Lífið samstarf

Hriktir í stoðum fjölskylduveldisins

Stöð 2

Hvað gerist þegar Logan Roy stígur til hliðar?

Þriðja þáttaröð af Succession hefur göngu sína mánudaginn 18. október á Stöð 2 og Stöð 2+. Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda og eru á topp 100 lista IMDB í sæti 92 með 8,7 í einkunn.

Klippa: Ný sería af Succession

Þættirnir fjalla um hina auðugu Roy fjölskyldu sem stýrir einu stærsta fjölmiðlafyrirtæki í heimi. Logan Roy er áttræður og sýnir merki þess að hann ætli sér að minnka við sig og stíga til hliðar. Þá fer að hrikta í stoðum fjölskyldufyrirtækisins þegar fleiri en einn vilja ná völdum til að stýra ættarveldinu.

Hér má sjá stiklu úr fyrstu seríu:

Til þess að það tryggja það að þættirnir væru eins raunverulegir og hægt er réðu framleiðendur auðlegðarráðgjafa til þess að gefa betri innsýn í hvernig ríkasta fólkið lifir. Þessir ráðgjafar leiðbeina framleiðendum varðandi ýmiskonar atriði meðal annars hvernig leikararnir eiga að klæða sig eða hvernig þeir eiga að fara út úr þyrlu. Þau ríku eru nefnilega alvön að ferðast um í þyrlum og vita nákvæmlega hvar þyrluspaðarnir eru og myndu ekki beygja sig á meðan farið er út úr þyrlunni.

Fyrir þá sem vilja taka upprifjun þá eru fyrstu tvær þáttaraðirnar af þessum stórgóðu þáttum aðgengilegar á Stöð2+.

Tryggðu þér áskrift hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×