Liggur í augum uppi að þeir eru sigurstranglegri Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2021 14:31 Óttar Bjarni Guðmundsson ætlar sér að koma þessum verðlaunagrip upp á Akranes á morgun. vísir/vilhelm Óttar Bjarni Guðmundsson er fyrirliði ÍA sem freistar þess að landa bikarmeistaratitli og sæti í Evrópukeppni með sigri gegn Víkingi á Laugardalsvelli á morgun. Óttar Bjarni, sem er 31 árs og uppalinn Leiknismaður, kemur til með að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik á morgun. Hann var á varamannabekknum hjá Stjörnunni þegar liðið vann Breiðablik í vítaspyrnukeppni fyrir þremur árum og þekkir því tilfinninguna að fagna bikarmeistaratitlinum. „Ég er bara gríðarlega spenntur og fullur eftirvæntingar. Þetta er búin að vera svolítið löng bið eftir þessum leik,“ segir Óttar Bjarni en ÍA spilaði síðast fyrir tveimur vikum, þegar liðið sló Keflavík út í undanúrslitum. Klippa: Viðtal við Óttar Bjarna fyrir bikarúrslitaleik Skagamenn björguðu sér frá falli úr Pepsi Max-deildinni með mögnuðum endaspretti þar sem þeir unnu síðustu þrjá leiki sína. Þeir enduðu hins vegar 27 stigum á eftir mótherja morgundagsins, Víkingum: „Þeir eru Íslandsmeistarar þannig að ég held að það liggi í augum uppi að þeir séu fyrir fram sigurstranglegri. En við ætlum að gefa þeim hörku-hörkuleik og leggja okkur hundrað prósent fram,“ sagði Óttar Bjarni á fjölmiðlafundi á Laugardalsvelli í vikunni. „Við fundum mjög góðan takt undir restina og vonandi kemur þessi meðbyr með okkur í leikinn. Við höfum fulla trú á því að við getum sigrað Víkinga þó svo að þeir séu Íslandsmeistarar. Við erum bjartsýnir á góð úrslit. Við þurfum að spila betur en þeir, gera það sama og í síðustu leikjum og hamra svolítið á þeim,“ sagði Óttar Bjarni. Bikarúrslitaleikur ÍA og Víkings er á Laugardalsvelli á morgun klukkan 15. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport þar sem upphitun hefst klukkan 14.15. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Mjólkurbikarinn ÍA Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir KR-ingar vonast eftir tugmilljóna rúsínu: „Á mjög erfitt með að halda með öðrum“ „Við getum sjálfum okkur um kennt um stöðuna en það gæti verið rúsína [í pylsuendanum],“ segir Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR. Mikið er í húfi fyrir KR-inga á morgun þegar Víkingur og ÍA mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fótbolta. 15. október 2021 11:01 Jóhannes Karl: „Við höfum bara alla trú á því að við tökum þennan titil“ ÍA mætir nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings í úrslitaleik Mjólkurbikarsins næsta laugardag og Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, segir að liðið ætli sér að taka bikarinn með sér upp á Skaga. 14. október 2021 19:01 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
Óttar Bjarni, sem er 31 árs og uppalinn Leiknismaður, kemur til með að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik á morgun. Hann var á varamannabekknum hjá Stjörnunni þegar liðið vann Breiðablik í vítaspyrnukeppni fyrir þremur árum og þekkir því tilfinninguna að fagna bikarmeistaratitlinum. „Ég er bara gríðarlega spenntur og fullur eftirvæntingar. Þetta er búin að vera svolítið löng bið eftir þessum leik,“ segir Óttar Bjarni en ÍA spilaði síðast fyrir tveimur vikum, þegar liðið sló Keflavík út í undanúrslitum. Klippa: Viðtal við Óttar Bjarna fyrir bikarúrslitaleik Skagamenn björguðu sér frá falli úr Pepsi Max-deildinni með mögnuðum endaspretti þar sem þeir unnu síðustu þrjá leiki sína. Þeir enduðu hins vegar 27 stigum á eftir mótherja morgundagsins, Víkingum: „Þeir eru Íslandsmeistarar þannig að ég held að það liggi í augum uppi að þeir séu fyrir fram sigurstranglegri. En við ætlum að gefa þeim hörku-hörkuleik og leggja okkur hundrað prósent fram,“ sagði Óttar Bjarni á fjölmiðlafundi á Laugardalsvelli í vikunni. „Við fundum mjög góðan takt undir restina og vonandi kemur þessi meðbyr með okkur í leikinn. Við höfum fulla trú á því að við getum sigrað Víkinga þó svo að þeir séu Íslandsmeistarar. Við erum bjartsýnir á góð úrslit. Við þurfum að spila betur en þeir, gera það sama og í síðustu leikjum og hamra svolítið á þeim,“ sagði Óttar Bjarni. Bikarúrslitaleikur ÍA og Víkings er á Laugardalsvelli á morgun klukkan 15. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport þar sem upphitun hefst klukkan 14.15. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn ÍA Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir KR-ingar vonast eftir tugmilljóna rúsínu: „Á mjög erfitt með að halda með öðrum“ „Við getum sjálfum okkur um kennt um stöðuna en það gæti verið rúsína [í pylsuendanum],“ segir Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR. Mikið er í húfi fyrir KR-inga á morgun þegar Víkingur og ÍA mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fótbolta. 15. október 2021 11:01 Jóhannes Karl: „Við höfum bara alla trú á því að við tökum þennan titil“ ÍA mætir nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings í úrslitaleik Mjólkurbikarsins næsta laugardag og Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, segir að liðið ætli sér að taka bikarinn með sér upp á Skaga. 14. október 2021 19:01 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
KR-ingar vonast eftir tugmilljóna rúsínu: „Á mjög erfitt með að halda með öðrum“ „Við getum sjálfum okkur um kennt um stöðuna en það gæti verið rúsína [í pylsuendanum],“ segir Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR. Mikið er í húfi fyrir KR-inga á morgun þegar Víkingur og ÍA mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fótbolta. 15. október 2021 11:01
Jóhannes Karl: „Við höfum bara alla trú á því að við tökum þennan titil“ ÍA mætir nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings í úrslitaleik Mjólkurbikarsins næsta laugardag og Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, segir að liðið ætli sér að taka bikarinn með sér upp á Skaga. 14. október 2021 19:01