Fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir árásarmanninum í Kongsberg Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2021 11:19 Espen Andersen Bråthen er 37 ára gamall. Hann sést hér á skjáskoti úr myndbandi frá 2017. Héraðsdómstóll í Buskerud í Noregi úrskurðaði karlmann á fertugsaldri í fjögurra vikna gæsluvarðhald í morgun vegna fjöldamorðsins í Kongsberg á miðvikudag. Maðurinn verður látinn sæta einangrunarvist fyrstu tvær vikurnar. Espen Andersen Bråthen, 37 ára gamall danskur karlmaður, hefur játað að hafa myrt fimm manns á miðvikudagskvöld. Hann skaut meðal annars fólk með boga og örvum í verslun en önnur fórnarlömb hans fundust inn á heimilum. Bråthen, sem var ekki viðstaddur þegar úrskurðurinn var kveðinn upp, verður bannað að senda og taka á móti bréfum og að fá heimsóknir á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur. Þá verður hann í fjölmiðlabanni, að sögn norska ríkisútvarpsins NRK. Hann verður látinn gangast undir geðrannsókn. Sjónvarpsstöðin TV2 segir að Bråthen hafi verið yfirheyrður tvisvar en óljóst sé hvort hann verði talinn sakhæfur. Æskuvinur hans er sagður hafa varað lögreglu við því að hann gæti verið hættulegur öðrum fyrir fjórum árum. Þá er hann sagður hafa verið úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart tveimur ættingjum sínum eftir að hann hótaði að drepa annan þeirra í fyrra. Lögfræðingur lögreglunnar greindi frá því að Bråthen hefði verið færður á heilbrigðisstofnun í gærkvöldi. Árásin hófst í verslun Coop Extra í miðborg Kongsberg þegar lögreglumenn höfðu afskipti af Bråthen. Hann skaut þá að þeim með boga og örvum. Náði hann að komast undan lögreglumönnunum en var handtekinn um hálftíma síðar. Lögregla telur að hann hafi framið flest eða öll morðin eftir að hann flúði fyrst undan lögregluþjónunum. Ole Bredrup Sæverud, lögreglustjóri í suðausturumdæmi, segir að mögulega muni lögreglan tilkynna sjálfa sig eftirlitsnefndar með störfum lögreglu. Komi fram upplýsingar sem bendi til þess að rannsaka þurfi aðgerðir lögreglu í málinu verði þeim komið áleiðis. Lögregluþjónar skutu viðvörunarskotum að Bråthen. Algengt er að eftirlitsnefnd taki mál til rannsóknar í slíkum tilfellum. Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Sjá meira
Espen Andersen Bråthen, 37 ára gamall danskur karlmaður, hefur játað að hafa myrt fimm manns á miðvikudagskvöld. Hann skaut meðal annars fólk með boga og örvum í verslun en önnur fórnarlömb hans fundust inn á heimilum. Bråthen, sem var ekki viðstaddur þegar úrskurðurinn var kveðinn upp, verður bannað að senda og taka á móti bréfum og að fá heimsóknir á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur. Þá verður hann í fjölmiðlabanni, að sögn norska ríkisútvarpsins NRK. Hann verður látinn gangast undir geðrannsókn. Sjónvarpsstöðin TV2 segir að Bråthen hafi verið yfirheyrður tvisvar en óljóst sé hvort hann verði talinn sakhæfur. Æskuvinur hans er sagður hafa varað lögreglu við því að hann gæti verið hættulegur öðrum fyrir fjórum árum. Þá er hann sagður hafa verið úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart tveimur ættingjum sínum eftir að hann hótaði að drepa annan þeirra í fyrra. Lögfræðingur lögreglunnar greindi frá því að Bråthen hefði verið færður á heilbrigðisstofnun í gærkvöldi. Árásin hófst í verslun Coop Extra í miðborg Kongsberg þegar lögreglumenn höfðu afskipti af Bråthen. Hann skaut þá að þeim með boga og örvum. Náði hann að komast undan lögreglumönnunum en var handtekinn um hálftíma síðar. Lögregla telur að hann hafi framið flest eða öll morðin eftir að hann flúði fyrst undan lögregluþjónunum. Ole Bredrup Sæverud, lögreglustjóri í suðausturumdæmi, segir að mögulega muni lögreglan tilkynna sjálfa sig eftirlitsnefndar með störfum lögreglu. Komi fram upplýsingar sem bendi til þess að rannsaka þurfi aðgerðir lögreglu í málinu verði þeim komið áleiðis. Lögregluþjónar skutu viðvörunarskotum að Bråthen. Algengt er að eftirlitsnefnd taki mál til rannsóknar í slíkum tilfellum.
Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Sjá meira