Stórlið Barcelona og AC Milan sögð vera með augun á Lingard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2021 11:30 Jesse Lingard fagnar marki sínu fyrir Manchester United á móti Newcastle United. EPA-EFE/PETER POWELL Jesse Lingard gæti endað hjá stórliði á Spáni eða Ítalíu ef marka má fréttir af kappanum í erlendum miðlum. Manchester United lánaði Jesse Lingard til West Ham á síðustu leiktíð en strákurinn hefur minnt á sig með United liðinu með tveimur deildarmörkum í vetur. Lingard lagði líka upp sigurmark Cristiano Ronaldo í Meistaradeildarleik á móti Villarreal eftir að hafa komið inn á sem varamaður rétt áður. Imagine Lingard lighting up the Camp Nou every week pic.twitter.com/koDHh15VuX— ESPN UK (@ESPNUK) October 14, 2021 Lingard sat hins vegar á bekknum í síðustu tveimur deildarleikjum án þess að fá að fara inn á völlinn. Um leið eru enskir blaðamenn og aðrir farnir að velta fyrir sér framtíð hans og skort á tækifærum með stórstjörnuliði Manchester United. Jesse Lingard á aðeins hálft ár eftir af samningi sínum á Old Trafford en hann er 28 ára gamall. Lið gæti því fengið hann á frjálsri sölu næsta sumar. ESPN hefur heimildir fyrir því að bæði Barcelona og AC Milan séu með augun á framherjanum. Það fylgir sögusögnum að Lingard sé einnig spenntur fyrir því að reyna fyrir sér á Spáni eða Ítalíu á þessum tímapunkti á ferlinum. Peningamálin eru að skapa mikil vandræði fyrir Barcelona og þess vegna væri það góður kostur að fá leikmann eins og Lingard frítt næsta sumar. Jesse Lingard edging closer to Man United exit. Rejected one contract offer and United haven t yet been back with another proposal. Barcelona and Milan two of a number of clubs to have registered their interest https://t.co/cA8DKS31XX @ESPNFC— Rob Dawson (@RobDawsonESPN) October 14, 2021 Lingard hefur þegar hafnað samningstilboði frá United af því að hann hefur áhyggjur af því að með litlum spilatíma þá eigi hann ekki mikla möguleika á að komast í landsliðshóp Englendinga fyrir HM í Katar eftir ár. Þrátt fyrir tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni og eina stoðsendingu í meistaradeildinni þá hefur hann aðeins spilað samanlagt í 64 mínútur í þessum tveimur keppnum í vetur. Lingard var í landsliðshópi Englendinga í þessum glugga og spilaði 73 mínútur í 5-0 sigrinum á Andorra um síðustu helgi eða meira en samanlagt með United liðinu í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni á leiktíðinni. Það er enn í fersku minni fótboltaáhugamanna þegar Lingard skoraði níu mörk og gaf fimm stoðsendingar í sextán leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fyrra þegar hann var á láni hjá West Ham. " ."@JesseLingard opens up on the impact West Ham and @Noble16Mark made on his life. #WHUFC pic.twitter.com/SfXgGMFlcS— Players' Tribune Football (@TPTFootball) October 13, 2021 Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira
Manchester United lánaði Jesse Lingard til West Ham á síðustu leiktíð en strákurinn hefur minnt á sig með United liðinu með tveimur deildarmörkum í vetur. Lingard lagði líka upp sigurmark Cristiano Ronaldo í Meistaradeildarleik á móti Villarreal eftir að hafa komið inn á sem varamaður rétt áður. Imagine Lingard lighting up the Camp Nou every week pic.twitter.com/koDHh15VuX— ESPN UK (@ESPNUK) October 14, 2021 Lingard sat hins vegar á bekknum í síðustu tveimur deildarleikjum án þess að fá að fara inn á völlinn. Um leið eru enskir blaðamenn og aðrir farnir að velta fyrir sér framtíð hans og skort á tækifærum með stórstjörnuliði Manchester United. Jesse Lingard á aðeins hálft ár eftir af samningi sínum á Old Trafford en hann er 28 ára gamall. Lið gæti því fengið hann á frjálsri sölu næsta sumar. ESPN hefur heimildir fyrir því að bæði Barcelona og AC Milan séu með augun á framherjanum. Það fylgir sögusögnum að Lingard sé einnig spenntur fyrir því að reyna fyrir sér á Spáni eða Ítalíu á þessum tímapunkti á ferlinum. Peningamálin eru að skapa mikil vandræði fyrir Barcelona og þess vegna væri það góður kostur að fá leikmann eins og Lingard frítt næsta sumar. Jesse Lingard edging closer to Man United exit. Rejected one contract offer and United haven t yet been back with another proposal. Barcelona and Milan two of a number of clubs to have registered their interest https://t.co/cA8DKS31XX @ESPNFC— Rob Dawson (@RobDawsonESPN) October 14, 2021 Lingard hefur þegar hafnað samningstilboði frá United af því að hann hefur áhyggjur af því að með litlum spilatíma þá eigi hann ekki mikla möguleika á að komast í landsliðshóp Englendinga fyrir HM í Katar eftir ár. Þrátt fyrir tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni og eina stoðsendingu í meistaradeildinni þá hefur hann aðeins spilað samanlagt í 64 mínútur í þessum tveimur keppnum í vetur. Lingard var í landsliðshópi Englendinga í þessum glugga og spilaði 73 mínútur í 5-0 sigrinum á Andorra um síðustu helgi eða meira en samanlagt með United liðinu í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni á leiktíðinni. Það er enn í fersku minni fótboltaáhugamanna þegar Lingard skoraði níu mörk og gaf fimm stoðsendingar í sextán leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fyrra þegar hann var á láni hjá West Ham. " ."@JesseLingard opens up on the impact West Ham and @Noble16Mark made on his life. #WHUFC pic.twitter.com/SfXgGMFlcS— Players' Tribune Football (@TPTFootball) October 13, 2021
Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira