Lögreglan útilokar ekki hryðjuverk Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. október 2021 20:52 Maðurinn skaut örvum eins og sjá má hér, en ein þeirra festist í húsvegg. Hakon Mosvold Larsen/NTB Scanpix via AP) Minnst fimm létust og nokkrir eru særðir eftir árás bogamanns í norska bænum Kongsberg í kvöld. Árásarmaðurinn var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Lögreglan útilokar ekki að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Lögreglan í Kongsberg fékk ábendingu um mann vopnaðan boga og örvum fyrr í dag. Samkvæmt norska ríkisútvarpinu skaut maðurinn upphaflega á fólk í Coop-verslun í vesturhluta bæjarins. Árásarmaðurinn hélt síðan áfram inn í miðbæinn en lögregla vinnur að því að kortleggja ferðir hans. Mikill viðbúnaður lögreglu var á svæðinu og var vesturhluta bæjarins lokað. Íbúar voru beðnir um að halda sig heima og ringulreið greip um sig meðal bæjarbúa. Herinn kom til aðstoðar auk þyrla og fjölda sjúkrabíla. Lögregla var með mikinn viðbúnað vegna árásarinnar.EPA-EFE/HAKON MOSVOLD LARSEN Lögreglu tókst að handsama manninn eftir nokkur átök og hefur hann verið færður á lögreglustöðina í Drammen. Maðurinn er sagður hafa verið einn að verki. Vegna árásarinnar hafa yfirvöld í Noregi tekið þá ákvörðun um að lögreglumenn í Noregi beri á sér skotvopn næstu daga, sem varúðarráðstöfun. Líkt á Íslandi eru lögreglumenn í Noregi alla jafna ekki vopnaðir byssum. Biðja Íslendinga í Kongsberg um að láta vita af sér Utanríkisráðuneytið biður Íslendinga í Kongsberg um að láta aðstandendur vita um stöðu mála hjá þeim, en hafa samband við borgaraþjónustuna ef aðstoðar er þörf. Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Tengdar fréttir Minnst fjögur létust í árás bogamanns í Kongsberg Lögreglan í Kongsberg í Noregi tilkynnti fyrr í kvöld að fólk hafi látist í árás bogamanns í Kongsberg síðdegis. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn. 13. október 2021 18:50 Umfangsmiklar lögregluaðgerðir vegna bogamanns Aðgerðir lögreglu í Kongsberg í Noregi standa nú yfir vegna bogamanns sem sást til í miðbæ Kongsberg. Maðurinn á að hafa skotið á eftir fólki með boga. 13. október 2021 18:24 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Lögreglan í Kongsberg fékk ábendingu um mann vopnaðan boga og örvum fyrr í dag. Samkvæmt norska ríkisútvarpinu skaut maðurinn upphaflega á fólk í Coop-verslun í vesturhluta bæjarins. Árásarmaðurinn hélt síðan áfram inn í miðbæinn en lögregla vinnur að því að kortleggja ferðir hans. Mikill viðbúnaður lögreglu var á svæðinu og var vesturhluta bæjarins lokað. Íbúar voru beðnir um að halda sig heima og ringulreið greip um sig meðal bæjarbúa. Herinn kom til aðstoðar auk þyrla og fjölda sjúkrabíla. Lögregla var með mikinn viðbúnað vegna árásarinnar.EPA-EFE/HAKON MOSVOLD LARSEN Lögreglu tókst að handsama manninn eftir nokkur átök og hefur hann verið færður á lögreglustöðina í Drammen. Maðurinn er sagður hafa verið einn að verki. Vegna árásarinnar hafa yfirvöld í Noregi tekið þá ákvörðun um að lögreglumenn í Noregi beri á sér skotvopn næstu daga, sem varúðarráðstöfun. Líkt á Íslandi eru lögreglumenn í Noregi alla jafna ekki vopnaðir byssum. Biðja Íslendinga í Kongsberg um að láta vita af sér Utanríkisráðuneytið biður Íslendinga í Kongsberg um að láta aðstandendur vita um stöðu mála hjá þeim, en hafa samband við borgaraþjónustuna ef aðstoðar er þörf.
Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Tengdar fréttir Minnst fjögur létust í árás bogamanns í Kongsberg Lögreglan í Kongsberg í Noregi tilkynnti fyrr í kvöld að fólk hafi látist í árás bogamanns í Kongsberg síðdegis. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn. 13. október 2021 18:50 Umfangsmiklar lögregluaðgerðir vegna bogamanns Aðgerðir lögreglu í Kongsberg í Noregi standa nú yfir vegna bogamanns sem sást til í miðbæ Kongsberg. Maðurinn á að hafa skotið á eftir fólki með boga. 13. október 2021 18:24 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Minnst fjögur létust í árás bogamanns í Kongsberg Lögreglan í Kongsberg í Noregi tilkynnti fyrr í kvöld að fólk hafi látist í árás bogamanns í Kongsberg síðdegis. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn. 13. október 2021 18:50
Umfangsmiklar lögregluaðgerðir vegna bogamanns Aðgerðir lögreglu í Kongsberg í Noregi standa nú yfir vegna bogamanns sem sást til í miðbæ Kongsberg. Maðurinn á að hafa skotið á eftir fólki með boga. 13. október 2021 18:24