Hlaut lífstíðardóm fyrir að nota eiturslöngur til að myrða eiginkonu sína Þorgils Jónsson skrifar 14. október 2021 17:21 Maðurinn sem um ræðir sigaði tveimur eiturslöngum á konu sina, þar á meðal kóbraslöngu eins og sést hér á myndinni. Maður frá Keralaríki í suðurhluta Indlands var fyrr í vikunni dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína á síðasta ári með því að siga á hana eiturslöngum. Í frétt á vef Al Jazeera segir að umræddur maður, sem heitir Sooraj Kumar og er 28 ára gamall, hafi fyrst sigað höggormi á konu sína, Uthra, og var hún í tvo mánuði á sjúkrahúsi að jafna sig eftir eiturbitið. Hún dvaldi svo á heimili foreldra sinna þar sem hún safnaði kröftum, en Kumar kastaði á hana kóbraslöngu þar sem hún svaf og lést hún af völdum bitsins í maí á síðasta ári. Kumar var handtekinn á heimili sínu eftir ábendingar frá foreldrum hinnar látnu. Hann neitaði sök, en símagögn leiddu í ljós að hann hafði verið í sambandi við slönguhöndlara og hafði einnig horft á myndbönd um slöngur áður en Uthra var myrt. Sýnt þótti að Kumar staldraði við í herbergi konunnar eftir kóbraslöngubitið og kippti sér ekkert upp við það þegar tengdamóðir hans kallaði á hjálp. Að sögn slönguhöndlara var mögulegt að Kumar hafi meitt slönguna til þess að fá hana til að bíta konu hans þar sem hún svaf. Uthra var komin af efnafólki en eiginmaður hennar var í fjárkröggum. Hann hafði að sögn verið að þrýsta á um að hún kæmi með meiri fjármuni inn í hjónabandið og reyndi auk þess að sölsa undir sig eignir hennar að henni látinni. Að sögn indverskra fréttamiðla voru ættingjar Kumars ákærðir fyrir samsæri, en gull í eigu hinnar látnu fannst grafið nálægt heimili hans. Talsverð umræða hefur verið í Indlandi síðustu misseri um notkun eiturslangna í þeim tilgangi að drepa fólk, en erfitt þykir að sýna fram á ásetning í slíkum málum. Meðal annars hafa tveir einstaklingar verið sýknaðir í álíka málum á síðustu árum. Indland Dýr Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Í frétt á vef Al Jazeera segir að umræddur maður, sem heitir Sooraj Kumar og er 28 ára gamall, hafi fyrst sigað höggormi á konu sína, Uthra, og var hún í tvo mánuði á sjúkrahúsi að jafna sig eftir eiturbitið. Hún dvaldi svo á heimili foreldra sinna þar sem hún safnaði kröftum, en Kumar kastaði á hana kóbraslöngu þar sem hún svaf og lést hún af völdum bitsins í maí á síðasta ári. Kumar var handtekinn á heimili sínu eftir ábendingar frá foreldrum hinnar látnu. Hann neitaði sök, en símagögn leiddu í ljós að hann hafði verið í sambandi við slönguhöndlara og hafði einnig horft á myndbönd um slöngur áður en Uthra var myrt. Sýnt þótti að Kumar staldraði við í herbergi konunnar eftir kóbraslöngubitið og kippti sér ekkert upp við það þegar tengdamóðir hans kallaði á hjálp. Að sögn slönguhöndlara var mögulegt að Kumar hafi meitt slönguna til þess að fá hana til að bíta konu hans þar sem hún svaf. Uthra var komin af efnafólki en eiginmaður hennar var í fjárkröggum. Hann hafði að sögn verið að þrýsta á um að hún kæmi með meiri fjármuni inn í hjónabandið og reyndi auk þess að sölsa undir sig eignir hennar að henni látinni. Að sögn indverskra fréttamiðla voru ættingjar Kumars ákærðir fyrir samsæri, en gull í eigu hinnar látnu fannst grafið nálægt heimili hans. Talsverð umræða hefur verið í Indlandi síðustu misseri um notkun eiturslangna í þeim tilgangi að drepa fólk, en erfitt þykir að sýna fram á ásetning í slíkum málum. Meðal annars hafa tveir einstaklingar verið sýknaðir í álíka málum á síðustu árum.
Indland Dýr Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira