Íslendingur rakst á „Samherja-bol“ á markaði í Namibíu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. október 2021 22:55 Ásgeir Guðmundsson, sem staðsettur er í Namibíu, rakst á sérkennilegan bol á markaði þar í landi í dag. Bolurinn ber yfirskriftina „Good Samaritan“ og skartar meðal annars mynd af Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja. Framan á bolnum má sjá stóra mynd af Þorsteini ásamt Bernard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu. Í myndatextanum segir „miskunnarlausir samverjar,“ en Þorsteinn Már hefur áður hlotið gagnrýni fyrir tengsl sín við embættismenn í Namibíu. Á ermunum eru myndir af Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ásamt Björgólfi Jóhannssyni, sem starfaði tímabundið sem forstjóri Samherja. Aðsend Ásgeir segir að bolurinn hafi kostað 50 namibíska dollara sem gera um 400 íslenskar krónur. Að sögn Ásgeirs eru það um hálf dagslaun verkamanns þar í landi. Tengsl við Samherjamálið Ætla má að bolirnir tengist Samherjamálinu svokallaða en íslensk og namibísk yfirvöld eru með mál tengd starfsemi Samherja í Namibíu til rannsóknar eftir að fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði um viðskipti Samherja í Afríku og meintar mútugreiðslur til háttsettra aðila í namibíska stjórnkerfinu í tengslum við þau. Kristján Már Júlíusson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hefur áður hlotið gagnrýni fyrir tengsl sín við stjórnendur Samherja en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf meðal annars frumkvæðisathugun á hæfi hans í kjölfar Samherjamálsins. Kristján Þór gaf ekki kost á sér í Alþingiskosningunum sem fram fóru í síðasta mánuði. Namibía Samherjaskjölin Íslendingar erlendis Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Framan á bolnum má sjá stóra mynd af Þorsteini ásamt Bernard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu. Í myndatextanum segir „miskunnarlausir samverjar,“ en Þorsteinn Már hefur áður hlotið gagnrýni fyrir tengsl sín við embættismenn í Namibíu. Á ermunum eru myndir af Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ásamt Björgólfi Jóhannssyni, sem starfaði tímabundið sem forstjóri Samherja. Aðsend Ásgeir segir að bolurinn hafi kostað 50 namibíska dollara sem gera um 400 íslenskar krónur. Að sögn Ásgeirs eru það um hálf dagslaun verkamanns þar í landi. Tengsl við Samherjamálið Ætla má að bolirnir tengist Samherjamálinu svokallaða en íslensk og namibísk yfirvöld eru með mál tengd starfsemi Samherja í Namibíu til rannsóknar eftir að fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði um viðskipti Samherja í Afríku og meintar mútugreiðslur til háttsettra aðila í namibíska stjórnkerfinu í tengslum við þau. Kristján Már Júlíusson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hefur áður hlotið gagnrýni fyrir tengsl sín við stjórnendur Samherja en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf meðal annars frumkvæðisathugun á hæfi hans í kjölfar Samherjamálsins. Kristján Þór gaf ekki kost á sér í Alþingiskosningunum sem fram fóru í síðasta mánuði.
Namibía Samherjaskjölin Íslendingar erlendis Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira