Landspítalinn bíður einnig eftir svörum Birgir Olgeirsson skrifar 13. október 2021 20:00 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Vísir/Egill Sóttvarnalæknir er ekki eini sem bíður eftir svörum frá Landspítalanum. Forstjóri spítalans segist sjálf þurfa svör við ákveðnum spurningum áður en næstu skref verða tekin. Forstjóri Landspítalans segir sjúkrahúsið ágætlega í stakk búið til að takast á við faraldurinn í þeirri mynd sem hann er í dag. Öðru máli gegnir ef ráðast á í afléttingar. „Hvað varðar Landspítala þá þurfum við í fyrsta lagi að athuga hvaða getu Landspítalinn hefur til að greina sýni og í öðru lagi hvað Covid-göngudeildin getur annað. Síðan kannski legurýmin og ekki síst gjörgæslan. Allir þessir þættir það er bæði sýnatakan, Covid-göngudeildin og legurýmin kalla á ákveðinn mannskap og það er kannski þar sem að skóinn kreppir, segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Hún segir stjórnvöld hafa tekið vel í allar umleitanir spítalans hingað til í gegnum faraldurinn. Stærsti vandinn í gegnum faraldurinn hafi verið að láta aðra þjónustu víkja fyrir Covid verkefnum. „Við höfum þurft að loka A7 sem er smitsjúkdómadeildin okkar fyrir öðrum innlögnum. Það hefur kallað á mjög miklar aðgerðir af okkar hálfu til þess að láta hlutina ganga upp,“ segir Guðlaug Rakel. Hún mun eiga fund með sóttvarnalækni um stöðuna á föstudag. Hún telur sóttvarnalækni ekki setja Landspítalann í erfiða stöðu með því að setja ábyrgðina á stjórnendur hans að svara spurningunni hvað spítalinn ráði við mikið, en hingað til hefur svar við þeirri spurningu ekki fengist. „Mér finnst þetta bara eðlilegt samtal og við munum eiga það og við komumst að niðurstöðu,“ segir Guðlaug Rakel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Landspítalinn Tengdar fréttir Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12 Ríkisstjórnin sögð leggja drög að tilslökunum Í minnisblaði sem forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra hafa lagt fyrir ríkisstjórnina, og fjallar um framtíðarhorfur kórónuveirufaraldursins hér á landi, segir að hættan á óviðráðanlegum faraldri hafi minnkað. Stefnt sé að minni takmörkunum og unnið sé að drögum um slíkar áætlanir. 12. október 2021 22:49 Tveir af þremur sem létust í ágúst voru erlendir ferðamenn Þrír hafa látist á Íslandi frá 1. ágúst vegna Covid-19. Tveir þeirra voru erlendir ferðamenn og einn þeirra Íslendingur. Þetta kemur fram í minnisblaði forsætis- og heilbrigðisráðherra sem lagt var fram á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. 13. október 2021 09:57 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Forstjóri Landspítalans segir sjúkrahúsið ágætlega í stakk búið til að takast á við faraldurinn í þeirri mynd sem hann er í dag. Öðru máli gegnir ef ráðast á í afléttingar. „Hvað varðar Landspítala þá þurfum við í fyrsta lagi að athuga hvaða getu Landspítalinn hefur til að greina sýni og í öðru lagi hvað Covid-göngudeildin getur annað. Síðan kannski legurýmin og ekki síst gjörgæslan. Allir þessir þættir það er bæði sýnatakan, Covid-göngudeildin og legurýmin kalla á ákveðinn mannskap og það er kannski þar sem að skóinn kreppir, segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Hún segir stjórnvöld hafa tekið vel í allar umleitanir spítalans hingað til í gegnum faraldurinn. Stærsti vandinn í gegnum faraldurinn hafi verið að láta aðra þjónustu víkja fyrir Covid verkefnum. „Við höfum þurft að loka A7 sem er smitsjúkdómadeildin okkar fyrir öðrum innlögnum. Það hefur kallað á mjög miklar aðgerðir af okkar hálfu til þess að láta hlutina ganga upp,“ segir Guðlaug Rakel. Hún mun eiga fund með sóttvarnalækni um stöðuna á föstudag. Hún telur sóttvarnalækni ekki setja Landspítalann í erfiða stöðu með því að setja ábyrgðina á stjórnendur hans að svara spurningunni hvað spítalinn ráði við mikið, en hingað til hefur svar við þeirri spurningu ekki fengist. „Mér finnst þetta bara eðlilegt samtal og við munum eiga það og við komumst að niðurstöðu,“ segir Guðlaug Rakel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Landspítalinn Tengdar fréttir Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12 Ríkisstjórnin sögð leggja drög að tilslökunum Í minnisblaði sem forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra hafa lagt fyrir ríkisstjórnina, og fjallar um framtíðarhorfur kórónuveirufaraldursins hér á landi, segir að hættan á óviðráðanlegum faraldri hafi minnkað. Stefnt sé að minni takmörkunum og unnið sé að drögum um slíkar áætlanir. 12. október 2021 22:49 Tveir af þremur sem létust í ágúst voru erlendir ferðamenn Þrír hafa látist á Íslandi frá 1. ágúst vegna Covid-19. Tveir þeirra voru erlendir ferðamenn og einn þeirra Íslendingur. Þetta kemur fram í minnisblaði forsætis- og heilbrigðisráðherra sem lagt var fram á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. 13. október 2021 09:57 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12
Ríkisstjórnin sögð leggja drög að tilslökunum Í minnisblaði sem forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra hafa lagt fyrir ríkisstjórnina, og fjallar um framtíðarhorfur kórónuveirufaraldursins hér á landi, segir að hættan á óviðráðanlegum faraldri hafi minnkað. Stefnt sé að minni takmörkunum og unnið sé að drögum um slíkar áætlanir. 12. október 2021 22:49
Tveir af þremur sem létust í ágúst voru erlendir ferðamenn Þrír hafa látist á Íslandi frá 1. ágúst vegna Covid-19. Tveir þeirra voru erlendir ferðamenn og einn þeirra Íslendingur. Þetta kemur fram í minnisblaði forsætis- og heilbrigðisráðherra sem lagt var fram á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. 13. október 2021 09:57