Segja árásina hryðjuverk og hækka viðbúnaðarstig Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. október 2021 19:08 Norska lögreglan tilkynnti nú síðdegis að útlit sé fyrir að um hryðjuverk hafi verið að ræða. EPA Norska lögreglan telur að árásin í bænum Kongsberg í gærkvöld hafi verið hryðjuverk og hefur hækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna yfirvofandi hryðjuverkaógnar. Ekki er vitað hvaða hvatir lágu að baki árásinni en norsk yfirvöld óttast að fleiri árásir gegn almennum borgurum. Mikil sorg ríkir í Noregi og kom fólk saman í dag með blóm og kerti til að minnast hinna látnu. Árásin var um klukkan 18 í gær og skapaðist mikil ringulreið þegar maðurinn réðist til atlögu. Lögregla fékk tilkynningu um árásina klukkan 18:12 og var komin á vettvang sex mínútum síðar. Maðurinn hæfði átta manns, þar af biðu fimm bana; fjórar konur og einn karlmaður. Fórnarlömbin eru á aldrinum 50 til 70 ára. Mikil sorg Guðrún Elsa Giljan Kristjánsdóttir, íbúi í Kongsberg, segir árásina eðlilega hafa áhrif á fólk í bænum, en skynjar á sama tíma samheldni. „Fólk er bara mjög sorgmætt og þetta er reiðarslag fyrir allan bæinn. Þessi bær er öllu jafna mjög rólegur og fjölskylduvænn og þetta er hlutur sem maður hefði aldrei getað órað fyrir að myndi gerast hér í þessum ágæta bæ,“ segir hún. „Maður sér mikla samstöðu og sér að fólk er að ræða þetta sín á milli, og vera til staðar fyrir hvort annað, sem er auðvitað bara eitthvað sem við þurfum öll á þessum tíma, Þetta snertir okkur öll og þetta er auðvitað mjög erfitt mál fyrir alla.“ Elsa Giljan Guðrún Elsa vill ekki endilega meina að fólk sé hrætt, en að fólk fylgist vel með fjölmiðlum og framvindu mála. Þá nefnir hún að ríkisstjórnarskipti hafi átt sér stað í landinu í dag en Erna Solberg ávarpaði þjóðina í síðasta sinn sem forsætisráðherra í dag, áður en hún færði Jonasi Gahr Store lyklana að ráðuneyti sínu. „Maður varla sér fréttir af því. Maður þarf að skrolla ansi langt á netmiðlunum til þess að fá fréttir af þeim. Þetta er alveg magnað að Erna Solberg þurfi að kveðja svona á þennan hátt með því að ganga með þessi verkefni á bakinu.“ Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Sjá meira
Mikil sorg ríkir í Noregi og kom fólk saman í dag með blóm og kerti til að minnast hinna látnu. Árásin var um klukkan 18 í gær og skapaðist mikil ringulreið þegar maðurinn réðist til atlögu. Lögregla fékk tilkynningu um árásina klukkan 18:12 og var komin á vettvang sex mínútum síðar. Maðurinn hæfði átta manns, þar af biðu fimm bana; fjórar konur og einn karlmaður. Fórnarlömbin eru á aldrinum 50 til 70 ára. Mikil sorg Guðrún Elsa Giljan Kristjánsdóttir, íbúi í Kongsberg, segir árásina eðlilega hafa áhrif á fólk í bænum, en skynjar á sama tíma samheldni. „Fólk er bara mjög sorgmætt og þetta er reiðarslag fyrir allan bæinn. Þessi bær er öllu jafna mjög rólegur og fjölskylduvænn og þetta er hlutur sem maður hefði aldrei getað órað fyrir að myndi gerast hér í þessum ágæta bæ,“ segir hún. „Maður sér mikla samstöðu og sér að fólk er að ræða þetta sín á milli, og vera til staðar fyrir hvort annað, sem er auðvitað bara eitthvað sem við þurfum öll á þessum tíma, Þetta snertir okkur öll og þetta er auðvitað mjög erfitt mál fyrir alla.“ Elsa Giljan Guðrún Elsa vill ekki endilega meina að fólk sé hrætt, en að fólk fylgist vel með fjölmiðlum og framvindu mála. Þá nefnir hún að ríkisstjórnarskipti hafi átt sér stað í landinu í dag en Erna Solberg ávarpaði þjóðina í síðasta sinn sem forsætisráðherra í dag, áður en hún færði Jonasi Gahr Store lyklana að ráðuneyti sínu. „Maður varla sér fréttir af því. Maður þarf að skrolla ansi langt á netmiðlunum til þess að fá fréttir af þeim. Þetta er alveg magnað að Erna Solberg þurfi að kveðja svona á þennan hátt með því að ganga með þessi verkefni á bakinu.“
Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Sjá meira