu þau ekki rétta leið. Þeir fengu sjálfstraust og bættu í. Liðið er eins og það er. Sumir leikmenn spiluðu ekki eins og ég bjóst við en vonandi komum við til baka í næsta leik.“ Liðin héldust í hendur fyrstu þrjá leikhlutana í 4. leikhluta skildu leiðir. „Við komumst ekki í takt. Við gerðum skyssur í vörninni. Hilmar [Pétursson] og Everage [Richardson] keyrðu auðveldlega á vörnina og skoruðu. Á meðan klikkuðum við á opnum skotum og þeir refsuðu okkur,“ sagði Borche. ÍR hefur tapað báðum leikjum sínum í upphafi tímabils og Borche er uggandi yfir stöðu mála. „Auðvitað er ég áhyggjufullur. Maður vill alltaf byrja tímabil á sem bestan hátt en við verðum að horfa á að byrjunin er mjög erfið. Þrír af fyrstu fjórum leikjunum eru á útivelli. Þetta er frekar strembin byrjun en vonandi tekur liðið við sér, þroskast og finnur taktinn,“ sagði Borche að lokum. Subway-deild karla Breiðablik ÍR
Breiðablik vann ÍR, 107-92, í Smáranum í fyrri leik dagsins í Subway-deild karla í körfubolta. Sigurinn var langþráður fyrir Blika en fyrir leikinn höfðu þeir tapað átján leikjum í röð í efstu deild. Þetta var fyrsti sigur Breiðabliks í efstu deild í þrjú ár, eða síðan liðið vann Skallagrím 31. október 2018. Leikurinn var gríðarlega jafn og liðin skiptust ótt og títt á forystunni. En Blikar náðu loks yfirhöndinni í 4. leikhluta sem þeir unnu, 35-22. Hilmar Pétursson skoraði 23 stig fyrir Breiðablik og Sinisa Bilic nítján auk þess sem hann tók tíu fráköst. Everage Richardson skoraði átján stig, tók átta fráköst og gaf tíu stoðsendingar og Samuel Prescott var með sautján stig. Collin Pryor skoraði 24 stig fyrir ÍR og Sigvaldi Eggertsson 22 stig. Breiðhyltingar hafa tapað báðum leikjum sínum á tímabilinu. Fyrstu þrír leikhlutarnir voru mjög jafnir, munurinn varð aldrei meiri en átta stig og hvorugt liðið náði almennilegum tökum á leiknum. ÍR var þremur stigum yfir, 21-24, eftir 1. leikhluta en Breiðablik var fimm stigum yfir í hálfleik, 47-42. Blikavörnin var fín í 2. leikhluta þar sem ÍR-ingar skoruðu aðeins átján stig. Blikar voru óhræddir að keyra upp hraðann og skoruðu átján stig eftir hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. ÍR-ingar hittu illa í fyrri hálfleik (41 prósent) og voru undir í frákastabaráttunni, 27-16. Gestirnir úr Breiðholtinu byrjuðu seinni hálfleikinn betur og tókst að jafna. Liðin skiptust áfram á að eiga spretti. Heimamenn áttu einn þannig undir lok 3. leikhluta þar sem Bilic skoraði átta stig í röð. Þeir komust mest sjö stigum yfir, 72-65, en ÍR skoraði síðustu sex stig 3. leikhluta og staðan að honum loknum því, 72-71. Sigvaldi jafnaði metin í 79-79 en þá skoruðu Blikar níu stig í röð og náðu yfirhöndinni. Og eftir þennan góða kafla litu heimamenn aldrei um öxl. Vörn gestanna míglak og þeir náðu sér heldur ekki á strik í sókninni. Blikar voru yfirvegaðir á lokakaflanum og unnu á endanum fimmtán stiga sigur, 107-92. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik var miklu sterkari undir körfunni. Blikar skoruðu 68 stig gegn 48 inni í teig og tóku 48 fráköst gegn fjörutíu ÍR-inga. Heimamenn áttu fleiri og betri kafla í vörninni og voru svo eldsnöggir fram og skoruðu 38 stig eftir hraðaupphlaup. Blikum tókst að stjórna hraðanum í leiknum og áttu meira eftir á tankinum undir lokin. Hverjir stóðu upp úr? Liðsheildin var mjög sterk hjá Blikum og stigaskorið dreifðist vel. Bilic átti frábæran kafla í 3. leikhluta og endaði með nítján stig. Hilmar átti skínandi góðan leik og fylgdi eftir frammistöðunni gegn KR í 1. umferðinni. Hann skoraði 23 stig og hitti úr níu af ellefu skotum sínum utan af velli. Richardson gerði sitt lítið af hverju og þá átti Árni Elmar Hrafnsson góða innkomu og skilaði tíu stigum af bekknum. Sigvaldi og Collin voru bestu menn ÍR í kvöld og þeir einu sem gátu gengið sáttir frá borði hjá Breiðholtsliðinu. Hvað gekk illa? Eftir jafna fyrstu þrjá leikhluta hrundi leikur ÍR í 4. leikhluta, bæði í vörn og sókn. Og eftir að Breiðablik náði um tíu stiga forskoti var ÍR aldrei líklegt til að koma til baka. Shakir Smith er mjög beittur sóknarmaður en fann engan takt í leiknum í kvöld. Hann klúðraði nítján af 25 skotum sínum og var aðeins með 24 prósent skotnýtingu. Hvað gerist næst? ÍR mætir Sindra á Höfn í Hornafirði í 32-liða úrslitum VÍS-bikarsins á mánudaginn. Bæði lið eiga svo afar erfiða leiki í Subway-deildinni næsta fimmtudag. Breiðablik fer norður á land og mætir Tindastóli á Sauðárkróki. Á meðan fær ÍR Keflavík í heimsókn. Pétur: Þegar maður vinnur man maður ekkert eftir þessu slæma og heldur að allt sé gott Pétur Ingvarsson stýrði Breiðabliki til langþráðs sigur í efstu deild í kvöld.vísir/daníel Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, gat leyft sér að brosa eftir sigurinn á ÍR í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Blika í efstu deild í þrjú ár. Leikurinn var í járnum fyrstu þrjá leikhlutana en í 4. leikhluta seig Breiðablik fram úr og landaði sigrinum. „Okkar plan er að keyra upp hraðann. Þeir eru með frekar stórt lið og við vissum að með smá þolinmæði gætum við hlaupið á þá í fjörutíu mínútur og þeir yrðu mjög þreyttir síðustu fimm,“ sagði Pétur . Blikar voru sterkari aðilinn á lokakaflanum og sigldu sigrinum örugglega í höfn. Þjálfarinn var þó aldrei í rónni. „Það er svo stutt á milli í þessu. Ef þeir hefðu sett niður þrjú til fjögur þriggja stiga skot hefði þetta orðið leikur aftur. Maður er aldrei rólegur fyrr en þetta er búið,“ sagði Pétur sem var ánægður með frammistöðu Blika í kvöld. „Þegar maður vinnur man maður ekkert eftir þessu slæma og heldur að allt sé gott. Svo getur maður tapað næsta leik og þá er allt í ólagi. Það er langt síðan við unnum í efstu deild og þetta var kærkomið,“ sagði Pétur sem vonast til að sigurinn gefi sínum mönnum byr undir báða vængi fyrir framhaldið. „Vonandi verða sigrarnir fleiri en síðast. Annars eru við búnir með sigurleikinn og þetta fer bara niður á við eftir þetta,“ sagði Pétur léttur en síðast þegar Breiðablik var í efstu deild vann liðið aðeins einn leik. Borche: Liðið er eins og það er Borche Ilievski sagði að leikmenn ÍR hefðu ekki fylgt því sem lagt var upp með fyrir leik.vísir/vilhelm Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var ósáttur með hvernig hans menn fóru út af sporinu í 4. leikhluta gegn Breiðabliki. „Ég er að sjálfsögðu svekktur með tapið. Við fengum smá meðbyr í fyrri hálfleik og 3. leikhluta en náðum ekki stjórn á leiknum. Við héldum okkur ekki við leikáætlunina, gerðum mörg mistök í vörninni og vorum villtir í sókninni. Við fundum ekki leið til að skipuleggja okkur og fá bestu skotin,“ sagði Borche. „Þegar þeir komust sex til sjö stigum yfir tókum við nokkur skot en því miður rötuðu þau ekki rétta leið. Þeir fengu sjálfstraust og bættu í. Liðið er eins og það er. Sumir leikmenn spiluðu ekki eins og ég bjóst við en vonandi komum við til baka í næsta leik.“ Liðin héldust í hendur fyrstu þrjá leikhlutana í 4. leikhluta skildu leiðir. „Við komumst ekki í takt. Við gerðum skyssur í vörninni. Hilmar [Pétursson] og Everage [Richardson] keyrðu auðveldlega á vörnina og skoruðu. Á meðan klikkuðum við á opnum skotum og þeir refsuðu okkur,“ sagði Borche. ÍR hefur tapað báðum leikjum sínum í upphafi tímabils og Borche er uggandi yfir stöðu mála. „Auðvitað er ég áhyggjufullur. Maður vill alltaf byrja tímabil á sem bestan hátt en við verðum að horfa á að byrjunin er mjög erfið. Þrír af fyrstu fjórum leikjunum eru á útivelli. Þetta er frekar strembin byrjun en vonandi tekur liðið við sér, þroskast og finnur taktinn,“ sagði Borche að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum