Sölvi Geir: Mjög erfitt að vinna tvöfalt en við erum í dauðafæri núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2021 14:00 Sölvi Geir Ottesen spilar sinn síðasta leik á morgun þegar Víkingur tekur á móti ÍA á Laugardalsvellinum. Vísir/Vilhelm Víkingar geta á morgun orðið fyrsta félagið í tíu ár og aðeins það annað á öldinni til að vinna tvöfalt í karlafótboltanum þegar liðið mætir ÍA í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvellinum. Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason munu spilað sinn síðasta leik á ferlinum í bikarúrslitaleiknum. Það er því í boði að hætta á toppnum og með sögulegum árangri hjá sínu uppeldisfélagi. „Það er hundrað prósent að þetta verður síðasti leikurinn minn því ég á max eftir einn leik í skrokknum,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, í viðtali við Guðjón Guðmundsson. „Þetta er mjög skemmtilegur og áhugaverður leikur. Ég er alveg viss um það að Skagamenn koma alveg dýrvitlausir inn í þennan leik og ætla sér mikið. Við verðum að mæta þeim,“ sagði Sölvi. „Við erum líka hungraðir í að vinnan þennan titil og vinna tvennuna í ár. Þetta verður hörku leikur,“ sagði Sölvi. „Sagan hefur sýnt það að það er mjög erfitt að vinna tvöfalt en við erum svo sannarlega í dauðafæri núna. Við ætlum að reyna að sjá til þess að við vinnum tvöfalt í ár,“ sagði Sölvi. Hann er sá síðasti sem lyfti bikarnum því Víkingar unnu bikarmeistaratitilinn 2019. Það var ekki keppt um hann í fyrra vegna kórónuveirunnar. Sölvi minnist leiksins á móti FH 2019. „Þetta eru rosalega góðar minningar að vinna þessa titla og frábær upplifun fyrir hópinn, félagið og allt saman. Við vitum við hverju má búast ef við vinnum og viljum svo sannarlega fá þær tilfinningar aftur,“ sagði Sölvi. „Þetta er búið að spilast svolítið ótrúlega að maður eigi möguleika að vinna tvöfalt í síðasta leiknum á ferlinum og ég viðurkenni það að ég var ekki alveg búinn að sjá þetta svona,“ sagði Sölvi. Það má horfa á allt viðtal Gaupa við Sölva hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal Gaupa við Sölva Geir fyrir bikarúrslitaleik Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason munu spilað sinn síðasta leik á ferlinum í bikarúrslitaleiknum. Það er því í boði að hætta á toppnum og með sögulegum árangri hjá sínu uppeldisfélagi. „Það er hundrað prósent að þetta verður síðasti leikurinn minn því ég á max eftir einn leik í skrokknum,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, í viðtali við Guðjón Guðmundsson. „Þetta er mjög skemmtilegur og áhugaverður leikur. Ég er alveg viss um það að Skagamenn koma alveg dýrvitlausir inn í þennan leik og ætla sér mikið. Við verðum að mæta þeim,“ sagði Sölvi. „Við erum líka hungraðir í að vinnan þennan titil og vinna tvennuna í ár. Þetta verður hörku leikur,“ sagði Sölvi. „Sagan hefur sýnt það að það er mjög erfitt að vinna tvöfalt en við erum svo sannarlega í dauðafæri núna. Við ætlum að reyna að sjá til þess að við vinnum tvöfalt í ár,“ sagði Sölvi. Hann er sá síðasti sem lyfti bikarnum því Víkingar unnu bikarmeistaratitilinn 2019. Það var ekki keppt um hann í fyrra vegna kórónuveirunnar. Sölvi minnist leiksins á móti FH 2019. „Þetta eru rosalega góðar minningar að vinna þessa titla og frábær upplifun fyrir hópinn, félagið og allt saman. Við vitum við hverju má búast ef við vinnum og viljum svo sannarlega fá þær tilfinningar aftur,“ sagði Sölvi. „Þetta er búið að spilast svolítið ótrúlega að maður eigi möguleika að vinna tvöfalt í síðasta leiknum á ferlinum og ég viðurkenni það að ég var ekki alveg búinn að sjá þetta svona,“ sagði Sölvi. Það má horfa á allt viðtal Gaupa við Sölva hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal Gaupa við Sölva Geir fyrir bikarúrslitaleik
Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira