Um fjórðungur vill að kosið verði aftur í Norðvesturkjördæmi Eiður Þór Árnason skrifar 15. október 2021 14:09 Öll yfirkjörstjórnin í Norðvesturkjördæmi er með réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi. Vísir/Vilhelm Flestir telja að seinni talning atkvæða í Norðvesturkjördæmi eigi að gilda í nýafstöðnum Alþingiskosningum, eða nær 37%. Á meðan telja um 28% að fyrri talning atkvæða ætti að gilda og tæplega 24% að kjósa ætti aftur í Norðvesturkjördæmi. Aðeins tæplega 12% telja að kjósa ætti aftur á landsvísu. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup en munur er á afstöðu fólk eftir kyni. Samkvæmt könnunni telja konur frekar en karlar að fyrri talning ætti að gilda á meðan karlar telja frekar að kjósa ætti aftur á öllu landinu. Fólk yfir fertugu telur frekar en yngra fólk að seinni talning atkvæða ætti að gilda en fólk sem kaus Miðflokkinn eru líklegast til að telja bestu lausnina þá að fyrri talning atkvæða gildi eða 42%. Kjósendur Sósíalistaflokksins eru ólíklegastir til þess en 5% þeirra telja að fyrri talning ætti að gilda. Niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Sósíalistar hlynntastir endurkosningu á landsvísu Kjósendur Samfylkingarinnar telja helst að kjósa ætti aftur í Norðvesturkjördæmi, en nær 45% þeirra telja það, og næst koma kjósendur Flokks fólksins, eða nær 41%. Þar á eftir koma kjósendur Sósíalistaflokks Íslands með nær 38% og Pírata með rúmlega 37% Kjósendur Sósíalistaflokksins telja helst að kjósa ætti aftur á landsvísu en rúmlega 37% þeirra eru á því. Fæstir kjósendur Sjálfstæðisflokksins vilja það, eða innan við 1%. Fram kom í nýlegri könnun Maskínu að tæpur fjórðungur landsmanna treysti niðurstöðum Alþingiskosninganna illa. 30 prósent svarenda treysti niðurstöðum kosninganna mjög vel, 31,3% fremur vel og 15,4% í meðallagi vel. 16,4% fólks treystir þeim fremur illa en 6,9% mjög illa. Samtals treysta því 76,7% fólks kosningum vel eða í meðallagi vel en 23,3% illa. Niðurstöður úr könnun Maskínu sem voru birtar í síðustu viku. Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Bein útsending: Opinn fundur undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa kemur saman á opnum fundi á skrifstofu Alþingis í dag. Fundinum er streymt beint á vef Alþingis og má sjá að neðan. 15. október 2021 10:45 Öll yfirkjörstjórnin með réttarstöðu sakbornings Öll yfirkjörstjórnin í Norðvesturkjördæmi er með réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi á kæru Karls Gauta Hjaltasonar vegna endurtalningarinnar. 15. október 2021 13:55 Tæpur fjórðungur vantreystir niðurstöðum kosninganna Tæpur fjórðungur landsmanna treystir niðurstöðum nýafstaðinna Alþingiskosninga illa. Traustið er komið niður í það sem þekkist í nágrannalöndum eftir að hafa sögulega séð verið mjög mikið hér á landi. 8. október 2021 11:41 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Aðeins tæplega 12% telja að kjósa ætti aftur á landsvísu. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup en munur er á afstöðu fólk eftir kyni. Samkvæmt könnunni telja konur frekar en karlar að fyrri talning ætti að gilda á meðan karlar telja frekar að kjósa ætti aftur á öllu landinu. Fólk yfir fertugu telur frekar en yngra fólk að seinni talning atkvæða ætti að gilda en fólk sem kaus Miðflokkinn eru líklegast til að telja bestu lausnina þá að fyrri talning atkvæða gildi eða 42%. Kjósendur Sósíalistaflokksins eru ólíklegastir til þess en 5% þeirra telja að fyrri talning ætti að gilda. Niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Sósíalistar hlynntastir endurkosningu á landsvísu Kjósendur Samfylkingarinnar telja helst að kjósa ætti aftur í Norðvesturkjördæmi, en nær 45% þeirra telja það, og næst koma kjósendur Flokks fólksins, eða nær 41%. Þar á eftir koma kjósendur Sósíalistaflokks Íslands með nær 38% og Pírata með rúmlega 37% Kjósendur Sósíalistaflokksins telja helst að kjósa ætti aftur á landsvísu en rúmlega 37% þeirra eru á því. Fæstir kjósendur Sjálfstæðisflokksins vilja það, eða innan við 1%. Fram kom í nýlegri könnun Maskínu að tæpur fjórðungur landsmanna treysti niðurstöðum Alþingiskosninganna illa. 30 prósent svarenda treysti niðurstöðum kosninganna mjög vel, 31,3% fremur vel og 15,4% í meðallagi vel. 16,4% fólks treystir þeim fremur illa en 6,9% mjög illa. Samtals treysta því 76,7% fólks kosningum vel eða í meðallagi vel en 23,3% illa. Niðurstöður úr könnun Maskínu sem voru birtar í síðustu viku.
Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Bein útsending: Opinn fundur undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa kemur saman á opnum fundi á skrifstofu Alþingis í dag. Fundinum er streymt beint á vef Alþingis og má sjá að neðan. 15. október 2021 10:45 Öll yfirkjörstjórnin með réttarstöðu sakbornings Öll yfirkjörstjórnin í Norðvesturkjördæmi er með réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi á kæru Karls Gauta Hjaltasonar vegna endurtalningarinnar. 15. október 2021 13:55 Tæpur fjórðungur vantreystir niðurstöðum kosninganna Tæpur fjórðungur landsmanna treystir niðurstöðum nýafstaðinna Alþingiskosninga illa. Traustið er komið niður í það sem þekkist í nágrannalöndum eftir að hafa sögulega séð verið mjög mikið hér á landi. 8. október 2021 11:41 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Bein útsending: Opinn fundur undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa kemur saman á opnum fundi á skrifstofu Alþingis í dag. Fundinum er streymt beint á vef Alþingis og má sjá að neðan. 15. október 2021 10:45
Öll yfirkjörstjórnin með réttarstöðu sakbornings Öll yfirkjörstjórnin í Norðvesturkjördæmi er með réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi á kæru Karls Gauta Hjaltasonar vegna endurtalningarinnar. 15. október 2021 13:55
Tæpur fjórðungur vantreystir niðurstöðum kosninganna Tæpur fjórðungur landsmanna treystir niðurstöðum nýafstaðinna Alþingiskosninga illa. Traustið er komið niður í það sem þekkist í nágrannalöndum eftir að hafa sögulega séð verið mjög mikið hér á landi. 8. október 2021 11:41