Rúnar ósáttur við bannið: Ömurlegt að menn giski á allt hið versta frá mér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2021 15:06 Rúnar Kárason í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty Rúnar Kárason, leikmaður ÍBV, er afar ósáttur með bannið sem hann var dæmdur í vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum gegn KA á laugardaginn. Rúnar fékk rautt spjald þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum fyrir brot á Patreki Stefánssyni. Rúnar hafði þá skorað sjö mörk. Þrátt fyrir brottrekstur hans vann ÍBV leikinn, 35-31. Á fundi aganefndar HSÍ í fyrradag var Rúnar dæmdur í eins leiks bann. Og hann er langt frá því að vera sáttur við þann úrskurð eins og hann rekur á Facebook-síðu sinni. Hverjum tilheyrði höndin? Þegar Rúnar ræddi við dómarana um brotið eftir leik tjáði annar þeirra honum að hann hafi ekki séð neitt. Hinn sagðist hafa séð útrétta hendi og höfuð kastast til hliðar en var ekki viss hverjum höndin tilheyrði. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan sem og viðtal við Rúnar þar sem hann segist skilja af hverju dómarar leiksins ráku hann af velli þótt brotið hafi ekki verið gróft. Klippa: Seinni bylgjan - Rúnar um rauða spjaldið Í Facebook-færslunni sagðist Rúnar hafa verið fullvissaður að hann yrði ekki dæmdur í bann vegna rauða spjaldsins þar sem hann hafi ekki áður verið rekinn af velli á tímabilinu. En annað kom á daginn. Þegar Rúnar leitaði nánari skýringa hjá HSÍ var honum tjáð að erfitt væri að sjá á myndbandi hvort hann hafi farið í andlit Patreks eða hvort hnefi eða opinn lófi hafi verið á lofti. En í skýrslu dómara hafi staðið að hann hafi slegið Patrek. Var ekki sárkvalinn Rúnar segir að vegna afleiðinga brotsins hafi menn giskað á það versta og dæmt hann í bann. Hann segir að Patrekur hafi legið eftir sárkvalinn en hafi svo tjáð honum að hann væri það ekki. Rúnar segir að þetta sé aðeins þriðja rauða spjald hans á ferlinum og hann sé þekktur fyrir að vera prúður á velli, og kannski um of. „En að það sé giskað í eyðurnar og gengið út frá því versta, að maður sé bara fauti að reyna meiða menn, óíþróttamannsleg hegðun, það er ég mjög ósáttur við. Því það er ekki það sem ég stend fyrir og mun aldrei gera,“ skrifar Rúnar. Gríðarlega óréttlátt Hann segir að fyrsta rauða spjaldið á ferlinum hafi hann fengið fyrir klaufalegt brot þegar hann var ungur leikmaður Fram og hitt fyrir að skjóta í höfuð markvarðar í vítakasti. Rúnar segir að markvörðurinn hafi hreyft höfuðið og síðan fyrirgefið sér. „En óíþróttamannsleg hegðun og menn giski á að allt hið versta frá mér, það finnst mér ömurlegt, mér líður illa með það og það finnst mér gríðarlega óréttlátt!“ segir Rúnar í lokaorðum sínum í færslunni. Hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. ÍBV er með fullt hús stiga á toppi Olís-deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Val á sunnudaginn en þar verður Rúnar fjarri góðu gamni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira
Rúnar fékk rautt spjald þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum fyrir brot á Patreki Stefánssyni. Rúnar hafði þá skorað sjö mörk. Þrátt fyrir brottrekstur hans vann ÍBV leikinn, 35-31. Á fundi aganefndar HSÍ í fyrradag var Rúnar dæmdur í eins leiks bann. Og hann er langt frá því að vera sáttur við þann úrskurð eins og hann rekur á Facebook-síðu sinni. Hverjum tilheyrði höndin? Þegar Rúnar ræddi við dómarana um brotið eftir leik tjáði annar þeirra honum að hann hafi ekki séð neitt. Hinn sagðist hafa séð útrétta hendi og höfuð kastast til hliðar en var ekki viss hverjum höndin tilheyrði. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan sem og viðtal við Rúnar þar sem hann segist skilja af hverju dómarar leiksins ráku hann af velli þótt brotið hafi ekki verið gróft. Klippa: Seinni bylgjan - Rúnar um rauða spjaldið Í Facebook-færslunni sagðist Rúnar hafa verið fullvissaður að hann yrði ekki dæmdur í bann vegna rauða spjaldsins þar sem hann hafi ekki áður verið rekinn af velli á tímabilinu. En annað kom á daginn. Þegar Rúnar leitaði nánari skýringa hjá HSÍ var honum tjáð að erfitt væri að sjá á myndbandi hvort hann hafi farið í andlit Patreks eða hvort hnefi eða opinn lófi hafi verið á lofti. En í skýrslu dómara hafi staðið að hann hafi slegið Patrek. Var ekki sárkvalinn Rúnar segir að vegna afleiðinga brotsins hafi menn giskað á það versta og dæmt hann í bann. Hann segir að Patrekur hafi legið eftir sárkvalinn en hafi svo tjáð honum að hann væri það ekki. Rúnar segir að þetta sé aðeins þriðja rauða spjald hans á ferlinum og hann sé þekktur fyrir að vera prúður á velli, og kannski um of. „En að það sé giskað í eyðurnar og gengið út frá því versta, að maður sé bara fauti að reyna meiða menn, óíþróttamannsleg hegðun, það er ég mjög ósáttur við. Því það er ekki það sem ég stend fyrir og mun aldrei gera,“ skrifar Rúnar. Gríðarlega óréttlátt Hann segir að fyrsta rauða spjaldið á ferlinum hafi hann fengið fyrir klaufalegt brot þegar hann var ungur leikmaður Fram og hitt fyrir að skjóta í höfuð markvarðar í vítakasti. Rúnar segir að markvörðurinn hafi hreyft höfuðið og síðan fyrirgefið sér. „En óíþróttamannsleg hegðun og menn giski á að allt hið versta frá mér, það finnst mér ömurlegt, mér líður illa með það og það finnst mér gríðarlega óréttlátt!“ segir Rúnar í lokaorðum sínum í færslunni. Hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. ÍBV er með fullt hús stiga á toppi Olís-deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Val á sunnudaginn en þar verður Rúnar fjarri góðu gamni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira