Heimsfrægt listaverk eftir Banksy selst á rúma þrjá milljarða króna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. október 2021 20:16 Listaverkið seldist á 25,4 milljónir bandaríkjadali eða tæpa 3,3 milljarða íslenskra króna. Getty/Scheuber Listaverk eftir breka götulistamanninn Banksy seldist á rúma þrjá milljarða á uppboði í London í dag. Verðið er það hæsta sem fengist hefur fyrir Banksy-verk. Verðmæti verksins var talið vera á bilinu 700 milljónir upp í allt að milljarð íslenskra króna fyrir uppboðið. Salan fór því fram úr björtustu vonum og seldist verkið á þrefalt meiri pening en ríkulegasta verðmat hafði gert ráð fyrir. AP News segir frá. Listaverkið hlaut heimsathygli fyrir um þremur árum þegar það var fyrst selt á uppboði. Þegar listaverkið hafði verið selt á uppboðinu fór tætari falinn í ramma verksins skyndilega í gang. Myndin rann niður í rammanum í gegnum þartilgerðan tætara og stór partur verksins tættist í strimla. Banksy tjáði sig um málið í kjölfar gjörningsins og sagði löngunina til að eyðileggja einnig vera listræna löngun. Verkið seldist ótætt á tæpar 150 milljónir króna á þeim tíma og hefur verðmæti listaverksins því nærri tuttugufaldast á þremur árum. Listaverkið var áður kallað „Stúlka með blöðru“. Eftir gjörninginn hefur verkið verið kallað „´Ástin er í ruslinu“.Getty/Luque Götulistamaðurinn er heimsfrægur en hefur aldrei komið fram undir nafni. Hann vakti upphaflega athygli með götulistaverkum sínum í Bristol í Bretlandi. Banksy hefur meðal annars notað list sína til að vekja athygli á pólitískum málefnum líðandi stundar. Myndlist Bretland Tengdar fréttir Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London. 6. október 2018 11:54 Banksy birtir myndband af tætaranum í listaverkinu „Löngunin til að eyðileggja er líka listræn löngun,“ skrifar Banksy við myndbandið. 7. október 2018 12:10 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Verðmæti verksins var talið vera á bilinu 700 milljónir upp í allt að milljarð íslenskra króna fyrir uppboðið. Salan fór því fram úr björtustu vonum og seldist verkið á þrefalt meiri pening en ríkulegasta verðmat hafði gert ráð fyrir. AP News segir frá. Listaverkið hlaut heimsathygli fyrir um þremur árum þegar það var fyrst selt á uppboði. Þegar listaverkið hafði verið selt á uppboðinu fór tætari falinn í ramma verksins skyndilega í gang. Myndin rann niður í rammanum í gegnum þartilgerðan tætara og stór partur verksins tættist í strimla. Banksy tjáði sig um málið í kjölfar gjörningsins og sagði löngunina til að eyðileggja einnig vera listræna löngun. Verkið seldist ótætt á tæpar 150 milljónir króna á þeim tíma og hefur verðmæti listaverksins því nærri tuttugufaldast á þremur árum. Listaverkið var áður kallað „Stúlka með blöðru“. Eftir gjörninginn hefur verkið verið kallað „´Ástin er í ruslinu“.Getty/Luque Götulistamaðurinn er heimsfrægur en hefur aldrei komið fram undir nafni. Hann vakti upphaflega athygli með götulistaverkum sínum í Bristol í Bretlandi. Banksy hefur meðal annars notað list sína til að vekja athygli á pólitískum málefnum líðandi stundar.
Myndlist Bretland Tengdar fréttir Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London. 6. október 2018 11:54 Banksy birtir myndband af tætaranum í listaverkinu „Löngunin til að eyðileggja er líka listræn löngun,“ skrifar Banksy við myndbandið. 7. október 2018 12:10 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London. 6. október 2018 11:54
Banksy birtir myndband af tætaranum í listaverkinu „Löngunin til að eyðileggja er líka listræn löngun,“ skrifar Banksy við myndbandið. 7. október 2018 12:10