„Förum á fullu inn í leikinn og höfum fulla trú á okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2021 13:30 Agla María Albertsdóttir í besta færi Breiðabliks í leiknum gegn Paris Saint-Germain fyrir viku. vísir/vilhelm Agla María Albertsdóttir segir að leikmenn Breiðabliks mæti fullir sjálfstrausts til leiks gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Breiðablik lék vel gegn Paris Saint-Germain í 1. umferð riðlakeppninnar en tapaði 0-2. Agla María segir að frammistaðan í þeim leik hafi gefið Blikum aukna trú á eigin getu fyrir komandi leiki í Meistaradeildinni. „Við tökum aðallega sjálfstraust út úr PSG-leiknum. Við allar áttuðum okkur á því að við eigum raunhæfa möguleika gegn þessum liðum og við eigum klárlega möguleika á morgun [í dag],“ sagði Agla María á blaðamannafundi í Madríd í gær. En hvað lærðu Blikar aðallega af leiknum gegn PSG fyrir viku? „Að við getum alveg staðið í þessum leikmönnum og það þýðir ekki að bera of mikla virðingu fyrir þeim. Bara fara á fullu inn í leikinn og hafa fulla trú á okkur. Og þá getur allt gerst í þessu,“ sagði Agla María. Hún segir liðsandann hjá Breiðabliki vera fyrsta flokks. „Það er mjög góður andi í hópnum. Eftir því sem liðið hefur á sumarið hefur hópurinn orðið þéttari og það er geggjað að vera í þessu liði,“ sagði kantmaðurinn sem var valinn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar á nýafstöðnu tímabili. Agla María hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn Breiðabliks verði yfirspenntir í leiknum stóra í kvöld. „Auðvitað er spennustigið hærra fyrir svona leiki. En flestar í hópnum eru með ágætis reynslu og erum vanar að spila nokkuð stóra leiki, þannig að við höndlum það alveg. Það er ótrúlega skemmtilegt að spila á móti svona stóru liði og eins og ég hef oft áður sagt eru forréttindi að vera í þessari stöðu. Við erum fyrst og fremst komnar til að njóta og auðvitað að ná í úrslit,“ sagði Agla María að endingu. Leikur Real Madrid og Breiðabliks hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á YouTube. Hægt verður að nálgast útsendingu frá leiknum á Vísi. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Sjá meira
Breiðablik lék vel gegn Paris Saint-Germain í 1. umferð riðlakeppninnar en tapaði 0-2. Agla María segir að frammistaðan í þeim leik hafi gefið Blikum aukna trú á eigin getu fyrir komandi leiki í Meistaradeildinni. „Við tökum aðallega sjálfstraust út úr PSG-leiknum. Við allar áttuðum okkur á því að við eigum raunhæfa möguleika gegn þessum liðum og við eigum klárlega möguleika á morgun [í dag],“ sagði Agla María á blaðamannafundi í Madríd í gær. En hvað lærðu Blikar aðallega af leiknum gegn PSG fyrir viku? „Að við getum alveg staðið í þessum leikmönnum og það þýðir ekki að bera of mikla virðingu fyrir þeim. Bara fara á fullu inn í leikinn og hafa fulla trú á okkur. Og þá getur allt gerst í þessu,“ sagði Agla María. Hún segir liðsandann hjá Breiðabliki vera fyrsta flokks. „Það er mjög góður andi í hópnum. Eftir því sem liðið hefur á sumarið hefur hópurinn orðið þéttari og það er geggjað að vera í þessu liði,“ sagði kantmaðurinn sem var valinn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar á nýafstöðnu tímabili. Agla María hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn Breiðabliks verði yfirspenntir í leiknum stóra í kvöld. „Auðvitað er spennustigið hærra fyrir svona leiki. En flestar í hópnum eru með ágætis reynslu og erum vanar að spila nokkuð stóra leiki, þannig að við höndlum það alveg. Það er ótrúlega skemmtilegt að spila á móti svona stóru liði og eins og ég hef oft áður sagt eru forréttindi að vera í þessari stöðu. Við erum fyrst og fremst komnar til að njóta og auðvitað að ná í úrslit,“ sagði Agla María að endingu. Leikur Real Madrid og Breiðabliks hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á YouTube. Hægt verður að nálgast útsendingu frá leiknum á Vísi.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Sjá meira