Landspítalinn bíður einnig eftir svörum Birgir Olgeirsson skrifar 13. október 2021 20:00 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Vísir/Egill Sóttvarnalæknir er ekki eini sem bíður eftir svörum frá Landspítalanum. Forstjóri spítalans segist sjálf þurfa svör við ákveðnum spurningum áður en næstu skref verða tekin. Forstjóri Landspítalans segir sjúkrahúsið ágætlega í stakk búið til að takast á við faraldurinn í þeirri mynd sem hann er í dag. Öðru máli gegnir ef ráðast á í afléttingar. „Hvað varðar Landspítala þá þurfum við í fyrsta lagi að athuga hvaða getu Landspítalinn hefur til að greina sýni og í öðru lagi hvað Covid-göngudeildin getur annað. Síðan kannski legurýmin og ekki síst gjörgæslan. Allir þessir þættir það er bæði sýnatakan, Covid-göngudeildin og legurýmin kalla á ákveðinn mannskap og það er kannski þar sem að skóinn kreppir, segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Hún segir stjórnvöld hafa tekið vel í allar umleitanir spítalans hingað til í gegnum faraldurinn. Stærsti vandinn í gegnum faraldurinn hafi verið að láta aðra þjónustu víkja fyrir Covid verkefnum. „Við höfum þurft að loka A7 sem er smitsjúkdómadeildin okkar fyrir öðrum innlögnum. Það hefur kallað á mjög miklar aðgerðir af okkar hálfu til þess að láta hlutina ganga upp,“ segir Guðlaug Rakel. Hún mun eiga fund með sóttvarnalækni um stöðuna á föstudag. Hún telur sóttvarnalækni ekki setja Landspítalann í erfiða stöðu með því að setja ábyrgðina á stjórnendur hans að svara spurningunni hvað spítalinn ráði við mikið, en hingað til hefur svar við þeirri spurningu ekki fengist. „Mér finnst þetta bara eðlilegt samtal og við munum eiga það og við komumst að niðurstöðu,“ segir Guðlaug Rakel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Landspítalinn Tengdar fréttir Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12 Ríkisstjórnin sögð leggja drög að tilslökunum Í minnisblaði sem forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra hafa lagt fyrir ríkisstjórnina, og fjallar um framtíðarhorfur kórónuveirufaraldursins hér á landi, segir að hættan á óviðráðanlegum faraldri hafi minnkað. Stefnt sé að minni takmörkunum og unnið sé að drögum um slíkar áætlanir. 12. október 2021 22:49 Tveir af þremur sem létust í ágúst voru erlendir ferðamenn Þrír hafa látist á Íslandi frá 1. ágúst vegna Covid-19. Tveir þeirra voru erlendir ferðamenn og einn þeirra Íslendingur. Þetta kemur fram í minnisblaði forsætis- og heilbrigðisráðherra sem lagt var fram á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. 13. október 2021 09:57 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Forstjóri Landspítalans segir sjúkrahúsið ágætlega í stakk búið til að takast á við faraldurinn í þeirri mynd sem hann er í dag. Öðru máli gegnir ef ráðast á í afléttingar. „Hvað varðar Landspítala þá þurfum við í fyrsta lagi að athuga hvaða getu Landspítalinn hefur til að greina sýni og í öðru lagi hvað Covid-göngudeildin getur annað. Síðan kannski legurýmin og ekki síst gjörgæslan. Allir þessir þættir það er bæði sýnatakan, Covid-göngudeildin og legurýmin kalla á ákveðinn mannskap og það er kannski þar sem að skóinn kreppir, segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Hún segir stjórnvöld hafa tekið vel í allar umleitanir spítalans hingað til í gegnum faraldurinn. Stærsti vandinn í gegnum faraldurinn hafi verið að láta aðra þjónustu víkja fyrir Covid verkefnum. „Við höfum þurft að loka A7 sem er smitsjúkdómadeildin okkar fyrir öðrum innlögnum. Það hefur kallað á mjög miklar aðgerðir af okkar hálfu til þess að láta hlutina ganga upp,“ segir Guðlaug Rakel. Hún mun eiga fund með sóttvarnalækni um stöðuna á föstudag. Hún telur sóttvarnalækni ekki setja Landspítalann í erfiða stöðu með því að setja ábyrgðina á stjórnendur hans að svara spurningunni hvað spítalinn ráði við mikið, en hingað til hefur svar við þeirri spurningu ekki fengist. „Mér finnst þetta bara eðlilegt samtal og við munum eiga það og við komumst að niðurstöðu,“ segir Guðlaug Rakel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Landspítalinn Tengdar fréttir Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12 Ríkisstjórnin sögð leggja drög að tilslökunum Í minnisblaði sem forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra hafa lagt fyrir ríkisstjórnina, og fjallar um framtíðarhorfur kórónuveirufaraldursins hér á landi, segir að hættan á óviðráðanlegum faraldri hafi minnkað. Stefnt sé að minni takmörkunum og unnið sé að drögum um slíkar áætlanir. 12. október 2021 22:49 Tveir af þremur sem létust í ágúst voru erlendir ferðamenn Þrír hafa látist á Íslandi frá 1. ágúst vegna Covid-19. Tveir þeirra voru erlendir ferðamenn og einn þeirra Íslendingur. Þetta kemur fram í minnisblaði forsætis- og heilbrigðisráðherra sem lagt var fram á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. 13. október 2021 09:57 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12
Ríkisstjórnin sögð leggja drög að tilslökunum Í minnisblaði sem forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra hafa lagt fyrir ríkisstjórnina, og fjallar um framtíðarhorfur kórónuveirufaraldursins hér á landi, segir að hættan á óviðráðanlegum faraldri hafi minnkað. Stefnt sé að minni takmörkunum og unnið sé að drögum um slíkar áætlanir. 12. október 2021 22:49
Tveir af þremur sem létust í ágúst voru erlendir ferðamenn Þrír hafa látist á Íslandi frá 1. ágúst vegna Covid-19. Tveir þeirra voru erlendir ferðamenn og einn þeirra Íslendingur. Þetta kemur fram í minnisblaði forsætis- og heilbrigðisráðherra sem lagt var fram á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. 13. október 2021 09:57