Fótbolti

Bað Messi um að fyrir­gefa móður sinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lionel Messi í leik með Argentínu. Alls hefur hann spilað 155 landsleiki og skorað 80 mörk.
Lionel Messi í leik með Argentínu. Alls hefur hann spilað 155 landsleiki og skorað 80 mörk. Natacha Pisarenko/Getty Images

Það er ekki öll vitleysan eins þegar kemur að þeim Lionel Messi og Cristiano Ronaldo, tveimur bestu knattspyrnumönnum sögunnar. Þurfa þeir að höndla allskyns undarlega skilaboð en Messi fékk ein slík nýverið.

Argentínumaðurinn Lionel Messi er staddur í heimalandinu þar sem það er landsleikjahlé um þessar mundir. Þar hitti hann fyrir auðmjúkan stuðningsmann sem bað hinn 34 ára gamla Messi að fyrirgefa móður sinni.

Þessi ungi stuðningsmaður Argentínu, og Messi sjálfs, beið fyrir utan æfingasvæði landsliðsins með borða sem á stóð: „Fyrirgefðu móður minni Messi, hún vissi ekki hvað hún var að gera þegar hún skýrði mig Cristiano.“

Hvort Messi hafi svarað kauða er alls óvíst en eflaust tekur hann þessu ekki persónulega.

Argentína er í harðri baráttu um að tryggja sér sæti á HM í Katar á næsta ári. Liðið er í góðri stöðu þegar 10 af 18 leikjum eru búnir en Messi og félagar eru með 22 stig í 2. sæti undankeppninnar, sex stigum meira en Ekvador og Úrúgvæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×